Fótbolti

„Taktískt flott frammi­staða í erfiðum leik“

Hjörvar Ólafsson skrifar
Gísli Gottskálk Þórðarson var mikið í boltanum í leiknum. 
Gísli Gottskálk Þórðarson var mikið í boltanum í leiknum.  Vísir/Anton

Gísli Gottskálk Þórðarson batt saman bæði varnar- og sóknarleik Víkings inni á miðjunni hjá Víkingi þegar liðið leiddi saman hesta sína við FC Noah í Sambandsdeild Evrópu í fótbolta karla í kvöld. 

„Við spiluðum alls konar taktík í þessum leik og það gekk saman allt saman fullkomlega upp. Völlurinn var frekar þungur og það var erfitt að fá boltann í lappir. Við spiluðum hins vegar úr aðstæðunum og spilamennskan verðskuldaði klárlega allavega stigið sem við fengum,“ sagði Gísli Gottskálk. 

„Við lögðum á okkur mikla vinnu og börðumst saman fyrir þessu stigi. Það voru svo opnanir sem við fengum og líklega hefði Valdimar Þór átt að fá vítaspyrnu. Þetta var erfiður leikur og við þiggjum stigið. Svo bara höldum við bara áfram að reyna að safna stigum í pokkinn og sjáum hverju það skilar okkur,“ sagði þessi vel spilandi og öflugi miðvallarleikmaður.

„Leikplanið gekk eins og best verður á kosið og það sýnir hversu langt við erum komnir á þessu sviði hvernig við framkvæmdum planið þegar út á völlinn var komið. Leikurinn við Djurgården verður skemmtilegt verkefni sem við hlökkum til að takast á við,“ sagði hann en liðin eigast við á Kópavogsvelli 12. desember næstkomandi. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×