Er bókstaflega skíthrædd Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 1. desember 2024 07:03 Unnur Elísabet opnar sig upp á gátt í söngleiknum hvers titillag er komið á streymisveitur. Unnur Elísabet Gunnarsdóttir hefur gefið út nýtt lag, lagið Skíthrædd. Um er að ræða titillagið í væntanlegum söngleik hennar sem byggir á hennar eigin lífsreynslu. Unnur segist hafa þurft að kljást við mikla lífshræðslu í gegnum lífið og áhyggjurnar snúa meðal annars að öndunarveginum og meltingarfærunum. „Ég er með lamandi lífsótta með svo ótrúlega margt. Það tengist öndunarveginum sem dæmi, ég get ekki andað í vindi,“ segir Unnur Elísabet hlæjandi í samtali við Vísi en tekur þó fram að hún sé alls ekki að grínast þó hún hafi húmor fyrir öllu saman. „Þetta er náttúrulega fáránlegt, búandi á Íslandi en ég er alltaf með taktík, ég labba aftur á bak í vindi. Ef það er mikill vindur þá ofanda ég og skríð, ég bara get ekki andað.“ Hætt að reyna að vera fullkomin Unnur Elísabet hefur eytt undanförnu ári í að skrifa verkið sem frumsýnt verður í Þjóðleikhúsinu í mars þó titillagið sé komið út. Hún segist hafa dílað við eigin hræðslu svo lengi að hún hafi verið tilbúin til þess að opna eigið hjarta upp á gátt fyrir alþjóð, þetta snúist ekki síst um að nenna ekki lengur að skammast sín. „Ég sé þetta fyrir mér í svona standöpp stíl þar sem ég segi sögur úr mínu eigin lífi og spila tónlist inn á milli, ég er búin að semja tólf lög fyrir verkið. Þetta eru allt mjög fyndnar sögur og fáránlegar af því að ég hef þurft að díla við þessa lífshræðslu allt mitt líf. En ég held ég sé tilbúin í þetta núna, að segja frá þessu enda hef ég þurft að díla við þetta svo lengi,“ útskýrir Unnur. Skíthrædd verður sett á svið í Þjóðleikhúsinu á næsta ári. „Þessi hræðsla er allskonar, það er öndunarvegurinn, svo er það líka bara það að geta kafnað á stórum munnbitum. Það skelfir mig hrottalega. Þetta lag er um að þora að segja það sem mér finnst. Þetta hefur fylgt mér frá því ég var lítil, ég hef viljað vera prúð og góð og ekki viljað styggja neinn, vera fullkomin. Það er eitthvað svo fáránleg pæling og ég nenni því ekki alls ekki lengur.“ Húmorinn ræður för Unnur Elísabet segist hafa mikinn húmor fyrir aðstæðum sínum. Það hafi hjálpað henni að takast á við þetta, að geta gert grín að sjálfri sér. Hræðslan sé margslungin og sögurnar í takti við það. „Margar þeirra tengjast meltingunni. Ég hef verið að díla við meltingarvandamál, þannig að í verkinu tala ég um skít. Bókstaflega. Enda skíthrædd,“ segir Unnur hlæjandi. Hún segir þessu oft fylgja mikil skömm sem hún hafi fengið nóg af. „Nú nenni ég þessu ekki lengur og segi því frá þessu. Vonandi næ ég að hjálpa einhverjum í leiðinni sem er að díla við þetta líka. Mig langar að gleðja fólk, lyfta því upp en á sama tíma er ég auðvitað að tala um mál sem geta stungið í hjartað.“ Leikhús Heilsa Menning Tónlist Mest lesið Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu Lífið „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Íslenskur Taskmaster kemur í vor Bíó og sjónvarp Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Þau hlutu Hönnunarverðlaun Íslands Tíska og hönnun Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Leikjavísir Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni Fleiri fréttir „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Sjá meira
„Ég er með lamandi lífsótta með svo ótrúlega margt. Það tengist öndunarveginum sem dæmi, ég get ekki andað í vindi,“ segir Unnur Elísabet hlæjandi í samtali við Vísi en tekur þó fram að hún sé alls ekki að grínast þó hún hafi húmor fyrir öllu saman. „Þetta er náttúrulega fáránlegt, búandi á Íslandi en ég er alltaf með taktík, ég labba aftur á bak í vindi. Ef það er mikill vindur þá ofanda ég og skríð, ég bara get ekki andað.“ Hætt að reyna að vera fullkomin Unnur Elísabet hefur eytt undanförnu ári í að skrifa verkið sem frumsýnt verður í Þjóðleikhúsinu í mars þó titillagið sé komið út. Hún segist hafa dílað við eigin hræðslu svo lengi að hún hafi verið tilbúin til þess að opna eigið hjarta upp á gátt fyrir alþjóð, þetta snúist ekki síst um að nenna ekki lengur að skammast sín. „Ég sé þetta fyrir mér í svona standöpp stíl þar sem ég segi sögur úr mínu eigin lífi og spila tónlist inn á milli, ég er búin að semja tólf lög fyrir verkið. Þetta eru allt mjög fyndnar sögur og fáránlegar af því að ég hef þurft að díla við þessa lífshræðslu allt mitt líf. En ég held ég sé tilbúin í þetta núna, að segja frá þessu enda hef ég þurft að díla við þetta svo lengi,“ útskýrir Unnur. Skíthrædd verður sett á svið í Þjóðleikhúsinu á næsta ári. „Þessi hræðsla er allskonar, það er öndunarvegurinn, svo er það líka bara það að geta kafnað á stórum munnbitum. Það skelfir mig hrottalega. Þetta lag er um að þora að segja það sem mér finnst. Þetta hefur fylgt mér frá því ég var lítil, ég hef viljað vera prúð og góð og ekki viljað styggja neinn, vera fullkomin. Það er eitthvað svo fáránleg pæling og ég nenni því ekki alls ekki lengur.“ Húmorinn ræður för Unnur Elísabet segist hafa mikinn húmor fyrir aðstæðum sínum. Það hafi hjálpað henni að takast á við þetta, að geta gert grín að sjálfri sér. Hræðslan sé margslungin og sögurnar í takti við það. „Margar þeirra tengjast meltingunni. Ég hef verið að díla við meltingarvandamál, þannig að í verkinu tala ég um skít. Bókstaflega. Enda skíthrædd,“ segir Unnur hlæjandi. Hún segir þessu oft fylgja mikil skömm sem hún hafi fengið nóg af. „Nú nenni ég þessu ekki lengur og segi því frá þessu. Vonandi næ ég að hjálpa einhverjum í leiðinni sem er að díla við þetta líka. Mig langar að gleðja fólk, lyfta því upp en á sama tíma er ég auðvitað að tala um mál sem geta stungið í hjartað.“
Leikhús Heilsa Menning Tónlist Mest lesið Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu Lífið „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Íslenskur Taskmaster kemur í vor Bíó og sjónvarp Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Þau hlutu Hönnunarverðlaun Íslands Tíska og hönnun Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Leikjavísir Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni Fleiri fréttir „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Sjá meira