Orlando City vann 1-0 sigur á Atlanta United í átta liða úrslitunum í nótt. Atlanta sló einmitt Inter Miami, lið Lionel Messi, óvænt út í fyrstu umferð úrslitakeppninnar.
Það var Ramiro Enrique sem skoraði eina mark leiksins á 39. mínútu. Boltinn féll fyrir fætur hans eftir hornspyrnu og hann skoraði af stuttu færi.
Dagur Dan var í byrjunarliði Orlando City eins og fyrr á tímabilinu en var tekinn af velli á 79. mínútu.
Orlando City mætir New York Red Bulls í undanúrslitunum en í hinum undanúrslitaleiknum mætast LA Galaxy og Seattle Sounders.
Hér fyrir neðan má sjá eina mark leiksins í nótt.
Orlando City are through to the MLS Eastern Conference finals for the first time after defeating Atlanta United with this Ramiro Enrique goal 💫
— B/R Football (@brfootball) November 24, 2024
(via @MLS)pic.twitter.com/LuOT9sOtU6