„Leið eins og ég væri í einhverju sorgarferli“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. nóvember 2024 11:30 Arnar Gunnlaugsson var í leikbanni í úrslitaleiknum á móti Breiðabliki og hér sést hann fylgjast með leiknum úr áhorfendastúkunni. Vísir/Anton Brink Víkingar spila í dag sinn fyrsta leik eftir tapið sára í úrslitaleiknum um Íslandsmeistaratitilinn. Víkingar misstu báða bikarana í sumar en tímabilið er ekki búið og Víkingar eru á heimavelli í Sambandsdeildinni í dag. Víkingar mæta bosníska félaginu Borac á Kópavogsvellinum í dag. Þetta er þriðji leikur Víkingsliðsins í aðalkeppni Sambandsdeildarinnar en Víkingar unnu síðasta Evrópuleik sinn á móti Cercle Brugge frá Belgíu. Þetta er líka fyrsti leikur Víkingsliðsins síðan að liðið tapaði 3-0 fyrir Breiðabliki á heimavelli í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn. Nú eru Víkingar komnir á heimavöll nýkrýndra Íslandsmeistara Breiðabliks en aðstöðuleysi í Laugardalnum og Víkinni urðu til þess að Víkingar spila heimaleiki sína á Kópavogsvellinum. Arnar Gunnlaugsson ræddi leikinn við Aron Guðmundsson eftir blaðamannafund Víkinga. Hann viðurkenndi að það hafi verið erfitt að rífa sína menn upp eftir vonbrigðin á móti Blikum. Svo mikið sjokk fyrir mig „Það var alveg vandasamt og mér leið eins og ég væri í einhverju sorgarferli. Afneitun og reiði og allt sem því fylgir. Svo verður þú að gera þetta upp,“ sagði Arnar Gunnlaugsson. „Ég held líka að þetta hafi verið svo mikið sjokk fyrir mig og leikmennina enda erum við vanir svo mikilli velgengni. Ég er ekki vanur því að tapa úrslitaleikjum og þú kannt ekki að alveg við að takast á við þessa tilfinningu,“ sagði Arnar. Frábært tímabil og frábær fjögur ár „Svo vaknaði maður bara tveimur til þremur dögum eftir leikinn með bros á vör. Þú setur allt í samhengi og sérð hversu frábært tímabil þetta er búið að vera. Hversu frábær síðustu fjögur ár eru búin að vera,“ sagði Arnar og segir að Víkingsliðið hafi verið á fullu á öllum þremur vígstöðvum. „Þú ert ekki að velja þér mót. Eitt árið er Sambandsdeildin æðisleg og Íslandsmótið ömurlegt en annað ár er Íslandsmóti æðislegt og Sambandsdeildin ömurleg og bikarkeppnin ömurleg. Við vorum uppi á öllum stöðum og það eru bara alvöru lið sem gera það,“ sagði Arnar. Það má sjá allt viðtalið og það sem hann sagði um mótherja dagsins hér fyrir neðan. Klippa: „Ég held líka að þetta hafi verið svo mikið sjokk fyrir mig“ Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið „Ég er langbesti körfubolta þjálfari á landinu og það vita það allir” Körfubolti Manchester United reynir að skrúfa fyrir lekann Enski boltinn Lettneskur landsliðsmaður fannst látinn í Moskvu Körfubolti Sveindís Jane fékk að byrja í Meistaradeildinni Fótbolti Liðsfélagi Alberts gefur út rappplötu Fótbolti Freyr rekinn frá Kortrijk í kvöld Fótbolti Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Handbolti Conor McGregor ætlar að berjast við YouTube stjörnu Sport Juventus enn taplaust og áfram í bikarnum Fótbolti Bleikur Lamine Yamal kynnti nýju skóna sína Fótbolti Fleiri fréttir Liðsfélagi Alberts gefur út rappplötu Manchester United reynir að skrúfa fyrir lekann Juventus enn taplaust og áfram í bikarnum Sveindís Jane fékk að byrja í Meistaradeildinni Bleikur Lamine Yamal kynnti nýju skóna sína Ofurdeild Evrópu aftur á dagskrá en undir nýju nafni og með 96 liðum Freyr rekinn frá Kortrijk í kvöld Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Mudryk í áfalli eftir að hafa fallið á lyfjaprófinu United hefur áhuga á framherja sem er í frystinum hjá PSG Eyddi níu milljónum í bikara fyrir starfsliðið Vill að Liverpool kaupi vinstri bakvörð Bournemouth Draumurinn að spila fyrir Liverpool Mudryk féll á lyfjaprófi Ronaldo býður sig fram til forseta brasilíska knattspyrnusambandsins Stuðningsmaður City lést á leiknum gegn United Handtekin vegna andláts barnabarns Steve Bruce FIFA þurfti að biðja verðandi mótherja Íslands afsökunar Sif gaf Fortuna síðustu treyju föður síns Stríddu leikmanni Man. City með því kjósa hann mann leiksins Frábær aukaspyrna Unal tryggði Bournemouth stig Inter á hælum toppliðanna eftir stórsigur Gleði hjá Vålerenga eftir að liðsfélagi Sædísar heldur áfram að spila Höfuðkúpubraut fótboltamann Lamine Yamal aftur meiddur og nú frá í margar vikur Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Þorsteinn sá spaugilegu hliðina á EM-drættinum Norðmenn sáttir með riðilinn á EM: Draumadráttur Klopp slapp við að reka fyrrum aðstoðarmanninn Íslensku stelpurnar í riðli með heimakonum á EM í Sviss Sjá meira
Víkingar mæta bosníska félaginu Borac á Kópavogsvellinum í dag. Þetta er þriðji leikur Víkingsliðsins í aðalkeppni Sambandsdeildarinnar en Víkingar unnu síðasta Evrópuleik sinn á móti Cercle Brugge frá Belgíu. Þetta er líka fyrsti leikur Víkingsliðsins síðan að liðið tapaði 3-0 fyrir Breiðabliki á heimavelli í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn. Nú eru Víkingar komnir á heimavöll nýkrýndra Íslandsmeistara Breiðabliks en aðstöðuleysi í Laugardalnum og Víkinni urðu til þess að Víkingar spila heimaleiki sína á Kópavogsvellinum. Arnar Gunnlaugsson ræddi leikinn við Aron Guðmundsson eftir blaðamannafund Víkinga. Hann viðurkenndi að það hafi verið erfitt að rífa sína menn upp eftir vonbrigðin á móti Blikum. Svo mikið sjokk fyrir mig „Það var alveg vandasamt og mér leið eins og ég væri í einhverju sorgarferli. Afneitun og reiði og allt sem því fylgir. Svo verður þú að gera þetta upp,“ sagði Arnar Gunnlaugsson. „Ég held líka að þetta hafi verið svo mikið sjokk fyrir mig og leikmennina enda erum við vanir svo mikilli velgengni. Ég er ekki vanur því að tapa úrslitaleikjum og þú kannt ekki að alveg við að takast á við þessa tilfinningu,“ sagði Arnar. Frábært tímabil og frábær fjögur ár „Svo vaknaði maður bara tveimur til þremur dögum eftir leikinn með bros á vör. Þú setur allt í samhengi og sérð hversu frábært tímabil þetta er búið að vera. Hversu frábær síðustu fjögur ár eru búin að vera,“ sagði Arnar og segir að Víkingsliðið hafi verið á fullu á öllum þremur vígstöðvum. „Þú ert ekki að velja þér mót. Eitt árið er Sambandsdeildin æðisleg og Íslandsmótið ömurlegt en annað ár er Íslandsmóti æðislegt og Sambandsdeildin ömurleg og bikarkeppnin ömurleg. Við vorum uppi á öllum stöðum og það eru bara alvöru lið sem gera það,“ sagði Arnar. Það má sjá allt viðtalið og það sem hann sagði um mótherja dagsins hér fyrir neðan. Klippa: „Ég held líka að þetta hafi verið svo mikið sjokk fyrir mig“
Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið „Ég er langbesti körfubolta þjálfari á landinu og það vita það allir” Körfubolti Manchester United reynir að skrúfa fyrir lekann Enski boltinn Lettneskur landsliðsmaður fannst látinn í Moskvu Körfubolti Sveindís Jane fékk að byrja í Meistaradeildinni Fótbolti Liðsfélagi Alberts gefur út rappplötu Fótbolti Freyr rekinn frá Kortrijk í kvöld Fótbolti Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Handbolti Conor McGregor ætlar að berjast við YouTube stjörnu Sport Juventus enn taplaust og áfram í bikarnum Fótbolti Bleikur Lamine Yamal kynnti nýju skóna sína Fótbolti Fleiri fréttir Liðsfélagi Alberts gefur út rappplötu Manchester United reynir að skrúfa fyrir lekann Juventus enn taplaust og áfram í bikarnum Sveindís Jane fékk að byrja í Meistaradeildinni Bleikur Lamine Yamal kynnti nýju skóna sína Ofurdeild Evrópu aftur á dagskrá en undir nýju nafni og með 96 liðum Freyr rekinn frá Kortrijk í kvöld Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Mudryk í áfalli eftir að hafa fallið á lyfjaprófinu United hefur áhuga á framherja sem er í frystinum hjá PSG Eyddi níu milljónum í bikara fyrir starfsliðið Vill að Liverpool kaupi vinstri bakvörð Bournemouth Draumurinn að spila fyrir Liverpool Mudryk féll á lyfjaprófi Ronaldo býður sig fram til forseta brasilíska knattspyrnusambandsins Stuðningsmaður City lést á leiknum gegn United Handtekin vegna andláts barnabarns Steve Bruce FIFA þurfti að biðja verðandi mótherja Íslands afsökunar Sif gaf Fortuna síðustu treyju föður síns Stríddu leikmanni Man. City með því kjósa hann mann leiksins Frábær aukaspyrna Unal tryggði Bournemouth stig Inter á hælum toppliðanna eftir stórsigur Gleði hjá Vålerenga eftir að liðsfélagi Sædísar heldur áfram að spila Höfuðkúpubraut fótboltamann Lamine Yamal aftur meiddur og nú frá í margar vikur Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Þorsteinn sá spaugilegu hliðina á EM-drættinum Norðmenn sáttir með riðilinn á EM: Draumadráttur Klopp slapp við að reka fyrrum aðstoðarmanninn Íslensku stelpurnar í riðli með heimakonum á EM í Sviss Sjá meira