Auðir og ógildir með kosningakaffi Magnús Jochum Pálsson skrifar 29. nóvember 2024 18:54 Snæbjörn Brynjarsson var einu sinni varaþingmaður Pírata en sagði af sér árið 2019 eftir að hafa lent í orðaskaki við Ernu Ýr Öldudóttur á Kaffibarnum. Nú er hann óháður og skilar jafnvel auðu eða ógildu. Kosningakaffi fyrir auða og ógilda verður haldið í Tjarnarbíó á morgun frá fjögur til sex. Boðið verður upp á vöfflur og barmmerki eins og um alvöru stjórnmálahreyfingu sé að ræða. Snæbjörn Brynjarsson, leikhússtjóri Tjarnarbíós, kveðst hafa orðið „afar ergilegur“ þegar hann frétti að það yrðu kosningar á afmælisdaginn hans. „Ekki nóg með að þessir stjórnmálaflokkar geti ekki unnið saman og þurfi að halda kosningar í skítaveðri um miðjan vetur, þeir þurfa að gera það einmitt þegar ég á stórafmæli á laugardegi,“ segir hann. Hann ákvað því að hætta við að leigja stóran veislusal og í staðinn bjóða allri þjóðinni upp á vöfflur í nafni þeirra sem skila auðum eða ógildum kjörseðlun. „Allir eru velkomnir, sér í lagi þeir sem ekki vita hvað þeir eiga að kjósa eða halda jafnvel að þeir hafi óvart klúðrað atkvæðagreiðslunni einhvern veginn,“ segir hann. Þess ber að geta að Snæbjörn var eitt sinn varaþingmaður Pírata en sagði af sér eftir að hafa lent í orðaskaki við Ernu Ýr Öldudóttur, þáverandi blaðamann og fyrrverandi formann framkvæmdaráðs Pírata, á Kaffibarnum. Ekki hvatning um að kjósa ekki Snæbjörn segir hugmyndina með vöfflukaffinu ekki vera að hvetja fólk til að kjósa ekki. „Mér fannst bara sanngjarnt að allir fengju sitt kosningakaffi. Líka þeir sem ekki geta hugsað sér að kjósa flokk eða kunna ekki með atkvæði að fara. Þessi hópur stækkar í hverjum kosningum og það er lítið sem ekkert hlustað á okkur,“ segir hann. Snæbjörn hefur auk þess ákveðið að taka að sér að vera talsmaður þessa hóps. Hann segir hópinn geta verið með hverjum sem er í stjórn og stjórnarandstöðu. Það eina sem hópurinn sé sammála um sé „að við værum til í að sjá færri þingmenn og færri ráðherra á næsta kjörtímabili.“ Alþingiskosningar 2024 Píratar Mest lesið Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Vörur sem börnin geta erft Tíska og hönnun Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda Lífið Oprah sú valdamesta Lífið Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Fleiri fréttir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Sjá meira
Snæbjörn Brynjarsson, leikhússtjóri Tjarnarbíós, kveðst hafa orðið „afar ergilegur“ þegar hann frétti að það yrðu kosningar á afmælisdaginn hans. „Ekki nóg með að þessir stjórnmálaflokkar geti ekki unnið saman og þurfi að halda kosningar í skítaveðri um miðjan vetur, þeir þurfa að gera það einmitt þegar ég á stórafmæli á laugardegi,“ segir hann. Hann ákvað því að hætta við að leigja stóran veislusal og í staðinn bjóða allri þjóðinni upp á vöfflur í nafni þeirra sem skila auðum eða ógildum kjörseðlun. „Allir eru velkomnir, sér í lagi þeir sem ekki vita hvað þeir eiga að kjósa eða halda jafnvel að þeir hafi óvart klúðrað atkvæðagreiðslunni einhvern veginn,“ segir hann. Þess ber að geta að Snæbjörn var eitt sinn varaþingmaður Pírata en sagði af sér eftir að hafa lent í orðaskaki við Ernu Ýr Öldudóttur, þáverandi blaðamann og fyrrverandi formann framkvæmdaráðs Pírata, á Kaffibarnum. Ekki hvatning um að kjósa ekki Snæbjörn segir hugmyndina með vöfflukaffinu ekki vera að hvetja fólk til að kjósa ekki. „Mér fannst bara sanngjarnt að allir fengju sitt kosningakaffi. Líka þeir sem ekki geta hugsað sér að kjósa flokk eða kunna ekki með atkvæði að fara. Þessi hópur stækkar í hverjum kosningum og það er lítið sem ekkert hlustað á okkur,“ segir hann. Snæbjörn hefur auk þess ákveðið að taka að sér að vera talsmaður þessa hóps. Hann segir hópinn geta verið með hverjum sem er í stjórn og stjórnarandstöðu. Það eina sem hópurinn sé sammála um sé „að við værum til í að sjá færri þingmenn og færri ráðherra á næsta kjörtímabili.“
Alþingiskosningar 2024 Píratar Mest lesið Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Vörur sem börnin geta erft Tíska og hönnun Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda Lífið Oprah sú valdamesta Lífið Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Fleiri fréttir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Sjá meira