Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. nóvember 2024 13:02 Lando Norris og Max Verstappen gantast. getty/Lars Baron Lando Norris segir að Max Verstappen ætti að byrja með uppistand eftir að hann sagði að hann hefði getað unnið heimsmeistaratitilinn í Formúlu í McLaren bíl Norris. Verstappen tryggði sér sinn fjórða heimsmeistaratitil í röð í Las Vegas um síðustu helgi. Hollendingurinn ekur fyrir Red Bull en telur að McLaren hafi verið með hraðasta bílinn á tímabilinu og hann hefði verið fljótari að vinna heimsmeistaratitilinn ef hann hefði ekið fyrir McLaren. Norris gefur ekki mikið fyrir þá skoðun Verstappens. „Hann getur sagt það sem hann vill. Auðvitað er ég algjörlega ósammála. Hann er góður en þetta er ekki satt. Hann ætti að byrja með uppistand. Ég veit hvers megnugur Max er og hrífst af sjálfstrausti hans en þetta er ekki möguleiki,“ sagði Norris. Hann viðurkennir samt að McLaren hafi verið með hraðari bíl megnið af tímabilinu, allavega eftir því sem á það leið. Norris segist hafa gert of mörg mistök til að geta unnið heimsmeistaratitilinn. „Meirihluta tímabilsins vorum við með betri bíl en Red Bull en þegar ég vann var hann annar eða þriðji. Þegar hann vann var ég fimmti eða sjötti,“ sagði Norris. „Ég tel ekki að við hefðum getað unnið eða átt skilið að vinna titilinn en í fyrsta sinn á ferlinum fer ég inn í tímabil og trúi því að ég geti barist um að verða meistari. Við bjuggumst ekki við því í ár.“ McLaren er með 24 stiga forskot á Ferrari í keppni bílasmiða. McLaren hefur ekki unnið hana síðan 1998. Næstsíðasta keppni tímabilsins fer fram í Katar um helgina. Akstursíþróttir Mest lesið Lýsti ofbeldinu sem faðir hans beitti hann Sport Paul vill nú berjast við fyrrum heimsmeistara í pílu Sport Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Enski boltinn „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Handbolti Lífsferill íþróttamannsins: Við verðum að tala meira um sálina í íþróttunum Sport Ætla að láta frjálsíþróttakonur gangast undir kynjapróf Sport Eygló tilnefnd sem lyftingakona ársins í Evrópu Sport Argentína rústaði Brasilíu og er komin á HM Fótbolti Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Íslenski boltinn Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Íslenski boltinn Fleiri fréttir Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Verstappen tryggði sér sinn fjórða heimsmeistaratitil í röð í Las Vegas um síðustu helgi. Hollendingurinn ekur fyrir Red Bull en telur að McLaren hafi verið með hraðasta bílinn á tímabilinu og hann hefði verið fljótari að vinna heimsmeistaratitilinn ef hann hefði ekið fyrir McLaren. Norris gefur ekki mikið fyrir þá skoðun Verstappens. „Hann getur sagt það sem hann vill. Auðvitað er ég algjörlega ósammála. Hann er góður en þetta er ekki satt. Hann ætti að byrja með uppistand. Ég veit hvers megnugur Max er og hrífst af sjálfstrausti hans en þetta er ekki möguleiki,“ sagði Norris. Hann viðurkennir samt að McLaren hafi verið með hraðari bíl megnið af tímabilinu, allavega eftir því sem á það leið. Norris segist hafa gert of mörg mistök til að geta unnið heimsmeistaratitilinn. „Meirihluta tímabilsins vorum við með betri bíl en Red Bull en þegar ég vann var hann annar eða þriðji. Þegar hann vann var ég fimmti eða sjötti,“ sagði Norris. „Ég tel ekki að við hefðum getað unnið eða átt skilið að vinna titilinn en í fyrsta sinn á ferlinum fer ég inn í tímabil og trúi því að ég geti barist um að verða meistari. Við bjuggumst ekki við því í ár.“ McLaren er með 24 stiga forskot á Ferrari í keppni bílasmiða. McLaren hefur ekki unnið hana síðan 1998. Næstsíðasta keppni tímabilsins fer fram í Katar um helgina.
Akstursíþróttir Mest lesið Lýsti ofbeldinu sem faðir hans beitti hann Sport Paul vill nú berjast við fyrrum heimsmeistara í pílu Sport Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Enski boltinn „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Handbolti Lífsferill íþróttamannsins: Við verðum að tala meira um sálina í íþróttunum Sport Ætla að láta frjálsíþróttakonur gangast undir kynjapróf Sport Eygló tilnefnd sem lyftingakona ársins í Evrópu Sport Argentína rústaði Brasilíu og er komin á HM Fótbolti Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Íslenski boltinn Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Íslenski boltinn Fleiri fréttir Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira