Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. nóvember 2024 06:31 Heimamaðurinn Charles Leclerc, sem keyrir fyrir Ferrari, fagnaði sigri í Mónakókappakstrinum í ár. Getty/Bryn Lennon Formúla 1 er ekki á förum frá smáríkinu Mónakó. Nýr risasamningur er í höfn sem gleður margar formúluáhugamenn. Samkomulagið er nú klárt á milli Bifreiðaklúbbs Mónakó og toppliðanna í formúlu 1. Samningurinn var kynntur í gær. Mónakókappaksturinn hefur verið á dagskrá frá árinu 1950 og á hverju ári síðan 1955. Keppnin er mjög sérstök því hún fer fram á þröngum götum Mónakó. Kappar eins og Ayrton Senna, Michael Schumacher og Niki Lauda hafa fagnað þar sigri. Sagan er mikil og það er mikil hátíð þegar keppnin fer þar fram. Í ár var það heimamaðurinn Charles Leclerc, sem er fæddur í Mónakó, sem fagnaði tilfinningaríkum sigri. „Ég er ánægður með að formúla 1 verði áfram í Mónakó til ársins 2031,“ sagði Stefano Domenicali, forseti formúlu 1. Það voru einhverjar vangaveltur uppi um að Mónakó myndi detta alveg út af dagatalinu eða Mónakókappaksturinn myndi ekki fara fram á hverju ári. Af því verður ekki. Það fylgir keppninni vissulega mikill glamúr en um leið er hún oft ekki mjög spennandi þar sem að það er nánast ómögulegt að taka fram úr á þröngri brautinni. Mónakókappaksturinn á næsta ári mun fara fram 25. maí. BREAKING: Formula 1 to continue to race in Monaco after new multi-year deal#F1 pic.twitter.com/sfXyX4bAJZ— Formula 1 (@F1) November 14, 2024 Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Enski boltinn „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Enski boltinn „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Enski boltinn Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira
Samkomulagið er nú klárt á milli Bifreiðaklúbbs Mónakó og toppliðanna í formúlu 1. Samningurinn var kynntur í gær. Mónakókappaksturinn hefur verið á dagskrá frá árinu 1950 og á hverju ári síðan 1955. Keppnin er mjög sérstök því hún fer fram á þröngum götum Mónakó. Kappar eins og Ayrton Senna, Michael Schumacher og Niki Lauda hafa fagnað þar sigri. Sagan er mikil og það er mikil hátíð þegar keppnin fer þar fram. Í ár var það heimamaðurinn Charles Leclerc, sem er fæddur í Mónakó, sem fagnaði tilfinningaríkum sigri. „Ég er ánægður með að formúla 1 verði áfram í Mónakó til ársins 2031,“ sagði Stefano Domenicali, forseti formúlu 1. Það voru einhverjar vangaveltur uppi um að Mónakó myndi detta alveg út af dagatalinu eða Mónakókappaksturinn myndi ekki fara fram á hverju ári. Af því verður ekki. Það fylgir keppninni vissulega mikill glamúr en um leið er hún oft ekki mjög spennandi þar sem að það er nánast ómögulegt að taka fram úr á þröngri brautinni. Mónakókappaksturinn á næsta ári mun fara fram 25. maí. BREAKING: Formula 1 to continue to race in Monaco after new multi-year deal#F1 pic.twitter.com/sfXyX4bAJZ— Formula 1 (@F1) November 14, 2024
Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Enski boltinn „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Enski boltinn „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Enski boltinn Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira