„Við verðum að vinna Ísland“ Sindri Sverrisson skrifar 13. nóvember 2024 15:15 Orri Óskarsson skoraði frábært skallamark gegn Svartfellingum í september. vísir/Hulda Margrét Svartfellingar eru vel meðvitaðir um það að ekkert annað en sigur dugir þeim gegn Íslandi á laugardaginn, þegar liðin mætast í Þjóðadeildinni í fótbolta, í borginni Niksic. Tvö frábær mörk úr hornspyrnum skiluðu Íslandi 2-0 sigri gegn Svartfjallalandi þegar liðin mættust á Laugardalsvelli í september. Orri Óskarsson og Jón Dagur Þorsteinsson skoruðu mörkin. „Við fengum á okkur tvö mörk í kringum hálfleikshléið. En Ísland hefur bara skorað einu marki minna en topplið Tyrklands í keppninni svo þetta er gæðalið og ef við ætlum að vinna verðum við að spila mikið betur en í Reykjavík,“ segir Edvin Kuc, miðjumaður Svartfjallalands. Sigurinn á Svartfellingum er eini sigur Íslands til þessa í keppninni en eftir tvö töp gegn Tyrkjum og jafntefli við Wales er Ísland með fjögur stig í 3. sæti síns riðils, í B-deild Þjóðadeildarinnar. Tyrkland er með tíu stig og Wales átta. Svartfjallaland er hins vegar án stiga, nú þegar aðeins tvær umferðir eru eftir, svo að ef að Ísland nær jafntefli eða sigri á laugardaginn enda Svartfellingar neðstir og falla niður í C-deild. Með jafntefli eða sigri Íslands á laugardaginn yrði einnig ljóst að Ísland myndi enda í 3. eða 2. sæti. og spila í umspili 20. og 23. mars. Liðið í 3. sæti fer í umspil við lið úr C-deild um að forðast fall, en liðið í 2. sæti í umspil við lið úr A-deild um að komast upp í A-deild. „Við erum meðvitaðir um þá stöðu sem við erum í. Án stiga eftir fjóra leiki. Það bjóst enginn af okkur við þessu,“ segir Edvin Kuc. „Staðan er alveg á hreinu. Ef við viljum halda okkur í B-deildinni þá verðum við að vinna Ísland. Öll einbeiting er á þann leik. Íslendingarnir eru með fjögur stig svo að með sigri værum við bara einu stigi á eftir þeim, og þeir fara til Wales í lokaumferðinni svo við gætum vonast til að ná þeim með því að vinna sjálfir Tyrkland,“ segir Kuc. Þjóðadeild karla í fótbolta Landslið karla í fótbolta Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Í beinni: Tottenham - Aston Villa | Úrvalsdeildarslagur í bikarnum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Sjá meira
Tvö frábær mörk úr hornspyrnum skiluðu Íslandi 2-0 sigri gegn Svartfjallalandi þegar liðin mættust á Laugardalsvelli í september. Orri Óskarsson og Jón Dagur Þorsteinsson skoruðu mörkin. „Við fengum á okkur tvö mörk í kringum hálfleikshléið. En Ísland hefur bara skorað einu marki minna en topplið Tyrklands í keppninni svo þetta er gæðalið og ef við ætlum að vinna verðum við að spila mikið betur en í Reykjavík,“ segir Edvin Kuc, miðjumaður Svartfjallalands. Sigurinn á Svartfellingum er eini sigur Íslands til þessa í keppninni en eftir tvö töp gegn Tyrkjum og jafntefli við Wales er Ísland með fjögur stig í 3. sæti síns riðils, í B-deild Þjóðadeildarinnar. Tyrkland er með tíu stig og Wales átta. Svartfjallaland er hins vegar án stiga, nú þegar aðeins tvær umferðir eru eftir, svo að ef að Ísland nær jafntefli eða sigri á laugardaginn enda Svartfellingar neðstir og falla niður í C-deild. Með jafntefli eða sigri Íslands á laugardaginn yrði einnig ljóst að Ísland myndi enda í 3. eða 2. sæti. og spila í umspili 20. og 23. mars. Liðið í 3. sæti fer í umspil við lið úr C-deild um að forðast fall, en liðið í 2. sæti í umspil við lið úr A-deild um að komast upp í A-deild. „Við erum meðvitaðir um þá stöðu sem við erum í. Án stiga eftir fjóra leiki. Það bjóst enginn af okkur við þessu,“ segir Edvin Kuc. „Staðan er alveg á hreinu. Ef við viljum halda okkur í B-deildinni þá verðum við að vinna Ísland. Öll einbeiting er á þann leik. Íslendingarnir eru með fjögur stig svo að með sigri værum við bara einu stigi á eftir þeim, og þeir fara til Wales í lokaumferðinni svo við gætum vonast til að ná þeim með því að vinna sjálfir Tyrkland,“ segir Kuc.
Þjóðadeild karla í fótbolta Landslið karla í fótbolta Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Í beinni: Tottenham - Aston Villa | Úrvalsdeildarslagur í bikarnum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Sjá meira