„Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 5. nóvember 2024 09:00 Fjöllistakonan Melkorka Sigríður Magnúsdóttir ræddi við blaðamann um nýtt dansverk. Elísabet Blöndal „Það er eitthvað töfrandi við það að leyfa sér að vera eins og barn,“ segir tónlistarkonan, danshöfundurinn og nýsköpunarfræðingurinn Melkorka Sigríður Magnúsdóttir. Hún var að frumsýna dansverkið Hverfa í samstarfi við Íslenska dansflokkinn um helgina á stóra sviðinu í Borgarleikhúsinu og stemningin var í hæstu hæðum. Melkorka Sigríður er listakona sem ber marga hatta og er meðal annars meðlimur hljómsveitarinnar Milkywhale. Hún er með einstakan og smekklegan stíl og tekur því sjaldnast rólega en samhliða stórum verkefnum um þessar mundir er hún drífandi í framkvæmdum og nýbúin að taka íbúð sína í Kvisthaga algjörlega í gegn. Blaðamaður ræddi við hana um Hverfu. Neðst í fréttinni má svo finna myndaveislu frá frumsýningunni. Milkywhale samdi tónlistina fyrir dansverkið Hverfa.Aðsend Hvernig var að frumsýna? Frumsýningin gekk vel! Þetta var eins og að hleypa einhverju sem hefur kraumað lengi út í heiminn. Ég var með smá fiðring en líka glöð og stend mikið með þessu verki. Það er eitthvað svo gefandi að sjá eigin sköpunarverk lifna við á sviði eftir allan undirbúninginn og vinnuna sem hefur verið lögð í það. Mér fannst flytjendurnir báðir fara mjög fallega með efniviðinn og ég sat meyr og þakklát út í sal og hefði ekki getað beðið um meira. Hefur þetta verið langt ferli? Já, það mætti segja það. Ferlið frá hugmynd á blaði og að frumsýningu getur tekið nokkur ár því það þarf að sækja um styrki og fjármagna sýninguna áður en ég byrja að vinna með dönsurum og listrænu teymi í stúdíói. Þetta hefur verið langt ferðalag með endalausum tilraunum og breytingum. Ég er þó líka svo heppin að vera með frábærlega hæfileikaríkt fólk í kringum mig sem hefur gert vinnuferlið svo skemmtilegt. Hvað stendur upp úr? Það sem stendur mest upp úr er samvinna hópsins. Allir hafa lagt sig 100 prósent fram og gefið allt sitt í verkið. Ég trúi því líka staðfastlega að ef maður hefur gleði, smá fíflagang og tekur sig ekki of alvarlega að leiðarljósi í lífinu, þá verður eitthvað gott til. Og auðvitað er alltaf ótrúlega gaman að sjá hugmynd á blaði verða að heilu dansverki á stóra sviði Borgarleikhússins. Hvaðan sækir þú innblásturinn í listsköpuninni? Ég sæki fyrst og fremst innblástur í leikinn og leikgleðina. Það er eitthvað töfrandi við að leyfa sér að vera eins og barn, óhræddur við að prófa nýja hluti, gera mistök og finna gleði í því að hreyfa sig. Mér finnst við fullorðna fólkið stundum of upptekið af því að gera allt rétt en í sköpunarferlinu vil ég sleppa tökunum og einbeita mér að því sem vekur gleði og forvitni. Ég trúi því líka að við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur. Það barn sem kann að vera í núinu og sér fegurðina í smáatriðum. Þessi leikgleði er það sem heldur mér gangandi í listinni. View this post on Instagram A post shared by Iceland Dance Company | Íslenski dansflokkurinn (@icelanddancecompany) Hverjar finnst þér mest krefjandi hliðar listarinnar? Það er alltaf áskorun að stýra skapandi ferli. Maður þarf að ögra sér, sérstaklega þegar maður lendir á vegg og finnur að hugmyndirnar vilja ekki koma eins auðveldlega og von var á. Það er líka krefjandi að hafa trú á eigin verkum þegar maður er í miðju vinnuferli og veit ekki hvert vinnan mun leiða. Um leið er þetta það sem gerir þetta allt spennandi. Svo gæti ég auðvitað alltaf talað um skort á fjármagni í sviðslistum sem gerir sjálfstætt starfandi sviðslistafólki erfitt fyrir að vinna að verkefnum sínum á ársgrundvelli. View this post on Instagram A post shared by Milkywhale (@milkywhalemusic) Hvað er á döfinni hjá þér? Ég og Árni Rúnar í Milkywhale erum að klára ný popplög sem eru unnin upp úr tónlistinni í sýningunni. Lögin okkar eru nokkurs konar samhverfa við dansverkið og fyrsti smellurinn, Breathe in, kemur út í næstu viku. Okkur finnst ótrúlega gaman að vinna saman og núna þegar frumsýningin er búin getum við byrjað að æfa upp live settið okkar svo við getum farið að spila meira. Við verðum á Reykjavik Dance Festival í Iðnó og svo eru nokkur önnur mjög spennandi verkefni í pípunum. Það er klárlega „comeback“. Hér má sjá vel valdar myndir frá frumsýningunni: Karítas Ósk og Guðfinna Birta voru í góðum gír.Elísabet Blöndal Dansarinn og listakonan Sigríður Soffía, til hægri, lét sig ekki vanta.Elísabet Blöndal Rünno Allikivi og Melkorka Sigríður.Elísabet Blöndal Edda Konráðsdóttir, Karítas Ósk, Melkorka, Guðfinna og Michelle Spinei.Elísabet Blöndal Knús og gleði á frumsýningunni og Melkorka, til vinstri, brosti sínu breiðasta.Elísabet Blöndal Melkorka og Rünno Allikivi með góðum vinum.Elísabet Blöndal Þessir skáluðu fyrir listinni!Elísabet Blöndal Þórður Jörundsson og Elín Hansdóttir.Elísabet Blöndal Knús og hamingjuóskir!Elísabet Blöndal Margt var um manninn í Borgarleikhúsinu.Elísabet Blöndal Rünno Allikivi sendir þumalputtana upp!Elísabet Blöndal Þórður Jör, Elín Hansdóttir, Melkorka og fleiri á góðu spjalli.Elísabet Blöndal Glæsilegar skvísur!Elísabet Blöndal Glæsilegir gestir.Elísabet Blöndal Gleðin var í fyrirrúmi!Elísabet Blöndal Gestir ganga inn í salinn.Elísabet Blöndal Guðfinna Birta Valgeirsdóttir skálaði í kampavín fyrir dansgleðinni.Elísabet Blöndal Melkorka var í skýjunum með frumsýninguna.Elísabet Blöndal Dans Menning Samkvæmislífið Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Melkorka Sigríður er listakona sem ber marga hatta og er meðal annars meðlimur hljómsveitarinnar Milkywhale. Hún er með einstakan og smekklegan stíl og tekur því sjaldnast rólega en samhliða stórum verkefnum um þessar mundir er hún drífandi í framkvæmdum og nýbúin að taka íbúð sína í Kvisthaga algjörlega í gegn. Blaðamaður ræddi við hana um Hverfu. Neðst í fréttinni má svo finna myndaveislu frá frumsýningunni. Milkywhale samdi tónlistina fyrir dansverkið Hverfa.Aðsend Hvernig var að frumsýna? Frumsýningin gekk vel! Þetta var eins og að hleypa einhverju sem hefur kraumað lengi út í heiminn. Ég var með smá fiðring en líka glöð og stend mikið með þessu verki. Það er eitthvað svo gefandi að sjá eigin sköpunarverk lifna við á sviði eftir allan undirbúninginn og vinnuna sem hefur verið lögð í það. Mér fannst flytjendurnir báðir fara mjög fallega með efniviðinn og ég sat meyr og þakklát út í sal og hefði ekki getað beðið um meira. Hefur þetta verið langt ferli? Já, það mætti segja það. Ferlið frá hugmynd á blaði og að frumsýningu getur tekið nokkur ár því það þarf að sækja um styrki og fjármagna sýninguna áður en ég byrja að vinna með dönsurum og listrænu teymi í stúdíói. Þetta hefur verið langt ferðalag með endalausum tilraunum og breytingum. Ég er þó líka svo heppin að vera með frábærlega hæfileikaríkt fólk í kringum mig sem hefur gert vinnuferlið svo skemmtilegt. Hvað stendur upp úr? Það sem stendur mest upp úr er samvinna hópsins. Allir hafa lagt sig 100 prósent fram og gefið allt sitt í verkið. Ég trúi því líka staðfastlega að ef maður hefur gleði, smá fíflagang og tekur sig ekki of alvarlega að leiðarljósi í lífinu, þá verður eitthvað gott til. Og auðvitað er alltaf ótrúlega gaman að sjá hugmynd á blaði verða að heilu dansverki á stóra sviði Borgarleikhússins. Hvaðan sækir þú innblásturinn í listsköpuninni? Ég sæki fyrst og fremst innblástur í leikinn og leikgleðina. Það er eitthvað töfrandi við að leyfa sér að vera eins og barn, óhræddur við að prófa nýja hluti, gera mistök og finna gleði í því að hreyfa sig. Mér finnst við fullorðna fólkið stundum of upptekið af því að gera allt rétt en í sköpunarferlinu vil ég sleppa tökunum og einbeita mér að því sem vekur gleði og forvitni. Ég trúi því líka að við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur. Það barn sem kann að vera í núinu og sér fegurðina í smáatriðum. Þessi leikgleði er það sem heldur mér gangandi í listinni. View this post on Instagram A post shared by Iceland Dance Company | Íslenski dansflokkurinn (@icelanddancecompany) Hverjar finnst þér mest krefjandi hliðar listarinnar? Það er alltaf áskorun að stýra skapandi ferli. Maður þarf að ögra sér, sérstaklega þegar maður lendir á vegg og finnur að hugmyndirnar vilja ekki koma eins auðveldlega og von var á. Það er líka krefjandi að hafa trú á eigin verkum þegar maður er í miðju vinnuferli og veit ekki hvert vinnan mun leiða. Um leið er þetta það sem gerir þetta allt spennandi. Svo gæti ég auðvitað alltaf talað um skort á fjármagni í sviðslistum sem gerir sjálfstætt starfandi sviðslistafólki erfitt fyrir að vinna að verkefnum sínum á ársgrundvelli. View this post on Instagram A post shared by Milkywhale (@milkywhalemusic) Hvað er á döfinni hjá þér? Ég og Árni Rúnar í Milkywhale erum að klára ný popplög sem eru unnin upp úr tónlistinni í sýningunni. Lögin okkar eru nokkurs konar samhverfa við dansverkið og fyrsti smellurinn, Breathe in, kemur út í næstu viku. Okkur finnst ótrúlega gaman að vinna saman og núna þegar frumsýningin er búin getum við byrjað að æfa upp live settið okkar svo við getum farið að spila meira. Við verðum á Reykjavik Dance Festival í Iðnó og svo eru nokkur önnur mjög spennandi verkefni í pípunum. Það er klárlega „comeback“. Hér má sjá vel valdar myndir frá frumsýningunni: Karítas Ósk og Guðfinna Birta voru í góðum gír.Elísabet Blöndal Dansarinn og listakonan Sigríður Soffía, til hægri, lét sig ekki vanta.Elísabet Blöndal Rünno Allikivi og Melkorka Sigríður.Elísabet Blöndal Edda Konráðsdóttir, Karítas Ósk, Melkorka, Guðfinna og Michelle Spinei.Elísabet Blöndal Knús og gleði á frumsýningunni og Melkorka, til vinstri, brosti sínu breiðasta.Elísabet Blöndal Melkorka og Rünno Allikivi með góðum vinum.Elísabet Blöndal Þessir skáluðu fyrir listinni!Elísabet Blöndal Þórður Jörundsson og Elín Hansdóttir.Elísabet Blöndal Knús og hamingjuóskir!Elísabet Blöndal Margt var um manninn í Borgarleikhúsinu.Elísabet Blöndal Rünno Allikivi sendir þumalputtana upp!Elísabet Blöndal Þórður Jör, Elín Hansdóttir, Melkorka og fleiri á góðu spjalli.Elísabet Blöndal Glæsilegar skvísur!Elísabet Blöndal Glæsilegir gestir.Elísabet Blöndal Gleðin var í fyrirrúmi!Elísabet Blöndal Gestir ganga inn í salinn.Elísabet Blöndal Guðfinna Birta Valgeirsdóttir skálaði í kampavín fyrir dansgleðinni.Elísabet Blöndal Melkorka var í skýjunum með frumsýninguna.Elísabet Blöndal
Dans Menning Samkvæmislífið Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira