Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Hólmfríður Gísladóttir skrifar 20. nóvember 2024 08:03 Mikillar óánægju gætir meðal Ísraelsmanna með framgöngu stjórnvalda hvað varðar gíslana. AP/Francisco Seco Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, hefur heitið þeim fimm milljónir dala sem frelsar gísl úr prísund sinni á Gasa. Þá lofar hann því að viðkomandi og fjölskylda hans fái að yfirgefa Gasa og komast í öruggt skjól. Um er að ræða nýjasta útspil stjórnvalda í Ísrael sem miðar að því að tryggja lausn þeirra gísla sem enn eru í haldi Hamas á Gasa, eftir árásir samtakana á byggðir Ísraelsmanna fyrir meira en ári. Talið er að um hundrað manns séu enn í haldi Hamas en þar af er fjöldi talinn látinn. Ísraelsher stendur enn í umfangsmiklum aðgerðum á Gasa og látnum fjölgar á hverjum degi. Á sama tíma eru fjölskyldur gíslanna orðnar örvæntingafullar, eftir margra mánaða áköll til stjórnvalda. Hefur Netanyahu verið sakaður um að forgangsraða eigin pólitísku framtíð fram yfir frelsun gíslanna. „Ég vil segja við þá sem hafa gíslana okkar í haldi: Þeir sem valda þeim skaða munu gjalda fyrir það. Við munum elta þig uppi og við munum hafa uppi á þér,“ sagði forsætisráðherrann þegar hann ávarpaði hermenn í heimsókn til Gasa. „Fyrir þá sem vilja leið út: Sá sem færir okkur gísl; við munum finna örugga leið út fyrir hann og fjölskyldu hans,“ sagði Netanyahu einnig og bætti því við að Ísrael myndi að auki greiða fimm milljónir dala fyrir hvern gísl. Vopnahlésviðræður milli Ísrael og Hamas, með milligöngu annarra, hafa orðið að engu en samningamenn segja vonir uppi um að samkomulag náist um vopnahlé mili Ísrael og Hezbollah í Líbanon. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Innlent Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Erlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Sjá meira
Um er að ræða nýjasta útspil stjórnvalda í Ísrael sem miðar að því að tryggja lausn þeirra gísla sem enn eru í haldi Hamas á Gasa, eftir árásir samtakana á byggðir Ísraelsmanna fyrir meira en ári. Talið er að um hundrað manns séu enn í haldi Hamas en þar af er fjöldi talinn látinn. Ísraelsher stendur enn í umfangsmiklum aðgerðum á Gasa og látnum fjölgar á hverjum degi. Á sama tíma eru fjölskyldur gíslanna orðnar örvæntingafullar, eftir margra mánaða áköll til stjórnvalda. Hefur Netanyahu verið sakaður um að forgangsraða eigin pólitísku framtíð fram yfir frelsun gíslanna. „Ég vil segja við þá sem hafa gíslana okkar í haldi: Þeir sem valda þeim skaða munu gjalda fyrir það. Við munum elta þig uppi og við munum hafa uppi á þér,“ sagði forsætisráðherrann þegar hann ávarpaði hermenn í heimsókn til Gasa. „Fyrir þá sem vilja leið út: Sá sem færir okkur gísl; við munum finna örugga leið út fyrir hann og fjölskyldu hans,“ sagði Netanyahu einnig og bætti því við að Ísrael myndi að auki greiða fimm milljónir dala fyrir hvern gísl. Vopnahlésviðræður milli Ísrael og Hamas, með milligöngu annarra, hafa orðið að engu en samningamenn segja vonir uppi um að samkomulag náist um vopnahlé mili Ísrael og Hezbollah í Líbanon.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Innlent Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Erlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Sjá meira