Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 2. desember 2024 07:00 Arne Slot og lærisveinar hans í Liverpool eru með níu stiga forskot á toppi ensku deildarinnar. Andrew Powell/Liverpool FC via Getty Images Arne Slot, þjálfari Liverpool, gat leyft sér að brosa eftir öruggan 2-0 sigur gegn Englandsmeisturum Manchester City í gær. Hann biður fólk í kringum liðið þó að halda sér á jörðinni. Liverpool hefur farið virkilega vel af stað síðan Slot tók við liðinu í sumar og Rauði herinn trónir á toppi ensku úrvalsdeildarinnar með níu stiga forskot. Sigur liðsins gegn Manchester City í gær þýðir að liðið er nú ellefu stigum fyrir ofan Englandsmeistarana. „Þetta er búin að vera góð vika, en við skulum ekki missa okkur í gleðinni,“ sagði Slot í viðtali eftir sigurinn í gær. „Við sáum það að þegar Darwin Nunez kom inn á þá hafði hann jákvæð áhrif á leikinn. Þetta eru svo margir leikir sem þarf að spila og við erum með meira en bara ellefu leikmenn sem geta breytt leikjum. Við sáum það í dag.“ „Það er liðsheildin sem hjálpar okkur að ná þessum úrslitum,“ bætti Hollendingurinn við. Þrátt fyrir að sigur Liverpool gegn Englandsmeisturum City í gær hafi verið nokkuð öruggur segist Slot þó ekki hafa verið rólegur allan leikinn. „Maður er alltaf stressaður í leik á móti City af því að við vitum hvaða gæði búa í þessu liði. En það sem ég var ánægðastur með var að við unnum þetta ekki bara á skyndisóknum. Við sýndum líka aðrar hliðar. Að mínu mati vorum við góðir í nánast hverjum einasta þætti leiksins.“ Hann segir einnig að þrátt fyrir að Liverpool sé nú með níu stiga forskot á toppnum sé titilbaráttan rétt að hefjast. „Við erum í góðri stöðu. En þið vitið það jafn vel og ég að Arsenal og City geta vel unnið alla sína leiki það sem eftir er tímabilsins. Chelsea getur líka unnið hvaða lið sem er. Það er þetta sem gerir ensku úrvalsdeildina svo áhugaverða. Það eru svo mörg góð lið.“ „Á síðasta tímabili var mikill stigamunur á Arsenal og City, en þeim tókst að snúa því við,“ sagði Slot að lokum. Enski boltinn Mest lesið Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Körfubolti „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Fótbolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Íslenski boltinn „Við máttum ekki gefast upp“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu Körfubolti „Við elskum að spila hérna“ Fótbolti Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Körfubolti Fleiri fréttir „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð „Við elskum að spila hérna“ Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Fjögur mörk og tvö rauð í Grindavíkursigri í Laugardalnum Inter missti af gullnu tækifæri þegar Napoli missteig sig Meistararnir töpuðu en Real vann í hitaleik Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Sævar og Nóel fallnir úr dönsku úrvalsdeildinni Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Ísak kórónaði frábært tímabil með marki í lokaumferðinni Gummi Tóta skoraði fyrir armensku meistarana Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Íslendingaliðið stríddi PSV en stóð ekki í vegi fyrir sögulegu klúðri Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Magnaður sigur í síðasta leik tímabilsins hjá Hildi og Ásdísi Di María á förum frá Benfica Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Átti Henderson að fá rautt spjald? Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Stórsigur Stólanna í Víkinni Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Sjá meira
Liverpool hefur farið virkilega vel af stað síðan Slot tók við liðinu í sumar og Rauði herinn trónir á toppi ensku úrvalsdeildarinnar með níu stiga forskot. Sigur liðsins gegn Manchester City í gær þýðir að liðið er nú ellefu stigum fyrir ofan Englandsmeistarana. „Þetta er búin að vera góð vika, en við skulum ekki missa okkur í gleðinni,“ sagði Slot í viðtali eftir sigurinn í gær. „Við sáum það að þegar Darwin Nunez kom inn á þá hafði hann jákvæð áhrif á leikinn. Þetta eru svo margir leikir sem þarf að spila og við erum með meira en bara ellefu leikmenn sem geta breytt leikjum. Við sáum það í dag.“ „Það er liðsheildin sem hjálpar okkur að ná þessum úrslitum,“ bætti Hollendingurinn við. Þrátt fyrir að sigur Liverpool gegn Englandsmeisturum City í gær hafi verið nokkuð öruggur segist Slot þó ekki hafa verið rólegur allan leikinn. „Maður er alltaf stressaður í leik á móti City af því að við vitum hvaða gæði búa í þessu liði. En það sem ég var ánægðastur með var að við unnum þetta ekki bara á skyndisóknum. Við sýndum líka aðrar hliðar. Að mínu mati vorum við góðir í nánast hverjum einasta þætti leiksins.“ Hann segir einnig að þrátt fyrir að Liverpool sé nú með níu stiga forskot á toppnum sé titilbaráttan rétt að hefjast. „Við erum í góðri stöðu. En þið vitið það jafn vel og ég að Arsenal og City geta vel unnið alla sína leiki það sem eftir er tímabilsins. Chelsea getur líka unnið hvaða lið sem er. Það er þetta sem gerir ensku úrvalsdeildina svo áhugaverða. Það eru svo mörg góð lið.“ „Á síðasta tímabili var mikill stigamunur á Arsenal og City, en þeim tókst að snúa því við,“ sagði Slot að lokum.
Enski boltinn Mest lesið Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Körfubolti „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Fótbolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Íslenski boltinn „Við máttum ekki gefast upp“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu Körfubolti „Við elskum að spila hérna“ Fótbolti Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Körfubolti Fleiri fréttir „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð „Við elskum að spila hérna“ Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Fjögur mörk og tvö rauð í Grindavíkursigri í Laugardalnum Inter missti af gullnu tækifæri þegar Napoli missteig sig Meistararnir töpuðu en Real vann í hitaleik Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Sævar og Nóel fallnir úr dönsku úrvalsdeildinni Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Ísak kórónaði frábært tímabil með marki í lokaumferðinni Gummi Tóta skoraði fyrir armensku meistarana Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Íslendingaliðið stríddi PSV en stóð ekki í vegi fyrir sögulegu klúðri Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Magnaður sigur í síðasta leik tímabilsins hjá Hildi og Ásdísi Di María á förum frá Benfica Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Átti Henderson að fá rautt spjald? Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Stórsigur Stólanna í Víkinni Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Sjá meira