Nýliðar Ipswich Town komu mörgum á óvart með því að vinna 2-1 útisigur á Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í dag. Newcastle skaut á sama tíma spútniklið Nottingham Forset niður á jörðina með 3-1 úitsigri.
Ipswich komst upp úr fallsæti með sigrinum sem var sá fyrsti hjá liðinu á tímabilinu.
Bæði mörkin komu í fyrri hálfleiknum. Sammie Szmodics skoraði það fyrra mark bakfallsspyrnu á 31. mínútu en Liam Delap það síðara á 43. mínútu.
Mark var dæmt af Dominic Solanke á 49. mínútu en Rodrigo Bentancur minnkaði muninn á 69. mínútu. Næst komust heimamenn í Tottenham ekki.
Solanke fékk reyndar algjör dauðafæri í uppbótatíma en Arijanet Muric varði frábærlega.
Tottenham hefur ekki náð að fylgja eftir sigurleikjum sínum á leiktíðinni og tapað og unnið á víxl. Liðið er í tíunda sæti eftir þetta tap.
Notthinghan Forest hafði aðeins tapað einu sinni á tímabilinu og var í þriðja sætinu fyrir heimaleikinn á móti Newcastle í dag. Newcastle skoraði þrjú mörk í seinni hálfleik og vann 3-1.
Forest menn komust yfir á 21. mínútu með marki Murillo en það dugði skammt.
Svíinn Alexander Isak jafnaði á 54. mínútu og Joelinton lagði síðan upp mark fyrir á 72. mínútu. Harvey Barnes skoraði síðan þriðja markið sjö mínútum fyrir leikslok.