Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 13. nóvember 2024 08:02 Linda Ben mætir á skjáinn á Stöð 2 í kvöld. Einn þekktasti uppskriftarhöfundur landsins Linda Benediktsdóttir er væntanleg á skjáinn í fyrsta skiptið í kvöld á Stöð 2 í nýrri seríu, Aðventan með Lindu Ben. Linda sem er fyrir löngu orðin landsþekkt fyrir einstakar uppskriftir sínar og bakstursvörur mun í þáttunum deila nokkrum af sínum uppáhalds uppskriftum og gefa góð ráð fyrir aðventuna. Þættirnir verða á dagskrá á Stöð 2 á miðvikudagskvöldum og birtast svo í heild sinni á Vísi morguninn eftir. „Ég get ekki beðið,“ segir Linda í samtali við Vísi spurð hvernig það leggist í hana að þjóðin fái loksins að sjá fyrsta þátt í kvöld. Linda hefur lengi haldið úti uppskriftarsíðunni lindaben.is, verið með samnefnda Instagramsíðu og unnið sem uppskriftarhöfundur undanfarin tíu ár. Þar hefur hún deilt uppskriftum og veitt innsýn í líf sitt svo athygli hefur vakið. Snýst um skipulagningu og einföldun „Í þættinum mun ég veita ráð varðandi jólaundirbúninginn sem hafa alltaf reynst mér vel. Eitt er til dæmis að skipuleggja fram í tímann allt sem þarf að gera, allt frá gjöfum, mat og skreytingum. Þá er gott að setja sér takmark, hvað allt megi kosta til að forðast óþarfa peningaáhyggjur að jólum loknum,“ segir Linda. Hún segir marga hætta til að flækja málin um of í aðdraganda jóla, enda hafi flestar fjölskyldur í nógu að snúast. „Þá er líka gott að setja sér raunhæft markmið um það hvað maður getur gert og muna eftir því að skipuleggja líka hvíld og rólegar stundir.“ Linda sem býður upp á bakstursvörur í búðum undir sínu nafni mun einnig veita handhæg ráð þegar kemur að bakstrinum og þegar haldin eru jólaboð. Þá skipti máli að einbeita sér að fáum réttum, líkt og Linda kemur inn á í þættinum. „Ég sýni líka hvernig má einfalda smákökubaksturinn, gef hugmyndir að því hvernig maður getur útbúið fallega gjafakassa með smákökum sem henta meðal annars vel sem gjöf til að taka með þegar manni er boðið í matarboð um jólin.“ Hafði mömmu sér við hlið í þáttunum Líklega eru fáir eins þekktir hér á landi þegar kemur að bakstri og Linda. Hún segir baksturinn og matargerð einfaldlega alltaf hafa átt hug hennar og hjarta allt frá því hún var lítil. „Ég á sterkar minningar af mér sem barn að hjálpa ömmu minni að gera hádegismat en hún rak bóndabæ og var alltaf með minnst tíu manns í mat í hádeginu. Eins er ég alin upp af miklum ástríðukokki, henni mömmu minni, en það var alltaf heimatilbúin kvöldmáltíð öll kvöld í æsku sem alltaf brögðuðust dásamlega. Við bökuðum líka mikið saman þegar ég var yngri.“ Linda segir að þegar hún hafi verið orðin nógu gömul til þess að baka sjálf hafi það orðið aðaláhugamálið. Hún hafi ansi oft platað vini sína heim eftir skóla að baka, mömmu hennar til mismikillar ánægju. „Enda fannst mér ekki eins gaman að ganga frá í eldhúsinu,“ segir Linda hlæjandi. „Mamma á heiðurinn af nokkrum uppskriftum á síðunni minni og hefur hjálpað mér mikið við að verða betri uppskriftarhöfundur. Eins var hún mér við hlið þegar við vorum að taka upp þættina.“ Bíó og sjónvarp Matur Aðventan með Lindu Ben Jól Mest lesið Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið Menning Fleiri fréttir Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Sjá meira
Þættirnir verða á dagskrá á Stöð 2 á miðvikudagskvöldum og birtast svo í heild sinni á Vísi morguninn eftir. „Ég get ekki beðið,“ segir Linda í samtali við Vísi spurð hvernig það leggist í hana að þjóðin fái loksins að sjá fyrsta þátt í kvöld. Linda hefur lengi haldið úti uppskriftarsíðunni lindaben.is, verið með samnefnda Instagramsíðu og unnið sem uppskriftarhöfundur undanfarin tíu ár. Þar hefur hún deilt uppskriftum og veitt innsýn í líf sitt svo athygli hefur vakið. Snýst um skipulagningu og einföldun „Í þættinum mun ég veita ráð varðandi jólaundirbúninginn sem hafa alltaf reynst mér vel. Eitt er til dæmis að skipuleggja fram í tímann allt sem þarf að gera, allt frá gjöfum, mat og skreytingum. Þá er gott að setja sér takmark, hvað allt megi kosta til að forðast óþarfa peningaáhyggjur að jólum loknum,“ segir Linda. Hún segir marga hætta til að flækja málin um of í aðdraganda jóla, enda hafi flestar fjölskyldur í nógu að snúast. „Þá er líka gott að setja sér raunhæft markmið um það hvað maður getur gert og muna eftir því að skipuleggja líka hvíld og rólegar stundir.“ Linda sem býður upp á bakstursvörur í búðum undir sínu nafni mun einnig veita handhæg ráð þegar kemur að bakstrinum og þegar haldin eru jólaboð. Þá skipti máli að einbeita sér að fáum réttum, líkt og Linda kemur inn á í þættinum. „Ég sýni líka hvernig má einfalda smákökubaksturinn, gef hugmyndir að því hvernig maður getur útbúið fallega gjafakassa með smákökum sem henta meðal annars vel sem gjöf til að taka með þegar manni er boðið í matarboð um jólin.“ Hafði mömmu sér við hlið í þáttunum Líklega eru fáir eins þekktir hér á landi þegar kemur að bakstri og Linda. Hún segir baksturinn og matargerð einfaldlega alltaf hafa átt hug hennar og hjarta allt frá því hún var lítil. „Ég á sterkar minningar af mér sem barn að hjálpa ömmu minni að gera hádegismat en hún rak bóndabæ og var alltaf með minnst tíu manns í mat í hádeginu. Eins er ég alin upp af miklum ástríðukokki, henni mömmu minni, en það var alltaf heimatilbúin kvöldmáltíð öll kvöld í æsku sem alltaf brögðuðust dásamlega. Við bökuðum líka mikið saman þegar ég var yngri.“ Linda segir að þegar hún hafi verið orðin nógu gömul til þess að baka sjálf hafi það orðið aðaláhugamálið. Hún hafi ansi oft platað vini sína heim eftir skóla að baka, mömmu hennar til mismikillar ánægju. „Enda fannst mér ekki eins gaman að ganga frá í eldhúsinu,“ segir Linda hlæjandi. „Mamma á heiðurinn af nokkrum uppskriftum á síðunni minni og hefur hjálpað mér mikið við að verða betri uppskriftarhöfundur. Eins var hún mér við hlið þegar við vorum að taka upp þættina.“
Bíó og sjónvarp Matur Aðventan með Lindu Ben Jól Mest lesið Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið Menning Fleiri fréttir Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Sjá meira