CCP kynnir nýjan leik til sögunnar Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 31. október 2024 17:30 Leikurinn var kynntur á EVE Fanfest í fyrra. Aðsend Tölvuleikjaframleiðandinn CCP hefur gefið út nýjan farsímaleik. Leikurinn ber nafnið EVE Galaxy Conquest og tilheyrir EVE-leikjaheim fyrirtækisins. Leikurinn var fyrst kynntur á EVE Fanfest í fyrra og hefur hann nú verið gefinn út fyrir bæði Apple- og Android-síma og -spjaldtölvur. Kynningarstiklu fyrir leikinn má sjá hér að neðan. Fram kemur í fréttatilkynningu frá CCP að leikurinn hafi verið þróaður á starfsstöð CCP í Sjanghæ og að hann gerist í sama söguheimi EVE Online, fyrsta og frægasta tölvuleik CCP sem leit dagsins ljós árið 2003. Þó er engin bein tenging á milli leikjanna tveggja. „Sjálfstæð leikjaupplifun Galaxy Conquest býður upp á nýja tengingu við EVE leikjaheiminn í gegnum farsíma. Leikurinn gengur út á hraðvirka atburðarrás þar sem þátttakendur geta náð völdum og árangri með stjórnun auðlinda, diplómatíu og stríðsátökum,“ segir í tilkynningu frá CCP. CCP var stofnað í Reykjavík árið 1997 en er einnig starfrækt í Lundúnum og Sjanghæ. Hjá CCP starfa 432 starfsmenn frá 29 löndum, þar af um þrjú hundruð á Íslandi. Leikjavísir Mest lesið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Fleiri fréttir Ný Switch kynnt til leiks GameTíví: Berjast fyrir lífinu í Squid Game Leikirnir sem beðið er eftir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví Sjá meira
Leikurinn var fyrst kynntur á EVE Fanfest í fyrra og hefur hann nú verið gefinn út fyrir bæði Apple- og Android-síma og -spjaldtölvur. Kynningarstiklu fyrir leikinn má sjá hér að neðan. Fram kemur í fréttatilkynningu frá CCP að leikurinn hafi verið þróaður á starfsstöð CCP í Sjanghæ og að hann gerist í sama söguheimi EVE Online, fyrsta og frægasta tölvuleik CCP sem leit dagsins ljós árið 2003. Þó er engin bein tenging á milli leikjanna tveggja. „Sjálfstæð leikjaupplifun Galaxy Conquest býður upp á nýja tengingu við EVE leikjaheiminn í gegnum farsíma. Leikurinn gengur út á hraðvirka atburðarrás þar sem þátttakendur geta náð völdum og árangri með stjórnun auðlinda, diplómatíu og stríðsátökum,“ segir í tilkynningu frá CCP. CCP var stofnað í Reykjavík árið 1997 en er einnig starfrækt í Lundúnum og Sjanghæ. Hjá CCP starfa 432 starfsmenn frá 29 löndum, þar af um þrjú hundruð á Íslandi.
Leikjavísir Mest lesið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Fleiri fréttir Ný Switch kynnt til leiks GameTíví: Berjast fyrir lífinu í Squid Game Leikirnir sem beðið er eftir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví Sjá meira