Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Sindri Sverrisson skrifar 18. nóvember 2024 12:46 Piotr Zielinski segir ekkert að því að taka mynd af sér með Cristiano Ronaldo eftir leik. Getty/Twitter Fyrirliðinn Piotr Zielinski og Nicola Zalewski, leikmenn pólska landsliðsins í fótbolta, hafa verið harkalega gagnrýndir fyrir að taka mynd af sér með Cristiano Ronaldo eftir að hafa skíttapað gegn Portúgal, 5-1. Zielinski segir enga ástæðu til að biðjast afsökunar. Ronaldo skoraði tvö mörk í leiknum, þar af fimmta mark Portúgals með bakfallsspyrnu sem valið var mark umferðarinnar. Ronaldo doing Ronaldo things 🚲🤤#UNLGOTR | @AlipayPlus | #NationsLeague pic.twitter.com/qvR0VLXekz— UEFA EURO 2024 (@EURO2024) November 15, 2024 Eftir þessa útreið Pólverja þá reitti hegðun Zielinski og Zalewski eftir leik ýmsa til reiði. Þar á meðal fyrrverandi landsliðsmanninn Jacek Bak sem kvaðst ekki geta skilið að þeir vildu mynd með manni sem fór svona illa með pólska liðið. „Þetta er ekki mér að skapi. Tímarnir hafa breyst. Við töpum 5-1 og þá þarf að biðja um mynd með Ronaldo? Manninum sem niðurlægði okkur fyrir augnabliki síðan? Erum við bara ekki með neitt stolt? Í dag virðast samfélagsmiðlar mikilvægastir og sá sem nær fyrstur af sér mynd með Ronaldo vinnur. Svona á þetta ekki að vera,“ sagði Bak. 😂 Zalewski and Zielinski getting in line to grab a picture with Ronaldo pic.twitter.com/qFiDU5FJPL— Italian Football TV (@IFTVofficial) November 15, 2024 Bak vill sjá Michal Probierz, þjálfara Póllands, refsa leikmönnunum. „Segjum hlutina eins og þeir eru: Probierz þjálfari þarf að bregðast við. Það eina sem vantaði var að hann tæki líka mynd af sér með Ronaldo, eða skiptist á jökkum við Roberto Martinez [þjálfar Portúgals]“ sagði Bak og taldi hegðun Zielinski og Zalewski einfaldlega sorglega. Zielinski, sem er fyrirliði Póllands í fjarveru Roberts Lewandowski, var spurður út í þessa gagnrýni á blaðamannafundi og sagðist ekki sjá eftir neinu. „Nicola og ég fórum til hans, báðum um mynd og tókum hana. Hvorki Cristiano né við áttum eitthvað erfitt með það,“ sagði Zielinski. „Mér er sama um það sem er á samfélagsmiðlum. Fyrir mér er Cristiano Ronaldo einn besti leikmaður fótboltasögunnar. Mig langaði að taka mynd og ég gerði það. Ekkert flóknara. Af hverju er það ekki í lagi? Við töpuðum leiknum en hvað átti ég að gera? Fela mig úti í horni? Ég fór til hans og bað um mynd, svo einfalt er það. Mig langaði bara til þess. Hann [Bak] hefur rétt á sinni skoðun en mér fannst ekkert að þessu,“ sagði Zielinski. Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Fótbolti Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Körfubolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Spánverjar og Belgar skoruðu sex Fótbolti Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Sport Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Fótbolti Fleiri fréttir Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Sjá meira
Ronaldo skoraði tvö mörk í leiknum, þar af fimmta mark Portúgals með bakfallsspyrnu sem valið var mark umferðarinnar. Ronaldo doing Ronaldo things 🚲🤤#UNLGOTR | @AlipayPlus | #NationsLeague pic.twitter.com/qvR0VLXekz— UEFA EURO 2024 (@EURO2024) November 15, 2024 Eftir þessa útreið Pólverja þá reitti hegðun Zielinski og Zalewski eftir leik ýmsa til reiði. Þar á meðal fyrrverandi landsliðsmanninn Jacek Bak sem kvaðst ekki geta skilið að þeir vildu mynd með manni sem fór svona illa með pólska liðið. „Þetta er ekki mér að skapi. Tímarnir hafa breyst. Við töpum 5-1 og þá þarf að biðja um mynd með Ronaldo? Manninum sem niðurlægði okkur fyrir augnabliki síðan? Erum við bara ekki með neitt stolt? Í dag virðast samfélagsmiðlar mikilvægastir og sá sem nær fyrstur af sér mynd með Ronaldo vinnur. Svona á þetta ekki að vera,“ sagði Bak. 😂 Zalewski and Zielinski getting in line to grab a picture with Ronaldo pic.twitter.com/qFiDU5FJPL— Italian Football TV (@IFTVofficial) November 15, 2024 Bak vill sjá Michal Probierz, þjálfara Póllands, refsa leikmönnunum. „Segjum hlutina eins og þeir eru: Probierz þjálfari þarf að bregðast við. Það eina sem vantaði var að hann tæki líka mynd af sér með Ronaldo, eða skiptist á jökkum við Roberto Martinez [þjálfar Portúgals]“ sagði Bak og taldi hegðun Zielinski og Zalewski einfaldlega sorglega. Zielinski, sem er fyrirliði Póllands í fjarveru Roberts Lewandowski, var spurður út í þessa gagnrýni á blaðamannafundi og sagðist ekki sjá eftir neinu. „Nicola og ég fórum til hans, báðum um mynd og tókum hana. Hvorki Cristiano né við áttum eitthvað erfitt með það,“ sagði Zielinski. „Mér er sama um það sem er á samfélagsmiðlum. Fyrir mér er Cristiano Ronaldo einn besti leikmaður fótboltasögunnar. Mig langaði að taka mynd og ég gerði það. Ekkert flóknara. Af hverju er það ekki í lagi? Við töpuðum leiknum en hvað átti ég að gera? Fela mig úti í horni? Ég fór til hans og bað um mynd, svo einfalt er það. Mig langaði bara til þess. Hann [Bak] hefur rétt á sinni skoðun en mér fannst ekkert að þessu,“ sagði Zielinski.
Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Fótbolti Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Körfubolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Spánverjar og Belgar skoruðu sex Fótbolti Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Sport Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Fótbolti Fleiri fréttir Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Sjá meira