Þetta er meðal þess sem fram kemur í níunda þætti Af vængjum fram, þangað sem stjórnmálaleiðtogar mæta í aðdraganda kosninga og gæða sér á vængjum með sífellt sterkari sósu. Þar segir Bergþór meðal annars frá því hvernig hann kynntist Sigmundi Davíð.
Bergþór segir líka frá því hvernig það hefur verið að vera í tveggja manna þingflokki og hvernig það er að skipuleggja dagatalið með Sigmundi Davíð. Hann rifjar líka upp þegar hann fór í lengstu keppnisskíðagöngu í heimi án nokkurrar reynslu, TikTok ævintýrið og hvort hann myndi frekar ganga í Sósíalistaflokkinn eða VG svo fátt eitt sé nefnt.
Horfa má á eldri þætti úr seríunni á sjónvarpsvef Vísis og á Stöð 2 +.