Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Sindri Sverrisson skrifar 21. nóvember 2024 09:02 Jón Dagur Þorsteinsson og félagar í íslenska landsliðinu eiga fyrir höndum hið spennandi verkefni næsta haust að reyna að koma sér inn á HM 2026 í Norður-Ameríku. Getty/Michael Steele Íslenska karlalandsliðið í fótbolta verður í þriðja styrkleikaflokki af fimm þegar dregið verður í riðla fyrir undankeppni HM 2026, sem fram fer í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada. Stuðningsmenn íslenska landsliðsins bíða nú eftir tveimur dráttum. Á morgun verður dregið um það hvaða liði Ísland mætir í B/C-umspili Þjóðadeildarinnar í mars. Ísland endaði í 3. sæti síns riðils í B-deildinni og þarf að halda sæti sínu í B-deild með því að vinna eitt þessara liða: Armenía, Búlgaría, Slóvakía og Kósovó. Í umspilinu verður leikið á heima- og útivelli, en heimaleikur Íslands verður erlendis vegna framkvæmda á Laugardalsvelli. Þann 13. desember verður svo dregið í undankeppni HM 2026, sem verður spiluð á næsta ári, frá mars til nóvember. Í undankeppninni verður spilað í tólf 4-5 liða riðlum og kemst sigurlið hvers riðils beint á HM. Liðin tólf sem enda í 2. sæti fara í umspil með fjórum liðum sem unnu sinn riðil í Þjóðadeildinni, og komast fjögur lið á HM í gegnum það umspil. Leika alla undankeppnina næsta haust Það er þegar orðið ljóst að Ísland verður í fjögurra liða riðli í undankeppni HM, en ekki fimm liða, og spilar því samtals aðeins sex leiki í henni, öfugt við til dæmis tíu leiki í undankeppninni sem kom Íslandi á HM 2018. Þar spilar inn í að liðið verður upptekið í Þjóðadeildarumspilinu í mars, og mun Ísland því ekki hefja sína undankeppni fyrir HM fyrr en í september á næsta ári, og ljúka henni í nóvember. Þá ætti blandaði grasvöllurinn á Laugardalsvelli, þar sem framkvæmdir standa yfir, að vera orðinn klár. Búið er að flokka Evrópuþjóðirnar í fimm styrkleikaflokka fyrir dráttinn í undankeppni HM. Ísland mun dragast gegn einu liði úr flokki 1, einu úr flokki 2 og einu úr flokki 4, en ekki fá lið úr neðsta flokknum. Gallinn er að liðið sem Ísland fær úr efsta flokki verður kannski ekki ljóst fyrr en eftir 8-liða úrslit Þjóðadeildarinnar í mars, þegar skýrist hvaða lið verða upptekin í undanúrslitum keppninar í júní. Ljóst er að í flokki 2 koma aðeins sex lið til greina í riðil Íslands, en það eru þau lið sem líkt og Ísland verða upptekin í umspilsleikjum í mars. Styrkleikaflokkar fyrir drátt í undankeppni HM: Flokkur 1: Spánn, Þýskaland, Portúgal, Frakkland, Ítalía, Holland, Danmörk, Króatía, England, Belgía, Sviss, Austurríki. Flokkur 2: Úkraína, Tyrkland, Ungverjaland, Serbía, Grikkland, Slóvakía. (Svíþjóð, Wales, Pólland, Rúmenía, Tékkland og Noregur verða í fimm liða riðlum og koma ekki til greina sem mótherjar Íslands) Flokkur 3: Skotland, Slóvenía, Írland, Albanía, Norður-Makedónía, Georgía, Finnland, Ísland, Norður-Írland, Svartfjallaland, Bosnía, Ísrael. Flokkur 4: Búlgaría, Lúxemborg, Kósovó, Hvíta-Rússlnad, Armenía, Kasakstan, Aserbaísjan, Eistland, Kýpur, Færeyjar, Lettland, Litháen. Flokkur 5 (ekki í riðli með Íslandi): Moldóva, Malta, Andorra, Gíbraltar, Liechtenstein, San Marínó. HM 2026 í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Fleiri fréttir „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Sjá meira
Stuðningsmenn íslenska landsliðsins bíða nú eftir tveimur dráttum. Á morgun verður dregið um það hvaða liði Ísland mætir í B/C-umspili Þjóðadeildarinnar í mars. Ísland endaði í 3. sæti síns riðils í B-deildinni og þarf að halda sæti sínu í B-deild með því að vinna eitt þessara liða: Armenía, Búlgaría, Slóvakía og Kósovó. Í umspilinu verður leikið á heima- og útivelli, en heimaleikur Íslands verður erlendis vegna framkvæmda á Laugardalsvelli. Þann 13. desember verður svo dregið í undankeppni HM 2026, sem verður spiluð á næsta ári, frá mars til nóvember. Í undankeppninni verður spilað í tólf 4-5 liða riðlum og kemst sigurlið hvers riðils beint á HM. Liðin tólf sem enda í 2. sæti fara í umspil með fjórum liðum sem unnu sinn riðil í Þjóðadeildinni, og komast fjögur lið á HM í gegnum það umspil. Leika alla undankeppnina næsta haust Það er þegar orðið ljóst að Ísland verður í fjögurra liða riðli í undankeppni HM, en ekki fimm liða, og spilar því samtals aðeins sex leiki í henni, öfugt við til dæmis tíu leiki í undankeppninni sem kom Íslandi á HM 2018. Þar spilar inn í að liðið verður upptekið í Þjóðadeildarumspilinu í mars, og mun Ísland því ekki hefja sína undankeppni fyrir HM fyrr en í september á næsta ári, og ljúka henni í nóvember. Þá ætti blandaði grasvöllurinn á Laugardalsvelli, þar sem framkvæmdir standa yfir, að vera orðinn klár. Búið er að flokka Evrópuþjóðirnar í fimm styrkleikaflokka fyrir dráttinn í undankeppni HM. Ísland mun dragast gegn einu liði úr flokki 1, einu úr flokki 2 og einu úr flokki 4, en ekki fá lið úr neðsta flokknum. Gallinn er að liðið sem Ísland fær úr efsta flokki verður kannski ekki ljóst fyrr en eftir 8-liða úrslit Þjóðadeildarinnar í mars, þegar skýrist hvaða lið verða upptekin í undanúrslitum keppninar í júní. Ljóst er að í flokki 2 koma aðeins sex lið til greina í riðil Íslands, en það eru þau lið sem líkt og Ísland verða upptekin í umspilsleikjum í mars. Styrkleikaflokkar fyrir drátt í undankeppni HM: Flokkur 1: Spánn, Þýskaland, Portúgal, Frakkland, Ítalía, Holland, Danmörk, Króatía, England, Belgía, Sviss, Austurríki. Flokkur 2: Úkraína, Tyrkland, Ungverjaland, Serbía, Grikkland, Slóvakía. (Svíþjóð, Wales, Pólland, Rúmenía, Tékkland og Noregur verða í fimm liða riðlum og koma ekki til greina sem mótherjar Íslands) Flokkur 3: Skotland, Slóvenía, Írland, Albanía, Norður-Makedónía, Georgía, Finnland, Ísland, Norður-Írland, Svartfjallaland, Bosnía, Ísrael. Flokkur 4: Búlgaría, Lúxemborg, Kósovó, Hvíta-Rússlnad, Armenía, Kasakstan, Aserbaísjan, Eistland, Kýpur, Færeyjar, Lettland, Litháen. Flokkur 5 (ekki í riðli með Íslandi): Moldóva, Malta, Andorra, Gíbraltar, Liechtenstein, San Marínó.
HM 2026 í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Fleiri fréttir „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Sjá meira