Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 13. nóvember 2024 11:02 Leikhópurinn og leikstjóri á rauða dreglinum. Evrópska kvikmyndaakademían opinberaði í dag átta af sigurvegurum Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna 2024. Á meðal þeirra er Evalotte Oosterop en hún hlýtur Evrópsku kvikmyndaverðlaun 2024 fyrir förðun og hár, vegna vinnu sinnar við kvikmyndina Ljósbrot eftir Rúnar Rúnarsson. Þetta kemur fram í tilkynningu. Evalotte mun taka við verðlaunum sínum við hátíðlega verðlaunaafhendingu 37. evrópsku kvikmyndaverðlaunanna sem fram fer 7. desember í Luzern í Sviss. Í tilkynningunni segir að þetta séu tíundu alþjóðlegu kvikmyndaverðlaun Ljósbrots sem hafi verið að fara sigurför um heiminn eftir að hafa hlotið standandi lófaklapp sem opnunarmynd á Kvikmyndahátíðinni í Cannes. Myndin gerist á fallegum vordegi þegar líf Unu snýst á hliðina á svipstundu og upphefst rússibanaferð tilfinninga. Þar sem mörkin milli hláturs og gráturs, fegurðar og sorgar, verða stundum óskýr. Með aðalhlutverk fara, Elín Hall, Katla Njálsdóttir, Mikael Kaaber, Baldur Einarsson, Gunnar Kristjánsson og Ágúst Wigum. „Við erum náttúrulega í skýjunum og voðalega stolt af Evalotte. Hún er mikil listakona og frábær samstarfsfélagi. Þetta var í fyrsta sinn sem við vinnum saman en hún féll strax vel inn í hópinn okkar og teymisvinnu. Hnefi af hæfileikum og frábær manneskja. Það er ekki hægt að óska sér betri samstarfsaðila,“ segir Rúnar Rúnarsson leikstjóri myndarinnar. Bíó og sjónvarp Evrópsku kvikmyndaverðlaunin Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Tíu skref í átt að nýju starti í svefnherberginu Lífið Grunaði ekki að fíflalætin myndu ferðast svona víða Lífið Sneri við lífinu eftir skyndilegt fráfall frænda í djammferð erlendis Lífið Vann Eddu og auglýsti eftir kærasta Lífið Hætt við brúðkaupið og allt í baklás Lífið Fjallvegir á Vestfjörðum fengu hjartað til að slá hratt Lífið Ástfangin í sextán ár Lífið Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Menning Tveggja milljóna króna nefaðgerð í Tyrklandi Lífið Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu. Evalotte mun taka við verðlaunum sínum við hátíðlega verðlaunaafhendingu 37. evrópsku kvikmyndaverðlaunanna sem fram fer 7. desember í Luzern í Sviss. Í tilkynningunni segir að þetta séu tíundu alþjóðlegu kvikmyndaverðlaun Ljósbrots sem hafi verið að fara sigurför um heiminn eftir að hafa hlotið standandi lófaklapp sem opnunarmynd á Kvikmyndahátíðinni í Cannes. Myndin gerist á fallegum vordegi þegar líf Unu snýst á hliðina á svipstundu og upphefst rússibanaferð tilfinninga. Þar sem mörkin milli hláturs og gráturs, fegurðar og sorgar, verða stundum óskýr. Með aðalhlutverk fara, Elín Hall, Katla Njálsdóttir, Mikael Kaaber, Baldur Einarsson, Gunnar Kristjánsson og Ágúst Wigum. „Við erum náttúrulega í skýjunum og voðalega stolt af Evalotte. Hún er mikil listakona og frábær samstarfsfélagi. Þetta var í fyrsta sinn sem við vinnum saman en hún féll strax vel inn í hópinn okkar og teymisvinnu. Hnefi af hæfileikum og frábær manneskja. Það er ekki hægt að óska sér betri samstarfsaðila,“ segir Rúnar Rúnarsson leikstjóri myndarinnar.
Bíó og sjónvarp Evrópsku kvikmyndaverðlaunin Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Tíu skref í átt að nýju starti í svefnherberginu Lífið Grunaði ekki að fíflalætin myndu ferðast svona víða Lífið Sneri við lífinu eftir skyndilegt fráfall frænda í djammferð erlendis Lífið Vann Eddu og auglýsti eftir kærasta Lífið Hætt við brúðkaupið og allt í baklás Lífið Fjallvegir á Vestfjörðum fengu hjartað til að slá hratt Lífið Ástfangin í sextán ár Lífið Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Menning Tveggja milljóna króna nefaðgerð í Tyrklandi Lífið Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein