Daðrað við elítuna eða hætta á falli? Sindri Sverrisson skrifar 19. nóvember 2024 07:30 Íslenska landsliðið er á leið í umspil í mars og það skýrist á föstudag hvaða liði Ísland mætir. Það skýrist hins vegar í kvöld hvort umspilið verður um að komast í A-deild eða að forðast fall í C-deild. Getty/Filip Filipovic Íslenska karlalandsliðið í fótbolta stendur frammi fyrir tveimur afar ólíkum kostum í kvöld þegar það mætir Wales. Sigur myndi skila Íslandi í áttina að elítuhópi landsliða í Evrópu en jafntefli eða tap þýðir að Ísland gæti fallið niður í mun ómerkilegri flokk. Ísland og Wales mætast í Cardiff í kvöld klukkan 19:45, í beinni útsendingu og opinni dagskrá á Stöð 2 Sport. Ítarleg umfjöllun verður á Vísi. Ísland er í B-deild, í riðli með Tyrklandi, Wales og Svartfjallalandi, en það er ljóst að Ísland getur aðeins endað í 2. eða 3. sæti riðilsins og það veltur aðeins á leiknum við Wales í kvöld. Það er því einnig ljóst að Ísland mun leika í umspili í lok mars. Það er bara spurning hvað verður í húfi í þeim umspilsleikjum (og reyndar er einnig spurning hvar Ísland mun spila sinn heimaleik í þessu umspili, vegna vallarmála hér á landi). Belgar erfiðastir í efra umspilinu Með sigri í kvöld fer Ísland í umspil um að komast upp í A-deild og mætir þar einu af liðunum sem enda í 3. sæti síns riðils í núverandi A-deild. Þetta eru Skotland, Belgía, Ungverjaland og Serbía. Af þessum liðum eru Belgar langefstir á heimslista. Gætu mætt Slóvökum aftur Ef Íslandi tekst ekki að vinna í kvöld fer liðið í umspil við lið úr C-deild, um sæti í B-deild Þjóðadeildarinnar á næstu leiktíð. Liðin sem enda í 2. sæti síns riðils í C-deild eru: Slóvakía, Kósovó, Búlgaría, Armenía. Af þessum liðum eru Slóvakar, sem Ísland mætti í undankeppni EM á síðasta ári, efstir á heimslistanum. Það munaði litlu að Færeyjar kæmust í þetta umspil en liðið endaði einu stigi á eftir Armeníu í riðli fjögur. Svíar enduðu þremur stigum fyrir ofan Slóvaka í riðli eitt og komust beint upp í B-deildina. Dregið á föstudag Dregið verður í umspilið í höfuðstöðvum UEFA í Sviss á föstudaginn. Þar verður einnig dregið í 8-liða úrslit keppninnar en þar spila bestu lið Evrópu, eða sem sagt liðin sem enduðu í tveimur efstu sætum sinna riðla í A-deildinni. Í efri styrkleikaflokki fyrir dráttinn eru: Portúgal, Frakkland, Þýskaland og Spánn. Í neðri styrkleikaflokki eru: Króatía, Ítalía, Holland og Danmörk. Þjóðadeild karla í fótbolta Landslið karla í fótbolta Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Í beinni: Tottenham - Aston Villa | Úrvalsdeildarslagur í bikarnum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Sjá meira
Ísland og Wales mætast í Cardiff í kvöld klukkan 19:45, í beinni útsendingu og opinni dagskrá á Stöð 2 Sport. Ítarleg umfjöllun verður á Vísi. Ísland er í B-deild, í riðli með Tyrklandi, Wales og Svartfjallalandi, en það er ljóst að Ísland getur aðeins endað í 2. eða 3. sæti riðilsins og það veltur aðeins á leiknum við Wales í kvöld. Það er því einnig ljóst að Ísland mun leika í umspili í lok mars. Það er bara spurning hvað verður í húfi í þeim umspilsleikjum (og reyndar er einnig spurning hvar Ísland mun spila sinn heimaleik í þessu umspili, vegna vallarmála hér á landi). Belgar erfiðastir í efra umspilinu Með sigri í kvöld fer Ísland í umspil um að komast upp í A-deild og mætir þar einu af liðunum sem enda í 3. sæti síns riðils í núverandi A-deild. Þetta eru Skotland, Belgía, Ungverjaland og Serbía. Af þessum liðum eru Belgar langefstir á heimslista. Gætu mætt Slóvökum aftur Ef Íslandi tekst ekki að vinna í kvöld fer liðið í umspil við lið úr C-deild, um sæti í B-deild Þjóðadeildarinnar á næstu leiktíð. Liðin sem enda í 2. sæti síns riðils í C-deild eru: Slóvakía, Kósovó, Búlgaría, Armenía. Af þessum liðum eru Slóvakar, sem Ísland mætti í undankeppni EM á síðasta ári, efstir á heimslistanum. Það munaði litlu að Færeyjar kæmust í þetta umspil en liðið endaði einu stigi á eftir Armeníu í riðli fjögur. Svíar enduðu þremur stigum fyrir ofan Slóvaka í riðli eitt og komust beint upp í B-deildina. Dregið á föstudag Dregið verður í umspilið í höfuðstöðvum UEFA í Sviss á föstudaginn. Þar verður einnig dregið í 8-liða úrslit keppninnar en þar spila bestu lið Evrópu, eða sem sagt liðin sem enduðu í tveimur efstu sætum sinna riðla í A-deildinni. Í efri styrkleikaflokki fyrir dráttinn eru: Portúgal, Frakkland, Þýskaland og Spánn. Í neðri styrkleikaflokki eru: Króatía, Ítalía, Holland og Danmörk.
Þjóðadeild karla í fótbolta Landslið karla í fótbolta Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Í beinni: Tottenham - Aston Villa | Úrvalsdeildarslagur í bikarnum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Sjá meira