Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Sindri Sverrisson skrifar 24. nóvember 2024 15:54 Mohamed Salah leyfði sér að fara úr treyjunni eftir sigurmarkið í dag, þrátt fyrir að það kostaði hann gult spjald. Getty/Michael Steele Liverpool nýtti sér tap Manchester City í gær og jók forskot sitt á toppi ensku úrvalsdeildarinnar með afar torsóttum 3-2 sigri gegn botnliði Southampton í dag. Southampton komst í 2-1 snemma í seinni hálfleik en Mohamed Salah sá til þess að Liverpool færi með öll þrjú stigin heim. Fyrst jafnaði hann metin eftir góða sendingu Ryan Gravenberch yfir vörn Southampton, með afar yfirvegaðri afgreiðslu framhjá Alex McCarthy sem fór í slæmt úthlaup. Salah skoraði svo sigurmarkið úr afar öruggri vítaspyrnu, sem dæmd var eftir að Japanski varamaðurinn Yukinari Sugawara fékk boltann í höndina á 83. mínútu. Salah hefði raunar getað fullkomnað þrennuna í kjölfarið, og fékk til þess tvö góð tækifæri, en skaut framhjá og í stöng. Með átta stiga forskot Liverpool er nú með 31 stig eftir tólf leiki og nú átta stigum á undan Manchester City fyrir uppgjör liðanna á Anfield næsta sunnudag. Southampton er hins vegar aðeins með fjögur stig á botninum, fimm stigum frá næsta örugga sæti. Southampton-menn gerðu þó vel í að komast yfir í leiknum, eftir að hafa með klaufaskap sínum hleypt Dominik Szoboszlai í gott skotfæri á 30. mínútu, þegar Liverpool komst í 1-0. Adam Armstrong jafnaði metin fyrir hálfleik þegar hann fylgdi á eftir eigin vítaspyrnu, sem dæmd var vegna brots Andy Robertson á Tyler Dibling. Dibling átti svo stóran þátt í seinna marki Southampton sem kom eftir frábærlega útfærða skyndisókn, en markið skoraði Mateus Fernandes á 56. mínútu. Enski boltinn
Liverpool nýtti sér tap Manchester City í gær og jók forskot sitt á toppi ensku úrvalsdeildarinnar með afar torsóttum 3-2 sigri gegn botnliði Southampton í dag. Southampton komst í 2-1 snemma í seinni hálfleik en Mohamed Salah sá til þess að Liverpool færi með öll þrjú stigin heim. Fyrst jafnaði hann metin eftir góða sendingu Ryan Gravenberch yfir vörn Southampton, með afar yfirvegaðri afgreiðslu framhjá Alex McCarthy sem fór í slæmt úthlaup. Salah skoraði svo sigurmarkið úr afar öruggri vítaspyrnu, sem dæmd var eftir að Japanski varamaðurinn Yukinari Sugawara fékk boltann í höndina á 83. mínútu. Salah hefði raunar getað fullkomnað þrennuna í kjölfarið, og fékk til þess tvö góð tækifæri, en skaut framhjá og í stöng. Með átta stiga forskot Liverpool er nú með 31 stig eftir tólf leiki og nú átta stigum á undan Manchester City fyrir uppgjör liðanna á Anfield næsta sunnudag. Southampton er hins vegar aðeins með fjögur stig á botninum, fimm stigum frá næsta örugga sæti. Southampton-menn gerðu þó vel í að komast yfir í leiknum, eftir að hafa með klaufaskap sínum hleypt Dominik Szoboszlai í gott skotfæri á 30. mínútu, þegar Liverpool komst í 1-0. Adam Armstrong jafnaði metin fyrir hálfleik þegar hann fylgdi á eftir eigin vítaspyrnu, sem dæmd var vegna brots Andy Robertson á Tyler Dibling. Dibling átti svo stóran þátt í seinna marki Southampton sem kom eftir frábærlega útfærða skyndisókn, en markið skoraði Mateus Fernandes á 56. mínútu.
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti