„Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Aldís Þorbjörg Ólafsdóttir skrifar 26. nóvember 2024 20:01 Aldís Þorbjörg Ólafsdóttir er sálfræðingur frá Háskóla Íslands og para- og kynlífsráðgjafi frá Michigan Háskóla. Vísir Spurning barst frá lesenda: „Ég og konan mínum höfum verið saman í 3 ár. Ég upplifi að ég vilji meiri fjölbreytileika í kynlífinu okkur heldur en hún. Þegar við byrjuðum saman þá ræddum við þessi mál og vorum sammála um að vilja prófa nýja hluti en nú virðist það hafa slökknað hjá henni. Á meðan mig langar að prófa nýja og villtari hluti þá hefur hefðbundið kynlíf orðið óspennandi fyrir mér og kynlöngun mín minnkað til muna. Hverju myndir þú mæla með?” - 36 ára karl. Nú er ég ekki viss hvað fellur undir villtara kynlíf í þínum huga. En þegar ég les að þú hefur misst áhugann á hefðbundnu kynlífi dettur mér í hug að þú sért að vísa í kink. Kink er kynferðislegur smekkur sem fellur ekki að normum samfélagsins. Hvernig við skilgreinum hefðbundið kynlíf og kink getur verið ólíkt milli einstaklinga eða menningarheima en einnig má benda á að kink eru almennt meira samþykkt í dag. Nýlegar rannsóknir sýna að mun fleiri hafa áhuga eða fantasera um kink (45-60%) heldur en þau sem hafa prófað sig áfram á því sviði (20-46.8%). Algengt er að fólk geri eitt og annað sem væri hægt að flokka sem kink en upplifir það ekki endilega sem kink, til dæmis að leika með handjárn eða rassskella. Kynlífið með Aldísi, sálfræðingi og kynlífsráðgjafa, er nýr vikulegur liður á Vísi. Í honum fræðir Aldís lesendur um kynlíf og svarar spurningum frá lesendum. Ef þú vilt senda Aldísi spurningu er hægt að finna spurningaform neðst í greininni. Bindingar eru eitt af því sem fellur undir kink.Genna Martin/Getty Kink fólks geta verið allskonar. Hér er vissulega alls ekki tæmandi listi en kink geta verið bindingar, blæti sem beinast að einstaka líkamspörtum eða hlutum, hlutverkaleikir, að horfa á maka stunda kynlíf með öðrum, það að leika með niðurlægingu, skynjun, völd eða sársauka. Það er alls ekki óalgengt að annar aðilinn í sambandi hafi áhuga á hefðbundnu kynlífi á meðan hinn aðilinn hafi áhuga á kinki. En hvað gerum við þegar við erum ekki sammála um það kynlíf sem við viljum vera að stunda? Eða þegar við höfum áhuga á því að prófa nýja hluti en erum óviss um hvort maki hafi áhuga á því að prófa með okkur? Finnið stað og stund þar sem ykkur líður vel að tala saman. Skilgreinið. Hvað er hefðbundið kynlíf og hvað er kink. Reynið að varpa ekki skömm á ólíkan áhuga á kynferðislegum athöfnum. Sýnum því skilning að sum eru meira fyrir kink á meðan önnur tengja ekki við það. Þegar þú vilt bjóða maka að prófa eitthvað nýtt með þér er mikilvægt að varpa því fram á þann hátt að þú sért forvitinn um ákveðið kink og viljir athuga hvort maki hafi áhuga á því að prófa þetta með þér. Pössum okkur að pressa ekki! Mikilvægt er að hlusta vel á þau svör sem þú færð. Af hverju hefur maki minni áhuga? Eða af hverju hefur áhugi minnkað ef það var áhugi í upphafi sambandsins? Það að opna á kink þýðir ekki að hefðbundnu kynlífi verði endilega ýtt til hliðar. Í sambandi þar sem ólíkur áhugi er á kinki, er mikilvægt að gefa ykkur áfram tíma fyrir hefðbundið kynlíf. Ef það er áhugi fyrir kinki mæli ég með því að byrja rólega. Það liggur ekkert á. Það er algengt að fólk sé óöruggt þegar það kemur að því að prófa eitthvað nýtt. Ýmis námskeið má einnig finna þar sem farið er yfir öryggisatriði, samþykki og tækni. Almennt er mikilvægt að vera örugg í samskiptum, fara vel yfir mörk, hvernig við veitum og drögum samþykki til baka auk þess að þekkja vel hættuna sem getur fylgt vissu kinki. Sum pör finna ekki leið til að mæta þessum ólíku þörfum. Þá getur verið gott að tala við kynfræðing eða kynlífsráðgjafa. Sum pör fara þá leið að aðilinn sem hefur þörf fyrir kink leiti út fyrir sambandið en það er ekkert eitt sem virkar fyrir öll pör. Það er mikilvægt að finna sér góðan stað og góðan tíma til að tala saman.Vísir/Getty Það er í góðu lagi að vera með ólíkan smekk þegar kemur að kynlífi en ef við tölum ekki saman um þarfir okkar og líðan breytist ekkert. Það að hlúa vel að sambandinu er mikilvægt því við höfum tilhneigingu til að draga okkur í hlé þegar okkur finnst ekki vel tekið í tilraunir okkar til að tengjast maka. Fyrir okkur flest skiptir máli að við getum fyllilega verið við sjálf með maka okkar og að við upplifum það að vera samþykkt eins og við erum. Ef þið ræðið saman og komist að þeirri niðurstöðu að þið eruð ekki að fara að prófa ykkur áfram á þennan hátt getur verið gott að skoða: Hvað þýðir það fyrir sambandið ykkar? Hvernig getið þið mætt ólíkum þörfum ykkar þannig að þið séuð bæði sátt? Gangi ykkur vel <3 Kynlíf Kynlífið með Aldísi Tengdar fréttir Ein lausn er að liggja hlið við hlið og fróa sér Jæja haustið er komið, rútínan mætt og foreldrar landsins fagna. Eitt af því sem ég heyri frá foreldrum er að sumarið sé tími sem einkennist af mjög mörgu… öðru en kynlífi. Þannig að kannski má segja að sumarið sé ekki alltaf tíminn! 17. september 2024 20:01 Hvernig hætti ég að feika það? Spurning barst frá lesenda „Er komin í nýtt samband en frá byrjun er ég búin að feika fullnægingu og finnst of seint og erfitt að segja honum frá því núna, vil ekki særa hann. Með fyrrverandi manninum mínum fékk ég fullnægingar því hann var betri í að gefa mér munnmök. Ég er búin að reyna að segja nýja kærastanum til en hann hlustar ekki eða byrjar eins og ég vil en fer svo í eitthvað annað. Ég er bara í því að þóknast honum, held ég, og vil ekki særa hann. Hvernig nálgast ég þetta án þess að særa manninn?” 19. nóvember 2024 20:02 Er endaþarmsörvun bara fyrir homma? Spurning barst frá lesenda svo hljóðandi: „Mér finnst gott að nota dildó á sjálfan mig. Mér finnst það mjög tabú meðal gagnkynhneigðra karla, en er það algengt eða er það bara fyrir samkynhneigða karla?” - 30 ára karl 29. október 2024 20:01 Mest lesið Aðstoðarmennirnir og ástin Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lífið „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Lífið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Lífið Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Lífið Fleiri fréttir Maríanna og Dommi trúlofuð Kúrekar og bandíttar í stuði á Kommablótinu Prinsessan eignaðist dóttur Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Aðstoðarmennirnir og ástin Vefur um útivist í loftið Vetrarhátíð með gagnvirkri ljósasýningu hefst í dag Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Einhvern tímann var allt fyrst Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Sjá meira
Nú er ég ekki viss hvað fellur undir villtara kynlíf í þínum huga. En þegar ég les að þú hefur misst áhugann á hefðbundnu kynlífi dettur mér í hug að þú sért að vísa í kink. Kink er kynferðislegur smekkur sem fellur ekki að normum samfélagsins. Hvernig við skilgreinum hefðbundið kynlíf og kink getur verið ólíkt milli einstaklinga eða menningarheima en einnig má benda á að kink eru almennt meira samþykkt í dag. Nýlegar rannsóknir sýna að mun fleiri hafa áhuga eða fantasera um kink (45-60%) heldur en þau sem hafa prófað sig áfram á því sviði (20-46.8%). Algengt er að fólk geri eitt og annað sem væri hægt að flokka sem kink en upplifir það ekki endilega sem kink, til dæmis að leika með handjárn eða rassskella. Kynlífið með Aldísi, sálfræðingi og kynlífsráðgjafa, er nýr vikulegur liður á Vísi. Í honum fræðir Aldís lesendur um kynlíf og svarar spurningum frá lesendum. Ef þú vilt senda Aldísi spurningu er hægt að finna spurningaform neðst í greininni. Bindingar eru eitt af því sem fellur undir kink.Genna Martin/Getty Kink fólks geta verið allskonar. Hér er vissulega alls ekki tæmandi listi en kink geta verið bindingar, blæti sem beinast að einstaka líkamspörtum eða hlutum, hlutverkaleikir, að horfa á maka stunda kynlíf með öðrum, það að leika með niðurlægingu, skynjun, völd eða sársauka. Það er alls ekki óalgengt að annar aðilinn í sambandi hafi áhuga á hefðbundnu kynlífi á meðan hinn aðilinn hafi áhuga á kinki. En hvað gerum við þegar við erum ekki sammála um það kynlíf sem við viljum vera að stunda? Eða þegar við höfum áhuga á því að prófa nýja hluti en erum óviss um hvort maki hafi áhuga á því að prófa með okkur? Finnið stað og stund þar sem ykkur líður vel að tala saman. Skilgreinið. Hvað er hefðbundið kynlíf og hvað er kink. Reynið að varpa ekki skömm á ólíkan áhuga á kynferðislegum athöfnum. Sýnum því skilning að sum eru meira fyrir kink á meðan önnur tengja ekki við það. Þegar þú vilt bjóða maka að prófa eitthvað nýtt með þér er mikilvægt að varpa því fram á þann hátt að þú sért forvitinn um ákveðið kink og viljir athuga hvort maki hafi áhuga á því að prófa þetta með þér. Pössum okkur að pressa ekki! Mikilvægt er að hlusta vel á þau svör sem þú færð. Af hverju hefur maki minni áhuga? Eða af hverju hefur áhugi minnkað ef það var áhugi í upphafi sambandsins? Það að opna á kink þýðir ekki að hefðbundnu kynlífi verði endilega ýtt til hliðar. Í sambandi þar sem ólíkur áhugi er á kinki, er mikilvægt að gefa ykkur áfram tíma fyrir hefðbundið kynlíf. Ef það er áhugi fyrir kinki mæli ég með því að byrja rólega. Það liggur ekkert á. Það er algengt að fólk sé óöruggt þegar það kemur að því að prófa eitthvað nýtt. Ýmis námskeið má einnig finna þar sem farið er yfir öryggisatriði, samþykki og tækni. Almennt er mikilvægt að vera örugg í samskiptum, fara vel yfir mörk, hvernig við veitum og drögum samþykki til baka auk þess að þekkja vel hættuna sem getur fylgt vissu kinki. Sum pör finna ekki leið til að mæta þessum ólíku þörfum. Þá getur verið gott að tala við kynfræðing eða kynlífsráðgjafa. Sum pör fara þá leið að aðilinn sem hefur þörf fyrir kink leiti út fyrir sambandið en það er ekkert eitt sem virkar fyrir öll pör. Það er mikilvægt að finna sér góðan stað og góðan tíma til að tala saman.Vísir/Getty Það er í góðu lagi að vera með ólíkan smekk þegar kemur að kynlífi en ef við tölum ekki saman um þarfir okkar og líðan breytist ekkert. Það að hlúa vel að sambandinu er mikilvægt því við höfum tilhneigingu til að draga okkur í hlé þegar okkur finnst ekki vel tekið í tilraunir okkar til að tengjast maka. Fyrir okkur flest skiptir máli að við getum fyllilega verið við sjálf með maka okkar og að við upplifum það að vera samþykkt eins og við erum. Ef þið ræðið saman og komist að þeirri niðurstöðu að þið eruð ekki að fara að prófa ykkur áfram á þennan hátt getur verið gott að skoða: Hvað þýðir það fyrir sambandið ykkar? Hvernig getið þið mætt ólíkum þörfum ykkar þannig að þið séuð bæði sátt? Gangi ykkur vel <3
Kynlífið með Aldísi, sálfræðingi og kynlífsráðgjafa, er nýr vikulegur liður á Vísi. Í honum fræðir Aldís lesendur um kynlíf og svarar spurningum frá lesendum. Ef þú vilt senda Aldísi spurningu er hægt að finna spurningaform neðst í greininni.
Kynlíf Kynlífið með Aldísi Tengdar fréttir Ein lausn er að liggja hlið við hlið og fróa sér Jæja haustið er komið, rútínan mætt og foreldrar landsins fagna. Eitt af því sem ég heyri frá foreldrum er að sumarið sé tími sem einkennist af mjög mörgu… öðru en kynlífi. Þannig að kannski má segja að sumarið sé ekki alltaf tíminn! 17. september 2024 20:01 Hvernig hætti ég að feika það? Spurning barst frá lesenda „Er komin í nýtt samband en frá byrjun er ég búin að feika fullnægingu og finnst of seint og erfitt að segja honum frá því núna, vil ekki særa hann. Með fyrrverandi manninum mínum fékk ég fullnægingar því hann var betri í að gefa mér munnmök. Ég er búin að reyna að segja nýja kærastanum til en hann hlustar ekki eða byrjar eins og ég vil en fer svo í eitthvað annað. Ég er bara í því að þóknast honum, held ég, og vil ekki særa hann. Hvernig nálgast ég þetta án þess að særa manninn?” 19. nóvember 2024 20:02 Er endaþarmsörvun bara fyrir homma? Spurning barst frá lesenda svo hljóðandi: „Mér finnst gott að nota dildó á sjálfan mig. Mér finnst það mjög tabú meðal gagnkynhneigðra karla, en er það algengt eða er það bara fyrir samkynhneigða karla?” - 30 ára karl 29. október 2024 20:01 Mest lesið Aðstoðarmennirnir og ástin Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lífið „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Lífið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Lífið Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Lífið Fleiri fréttir Maríanna og Dommi trúlofuð Kúrekar og bandíttar í stuði á Kommablótinu Prinsessan eignaðist dóttur Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Aðstoðarmennirnir og ástin Vefur um útivist í loftið Vetrarhátíð með gagnvirkri ljósasýningu hefst í dag Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Einhvern tímann var allt fyrst Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Sjá meira
Ein lausn er að liggja hlið við hlið og fróa sér Jæja haustið er komið, rútínan mætt og foreldrar landsins fagna. Eitt af því sem ég heyri frá foreldrum er að sumarið sé tími sem einkennist af mjög mörgu… öðru en kynlífi. Þannig að kannski má segja að sumarið sé ekki alltaf tíminn! 17. september 2024 20:01
Hvernig hætti ég að feika það? Spurning barst frá lesenda „Er komin í nýtt samband en frá byrjun er ég búin að feika fullnægingu og finnst of seint og erfitt að segja honum frá því núna, vil ekki særa hann. Með fyrrverandi manninum mínum fékk ég fullnægingar því hann var betri í að gefa mér munnmök. Ég er búin að reyna að segja nýja kærastanum til en hann hlustar ekki eða byrjar eins og ég vil en fer svo í eitthvað annað. Ég er bara í því að þóknast honum, held ég, og vil ekki særa hann. Hvernig nálgast ég þetta án þess að særa manninn?” 19. nóvember 2024 20:02
Er endaþarmsörvun bara fyrir homma? Spurning barst frá lesenda svo hljóðandi: „Mér finnst gott að nota dildó á sjálfan mig. Mér finnst það mjög tabú meðal gagnkynhneigðra karla, en er það algengt eða er það bara fyrir samkynhneigða karla?” - 30 ára karl 29. október 2024 20:01