Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sindri Sverrisson skrifar 23. nóvember 2024 14:15 Nicolas Jackson og Enzo Fernández fagna marki þess fyrrnefnda en báðir voru á skotskónum í dag. Getty/Malcolm Couzens Chelsea er í 3. sæti, stigi á eftir Manchester City og sex stigum frá toppliði Liverpool, eftir nokkuð þægilegan 2-1 sigur gegn Leicester á útivelli í dag. Leicester náði að minnka muninn seint í uppbótartíma eftir að vítaspyrna var dæmd á Romeo Lavia. Jordan Ayew skoraði úr spyrnunni en þá var rétt um mínúta eftir af leiknum og Leicester náði ekki að nýta hana. Þetta var fyrsti leikur eftir landsleikjahlé í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta, síðasta slíka hléið fram í mars. Chelsea komst yfir eftir korters leik þegar Nicolas Jackson skoraði, eftir að hafa nýtt líkamlegan styrk sinn vel gegn Wout Faes og skorað með skoti úr teignum. Enzo Fernández átti stoðsendinguna á Jackson og Argentínumaðurinn skoraði svo sjálfur seinna mark Chelsea, á 75. mínútu, þegar hann fylgdi á eftir skalla frá Jackson sem var varinn. 🔵🇸🇳 7 goals and 3 assists in 12 games for Nico Jackson, on fire for Chelsea ✨ pic.twitter.com/x28hD5eJ1g— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) November 23, 2024 Þetta var fyrsta mark Enzo Fernández á leiktíðinni. Enzo’s first goal of the season! 💫🇦🇷#CFC | #LEICHE pic.twitter.com/8EHt0wrGIW— Chelsea FC (@ChelseaFC) November 23, 2024 Yfirburðir Chelsea voru miklir í leiknum og Leicester átti í miklum vandræðum með að skapa sér færi. Kasey McAteer átti þó skot rétt framhjá markinu, skömmu fyrir lok fyrri hálfleiks, en tókst ekki að jafna metin. Stephy Mavididi vildi líka fá vítaspyrnu fyrir Leicester þegar rúmar fimm mínútur voru eftir, er hann féll við í teignum þegar hann var að fara framhjá Wesley Fofana, en ekkert var dæmt. Leicester fékk þó vítaspyrnu í uppbótartíma, eins og fyrr segir, og náði að minnka muninn en það var of seint. Leicester hefur nú aðeins fengið eitt stig samtals úr síðutsu fjórum leikjum sínum og er í 16. sæti með tíu stig, þremur stigum frá fallsæti nú þegar öll liðin í fallbaráttunni eiga leik til góða um helgina. Enski boltinn
Chelsea er í 3. sæti, stigi á eftir Manchester City og sex stigum frá toppliði Liverpool, eftir nokkuð þægilegan 2-1 sigur gegn Leicester á útivelli í dag. Leicester náði að minnka muninn seint í uppbótartíma eftir að vítaspyrna var dæmd á Romeo Lavia. Jordan Ayew skoraði úr spyrnunni en þá var rétt um mínúta eftir af leiknum og Leicester náði ekki að nýta hana. Þetta var fyrsti leikur eftir landsleikjahlé í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta, síðasta slíka hléið fram í mars. Chelsea komst yfir eftir korters leik þegar Nicolas Jackson skoraði, eftir að hafa nýtt líkamlegan styrk sinn vel gegn Wout Faes og skorað með skoti úr teignum. Enzo Fernández átti stoðsendinguna á Jackson og Argentínumaðurinn skoraði svo sjálfur seinna mark Chelsea, á 75. mínútu, þegar hann fylgdi á eftir skalla frá Jackson sem var varinn. 🔵🇸🇳 7 goals and 3 assists in 12 games for Nico Jackson, on fire for Chelsea ✨ pic.twitter.com/x28hD5eJ1g— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) November 23, 2024 Þetta var fyrsta mark Enzo Fernández á leiktíðinni. Enzo’s first goal of the season! 💫🇦🇷#CFC | #LEICHE pic.twitter.com/8EHt0wrGIW— Chelsea FC (@ChelseaFC) November 23, 2024 Yfirburðir Chelsea voru miklir í leiknum og Leicester átti í miklum vandræðum með að skapa sér færi. Kasey McAteer átti þó skot rétt framhjá markinu, skömmu fyrir lok fyrri hálfleiks, en tókst ekki að jafna metin. Stephy Mavididi vildi líka fá vítaspyrnu fyrir Leicester þegar rúmar fimm mínútur voru eftir, er hann féll við í teignum þegar hann var að fara framhjá Wesley Fofana, en ekkert var dæmt. Leicester fékk þó vítaspyrnu í uppbótartíma, eins og fyrr segir, og náði að minnka muninn en það var of seint. Leicester hefur nú aðeins fengið eitt stig samtals úr síðutsu fjórum leikjum sínum og er í 16. sæti með tíu stig, þremur stigum frá fallsæti nú þegar öll liðin í fallbaráttunni eiga leik til góða um helgina.
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti