Kom til handalögmála í París Valur Páll Eiríksson skrifar 15. nóvember 2024 09:01 Slagsmál brutust út í stúkunni snemma leiks. Það tók um tvær mínútur að leysa úr því og engir eftirmálar urðu. Xavier Laine/Getty Images Á ýmsu gekk í kringum leik Frakklands og Ísrael í Þjóðadeild karla í fótbolta í gærkvöld. Síst inni á vellinum. Leikurinn fór fram fyrir framan metfjölda áhorfenda, en aldrei hafa færri mætt á fótboltaleik á Stade de France í París. Aðeins 20 þúsund áhorfendur mættu á 80 þúsund manna leikvanginn. Einhverjir þeirra bauluðu á ísraelska þjóðsönginn fyrir leik. Yo @UEFAcom it’s time to ban Israel from international football. Israeli fans are causing trouble in France right now pic.twitter.com/aPNpIttV17— Esheru (@EsheruKwaku) November 14, 2024 Öryggisgæsla var aukin til muna í vikunni eftir slagsmál sem brutust út í Amsterdam í síðustu viku milli mótmælenda sem styðja Palestínu og gesta frá Ísrael sem fylgdu liði Maccabi Tel Aviv sem átti leik í Evrópudeildinni. Hræðsla var um álíka ofbeldi í París í gær og það kom til handalögmála þegar skammt var liðið á leikinn. Talið er að um 50 manns hafi átt þátt í þeim slagsmálum. Því var snögglega brugðist við og urðu af því engir eftirmálar. Talið er að um fjögur þúsund lögreglumenn hafi verið á leik gærkvöldsins. Stuðningsmenn Ísrael báru gular blöðrur og kröfðust þess að gíslum á Gaza skildi skilað heim.Xavier Laine/Getty Images Ísraelar voru varaðir við af stjórnvöldum að ferðast ekki á leikinn en um 100 stuðningsmenn fóru gegn því og voru meðal áhorfenda á tómlegum vellinum. Þeir veifuðu gulum blöðrum og kölluðu „frelsið gíslana“ og vitna þar til Ísraela sem eru í haldi Hamas á Gaza. Nokkrir hundruðir mótmælenda komu saman fyrir utan völlinn fyrir leik og veifuðu palestínskum, líbönskum og alsírskum fánum til að mótmæla stríðinu á Gaza. „Við spilum ekki með þjóðarmorð,“ sagði á einum borða mótmælenda. Mótmælendur sem sýndu Palestínumönnum samstöðu komu saman fyrir utan völlinn.Christoph Reichwein/picture alliance via Getty Images Fjöldi stjórnmálamanna í Evrópu hefur lýst yfir „endurkomu gyðingahaturs“ í kjölfar þess að ísraelskir stuðningsmenn urðu fyrir aðkasti í Amsterdam fyrir rúmri viku síðan. Samkvæmt skýrslu borgaryfirvalda í Amsterdam voru stuðningsmenn Maccabi sjálfir sekir um skemmdarverk, árás á leigubíl auk þess að rífa niður palestínska fána og kalla hatursorð gegn aröbum. Tíðindaminna var innan vallar þar sem leiknum lauk með steindauðu markalausu jafntefli. Ísrael fékk þannig fyrsta stig liðsins í riðli 2 í A-deild Þjóðadeildarinnar. Ítalir eru efstir með 13 stig, Frakkar næstir með tíu, Belgar fjögur og Ísraelar eitt. Öryggisgæsla var hert til muna eftir atburðarrásina í Amsterdam viku fyrr.Ibrahim Ezzat/Anadolu via Getty Images Palestínskir fánar sáust einnig í stúkunni.Franco Arland/Getty Images Götum í kringum völlinn var lokað og lögregla girti af gönguleið fyrir ísraelska stuðningsmenn eftir leik.Christoph Reichwein/picture alliance via Getty Images Þjóðadeild karla í fótbolta Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Frakkland Tengdar fréttir Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Leikur Besiktas, frá Tyrklandi, og Maccabi Tel Aviv, frá Ísrael, í Evrópudeild karla í knattspyrnu fer fram fyrir luktum dyrum í Ungverjalandi. Ástæðan eru ólætin sem stuðningsmenn Maccabi voru með þegar liðið sótti Ajax heim í síðustu umferð. 13. nóvember 2024 07:00 Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Stuðningsmenn ísraelska liðsins Maccabi Tel Aviv fóru sneypuför til Amsterdam á dögunum þar sem liðið tapaði 5-0 fyrir Kristian Nökkva Hlynssyni og félögum í Ajax. 9. nóvember 2024 09:01 Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Fimm hafa verið fluttir á sjúkrahús og á sjöunda tug manna hafa verið handteknir eftir að óeirðarseggir réðust á stuðningsmenn ísraelska fótboltaliðsins Maccabi Tel Avív í Amsterdam í Hollandi í gærkvöldi. 8. nóvember 2024 07:55 Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Handbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Fleiri fréttir Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Í beinni: Everton - Manchester United | Framlengir Moyes martröð Rauðu djöflanna? Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Sjá meira
Leikurinn fór fram fyrir framan metfjölda áhorfenda, en aldrei hafa færri mætt á fótboltaleik á Stade de France í París. Aðeins 20 þúsund áhorfendur mættu á 80 þúsund manna leikvanginn. Einhverjir þeirra bauluðu á ísraelska þjóðsönginn fyrir leik. Yo @UEFAcom it’s time to ban Israel from international football. Israeli fans are causing trouble in France right now pic.twitter.com/aPNpIttV17— Esheru (@EsheruKwaku) November 14, 2024 Öryggisgæsla var aukin til muna í vikunni eftir slagsmál sem brutust út í Amsterdam í síðustu viku milli mótmælenda sem styðja Palestínu og gesta frá Ísrael sem fylgdu liði Maccabi Tel Aviv sem átti leik í Evrópudeildinni. Hræðsla var um álíka ofbeldi í París í gær og það kom til handalögmála þegar skammt var liðið á leikinn. Talið er að um 50 manns hafi átt þátt í þeim slagsmálum. Því var snögglega brugðist við og urðu af því engir eftirmálar. Talið er að um fjögur þúsund lögreglumenn hafi verið á leik gærkvöldsins. Stuðningsmenn Ísrael báru gular blöðrur og kröfðust þess að gíslum á Gaza skildi skilað heim.Xavier Laine/Getty Images Ísraelar voru varaðir við af stjórnvöldum að ferðast ekki á leikinn en um 100 stuðningsmenn fóru gegn því og voru meðal áhorfenda á tómlegum vellinum. Þeir veifuðu gulum blöðrum og kölluðu „frelsið gíslana“ og vitna þar til Ísraela sem eru í haldi Hamas á Gaza. Nokkrir hundruðir mótmælenda komu saman fyrir utan völlinn fyrir leik og veifuðu palestínskum, líbönskum og alsírskum fánum til að mótmæla stríðinu á Gaza. „Við spilum ekki með þjóðarmorð,“ sagði á einum borða mótmælenda. Mótmælendur sem sýndu Palestínumönnum samstöðu komu saman fyrir utan völlinn.Christoph Reichwein/picture alliance via Getty Images Fjöldi stjórnmálamanna í Evrópu hefur lýst yfir „endurkomu gyðingahaturs“ í kjölfar þess að ísraelskir stuðningsmenn urðu fyrir aðkasti í Amsterdam fyrir rúmri viku síðan. Samkvæmt skýrslu borgaryfirvalda í Amsterdam voru stuðningsmenn Maccabi sjálfir sekir um skemmdarverk, árás á leigubíl auk þess að rífa niður palestínska fána og kalla hatursorð gegn aröbum. Tíðindaminna var innan vallar þar sem leiknum lauk með steindauðu markalausu jafntefli. Ísrael fékk þannig fyrsta stig liðsins í riðli 2 í A-deild Þjóðadeildarinnar. Ítalir eru efstir með 13 stig, Frakkar næstir með tíu, Belgar fjögur og Ísraelar eitt. Öryggisgæsla var hert til muna eftir atburðarrásina í Amsterdam viku fyrr.Ibrahim Ezzat/Anadolu via Getty Images Palestínskir fánar sáust einnig í stúkunni.Franco Arland/Getty Images Götum í kringum völlinn var lokað og lögregla girti af gönguleið fyrir ísraelska stuðningsmenn eftir leik.Christoph Reichwein/picture alliance via Getty Images
Þjóðadeild karla í fótbolta Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Frakkland Tengdar fréttir Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Leikur Besiktas, frá Tyrklandi, og Maccabi Tel Aviv, frá Ísrael, í Evrópudeild karla í knattspyrnu fer fram fyrir luktum dyrum í Ungverjalandi. Ástæðan eru ólætin sem stuðningsmenn Maccabi voru með þegar liðið sótti Ajax heim í síðustu umferð. 13. nóvember 2024 07:00 Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Stuðningsmenn ísraelska liðsins Maccabi Tel Aviv fóru sneypuför til Amsterdam á dögunum þar sem liðið tapaði 5-0 fyrir Kristian Nökkva Hlynssyni og félögum í Ajax. 9. nóvember 2024 09:01 Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Fimm hafa verið fluttir á sjúkrahús og á sjöunda tug manna hafa verið handteknir eftir að óeirðarseggir réðust á stuðningsmenn ísraelska fótboltaliðsins Maccabi Tel Avív í Amsterdam í Hollandi í gærkvöldi. 8. nóvember 2024 07:55 Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Handbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Fleiri fréttir Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Í beinni: Everton - Manchester United | Framlengir Moyes martröð Rauðu djöflanna? Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Sjá meira
Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Leikur Besiktas, frá Tyrklandi, og Maccabi Tel Aviv, frá Ísrael, í Evrópudeild karla í knattspyrnu fer fram fyrir luktum dyrum í Ungverjalandi. Ástæðan eru ólætin sem stuðningsmenn Maccabi voru með þegar liðið sótti Ajax heim í síðustu umferð. 13. nóvember 2024 07:00
Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Stuðningsmenn ísraelska liðsins Maccabi Tel Aviv fóru sneypuför til Amsterdam á dögunum þar sem liðið tapaði 5-0 fyrir Kristian Nökkva Hlynssyni og félögum í Ajax. 9. nóvember 2024 09:01
Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Fimm hafa verið fluttir á sjúkrahús og á sjöunda tug manna hafa verið handteknir eftir að óeirðarseggir réðust á stuðningsmenn ísraelska fótboltaliðsins Maccabi Tel Avív í Amsterdam í Hollandi í gærkvöldi. 8. nóvember 2024 07:55