Körfubolti

Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Mörg góð nöfn rötuðu á listann. 
Mörg góð nöfn rötuðu á listann. 

Andri Már Eggertsson, Nablinn, hefur á undanförnum fjórum árum öðlast frægð fyrir frábær viðtöl og framkomu á skjánum. Hann er reglulegur gestur á Körfuboltakvöldi og var beðinn um að velja fimm leikmenn eða þjálfara sem hann hefur ekki tekið viðtal við, en væri til í að taka tali.

„Ég er búinn að fylgjast með körfubolta lengi og fór að hugsa, hvaða fimm í körfuboltasögu Íslands hefði ég viljað taka viðtal við? Ég var með fullt af nöfnum,“ sagði Andri sem var með þó nokkuð marga Keflvíkinga á listanum, enda þykja þeir frábærir viðmælendur.

„Ég reyndi að hafa ekki bara Keflvíkinga en þetta endaði eiginlega mest þannig.“

Einn erlendur leikmaður

Einn Bandaríkjamaður rataði á listann, Stefan Bonneau, sem Tómas Steindórsson gat státað sig af að hafa tekið viðtal við. Ekki nóg með það heldur hefur Tómas líka tekið viðtal við móður hans.

Fannar Ólafsson augljóst val

„Augljósasti kosturinn“ á listanum var Fannar Ólafsson, fimmfaldur Íslandsmeistari með Keflavík og KR, sem skipaði annað sætið hjá Andra.

„Það þarf ekkert að ræða þetta en sæti eitt og tvö er svona, þú hefðir getað bara hent pening upp á það.“

Klippa: Andri Már velur fimm draumaviðmælendur

Stórskemmtilegt innslag úr Bónus Körfuboltakvöldi Extra má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Extra þættirnir eru á dagskrá alla þriðjudaga. Körfuboltakvöld gerir upp allar umferðir í Bónus deild karla og er á dagskrá næsta laugardag klukkan 18:35 á Stöð 2 Sport.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×