Fótbolti

Sverrir og fé­lagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sverrir Ingi Ingason er lykilmaður í liði Panathinaikos.
Sverrir Ingi Ingason er lykilmaður í liði Panathinaikos. Getty/Peter Lous

Panathinaikos vann sinn fyrsta sigur í Sambandsdeildinni í vetur þegar liðið lagði HJK að velli, 1-0, á heimavelli í kvöld.

Sverrir Ingi Ingason stóð vaktina í vörn Panathinaikos sem er í 24. sæti Sambandsdeildarinnar með fjögur stig. Liðin í sætum 9-24 fara í umspil um sæti í sextán liða úrslitum.

Eina mark leiksins í Grikklandi kom á 33. mínútu en þá setti Joona Toivio boltann í eigið net.

Andri Fannar Baldursson lék allan leikinn fyrir Elfsborg sem beið lægri hlut fyrir Athletic Bilbao, 3-0, í Evrópudeildinni. 

Eggert Aron Guðmundsson var ekki í leikmannahópi Elfsborg sem er í 27. sæti Evrópudeildarinnar með fjögur stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×