Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 27. nóvember 2024 21:39 Guðmundur Óli Gunnarsson, hljómsveitarstjóri tónleikanna í Skálholti en auk þess er hann stjórnandi Sinfóníuhljómsveitar Suðurlands. Hér er hann einbeittur á einni æfingunni. Magnús Hlynur Hreiðarsson Hugur nemenda Menntaskólans að Laugarvatni er ekkert endilega við skólabækurnar þessa dagana því kór skólans er að fara að syngja á þrennum tónleikum í Skálholti með Sinfóníuhljómsveit Suðurlands. Meirihluti nemenda er í kórnum. Það er heilmikil eftirvænting og spenna fyrir tónleikunum í Skálholti um næstu helgi en af þeim 135 nemendum, sem eru í Menntaskólanum að Laugarvatni þá eru um 100 nemendur í kórnum. Tvennir tónleikar verða haldnir laugardaginn 30. nóvember og er uppselt á þá báða en einhver laus sæti eru enn á tónleikana á föstudagskvöldinu 29. nóvember. Æfingar kórsins og Sinfóníuhljómsveitar Suðurlands hafa staðið stíft yfir síðustu vikurnar og allt gengið mjög vel. „Og núna er það ekkert annað en megnið af nemendum Menntaskólans að Laugarvatni því þau eru nánast öll í kórnum þar undir dyggri stjórn Eyrúnar Jónasdóttur. Og við erum að fara að flytja um næstu helgi má segja bara hlaðborð af glæsilegri jólatónlist, bæði sprell og gaman og líka háklassískri og hátíðlegri í bland. Einsöngvarar með okkur verða Eyjólfur Eyjólfsson tenór og Dísella Lárusdóttir sópransöngkona,” segir Guðmundur Óli Gunnarsson, hljómsveitarstjóri. Æfingar fyrir tónleikana hafa gengið einstaklega vel.Magnús Hlynur Hreiðarsson Nemendum finnst mikill heiður að fá að syngja með sinfóníuhljómsveitinni og hvað þá í kirkjunni í Skálholti. „Þetta er bara rosalega spennandi verkefni og við erum öll bara mjög spennt fyrir þessu, það er svo skemmtilegt að fá að taka þátt í þessu,” segir Kolfinna Sjöfn Ómarsdóttir, formaður nemendafélags Menntaskólans að Laugarvatni. En á Kolfinna einhverja skýringu á þessum miklu vinsældum kórsins í skólanum? „Það er bara stemmingin og andinn í kórnum, það eru allir svo góðir vinir og alltaf góð stemming á kóræfingum.” Kolfinna Sjöfn Ómarsdóttir, formaður nemendafélags Menntaskólans að Laugarvatni, sem hlakkar mikið til jólatónleikanna eins og aðrir nemendur skólans.Magnús Hlynur Hreiðarsson Bláskógabyggð Framhaldsskólar Jólalög Þjóðkirkjan Mest lesið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Lífið Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Lífið Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Lífið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Lífið Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Lífið Tíu eftirréttir sem tilvalið er að prófa um páskana Lífið Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Krakkatían: Gaulverjabær, páskaegg og hljóðfæri „Þeir ætluðu að kála okkur og ræna okkur“ Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Joey Christ og Alma selja íbúðina Stjörnum prýdd kynning enska boltans Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu Sjá meira
Það er heilmikil eftirvænting og spenna fyrir tónleikunum í Skálholti um næstu helgi en af þeim 135 nemendum, sem eru í Menntaskólanum að Laugarvatni þá eru um 100 nemendur í kórnum. Tvennir tónleikar verða haldnir laugardaginn 30. nóvember og er uppselt á þá báða en einhver laus sæti eru enn á tónleikana á föstudagskvöldinu 29. nóvember. Æfingar kórsins og Sinfóníuhljómsveitar Suðurlands hafa staðið stíft yfir síðustu vikurnar og allt gengið mjög vel. „Og núna er það ekkert annað en megnið af nemendum Menntaskólans að Laugarvatni því þau eru nánast öll í kórnum þar undir dyggri stjórn Eyrúnar Jónasdóttur. Og við erum að fara að flytja um næstu helgi má segja bara hlaðborð af glæsilegri jólatónlist, bæði sprell og gaman og líka háklassískri og hátíðlegri í bland. Einsöngvarar með okkur verða Eyjólfur Eyjólfsson tenór og Dísella Lárusdóttir sópransöngkona,” segir Guðmundur Óli Gunnarsson, hljómsveitarstjóri. Æfingar fyrir tónleikana hafa gengið einstaklega vel.Magnús Hlynur Hreiðarsson Nemendum finnst mikill heiður að fá að syngja með sinfóníuhljómsveitinni og hvað þá í kirkjunni í Skálholti. „Þetta er bara rosalega spennandi verkefni og við erum öll bara mjög spennt fyrir þessu, það er svo skemmtilegt að fá að taka þátt í þessu,” segir Kolfinna Sjöfn Ómarsdóttir, formaður nemendafélags Menntaskólans að Laugarvatni. En á Kolfinna einhverja skýringu á þessum miklu vinsældum kórsins í skólanum? „Það er bara stemmingin og andinn í kórnum, það eru allir svo góðir vinir og alltaf góð stemming á kóræfingum.” Kolfinna Sjöfn Ómarsdóttir, formaður nemendafélags Menntaskólans að Laugarvatni, sem hlakkar mikið til jólatónleikanna eins og aðrir nemendur skólans.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Bláskógabyggð Framhaldsskólar Jólalög Þjóðkirkjan Mest lesið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Lífið Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Lífið Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Lífið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Lífið Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Lífið Tíu eftirréttir sem tilvalið er að prófa um páskana Lífið Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Krakkatían: Gaulverjabær, páskaegg og hljóðfæri „Þeir ætluðu að kála okkur og ræna okkur“ Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Joey Christ og Alma selja íbúðina Stjörnum prýdd kynning enska boltans Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu Sjá meira