Horfði á lík fljóta fram hjá Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 31. október 2024 22:01 Valencia er eitt drullusvað. AP Photo/Manu Fernandez Minnst hundrað og fjörutíu fórust í hamfaraflóðunum sem riðu yfir í Valencia á Spáni. Líklegt er að sú tala haldi áfram að hækka. Tuga er enn saknað og hafa viðbragðsaðilar leitað í allan dag. Viðbragðsaðilar hafa í dag leitað þeirra sem enn er saknað, eftir að mannskæð flóð riðu yfir í Valencia í fyrradag. Þá hefur verið lögð áhersla á að koma fólki, sem sat fast í bílum sínum þegar flóðið reið yfir, til bjargar en margir voru þegar látnir. „Ég var hér frá hálfníu um kvöldið til sex um morguninn.Slökkviliðsmennirnir tóku eldra fólkið fyrst. Ég er úr nágrenninu og reyndi að hjálpa og bjarga fólki. Fólk var grátandi út um allt. Það komst hvergi,“ segir Luis Sanchez, íbúi í Valencia. „Já, ég sá lík fljóta fram hjá. Ég kallaði en fékk ekki svar.“ Harmi slegnir lögreglumenn í Valencia.AP Photo/Alberto Saiz Forsætisráðherrann hefur biðlað til fólks að halda sig heima - hættan sé ekki yfirstaðin. Spænsk yfirvöld muni aðstoða héraðið, auk þess sem Evrópusambandið muni leggja fram hjálparhönd. Þriggja daga þjóðarsorg var lýst yfir í gær. Filippus sjöundi konungur leiddi mínútu þögn í dag og flaggað var í hálfa stöng í Strassborg og Brussel við alþjóðastofnanir. Flóðin hafa skilið eftir sig slóð eyðileggingar og götur eru eitt drullusvað. Meirihluti heimila er rafmagns-, net- og vatnslaus og verið er að dreifa nausynjavörum til íbúa, þó þær nái ekki til allra. „Við erum að safna mat, vatni öllu sem við getum fundið því maturinn verður hvort sem er ónýtur. Aldraðir komast ekki hingað og fólk er svangt,“ segir Alejandra Mina í samtali við fréttamann AP. Nieves Vargas Cortes, íbúi í borginni, segist hafa þurft að bregða á það örþrifaráð að stela mat, þó það sé henni þvert um geð. „Við erum ekki þjófar, ég vinn fyrir bæinn við þrif í skólanum. En við þurfum að borða. Ég tók barnamat fyrir barnið. Þetta er blautt, svo ég veit ekki hvort það er nothæft. Hvað get ég gefið barninu ef við erum ekki með rafmagn?“ Spánn Náttúruhamfarir Flóð í Valencia 2024 Tengdar fréttir Tala látinna á Spáni hækkar Hundrað og fjörutíu hið minnsta eru látnir vegna hamfaraflóðanna í austurhluta Spánar. Spænska dagblaðið El País hefur eftir yfirvöldum að flestir hinna látnu hafi fundist í Valencia, eða fleiri en hundrað, en dauðsföll hafa líka orðið í Kastilíu La mancha og Andalúsíu. Óttast er að tala látinna haldi áfram að hækka en fjölmargra er enn saknað. 31. október 2024 15:55 Halda áfram leit eftir eyðileggingu flóðanna Halda á leit áfram í Valencia á Spáni þar sem hamfaraflóð hófust í fyrradag. Alls eru 95 látin en líklegt er að sú tala eigi eftir að hækka þegar líður á daginn. Mikill fjöldi viðbragðsaðila frá lögreglu, her og björgunarsveitum mun í dag leita að fólki. Tugir eru enn týnd. 31. október 2024 06:31 Fresta leikjum vegna hamfaraflóða á Spáni Þremur leikjum hefur verið frestað í spænsku bikarkeppninni í fótbolta vegna óveðurs og hamfaraflóða sem gengið hafa yfir austurhluta Spánar. 30. október 2024 14:17 Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Innlent Fleiri fréttir Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Sjá meira
Viðbragðsaðilar hafa í dag leitað þeirra sem enn er saknað, eftir að mannskæð flóð riðu yfir í Valencia í fyrradag. Þá hefur verið lögð áhersla á að koma fólki, sem sat fast í bílum sínum þegar flóðið reið yfir, til bjargar en margir voru þegar látnir. „Ég var hér frá hálfníu um kvöldið til sex um morguninn.Slökkviliðsmennirnir tóku eldra fólkið fyrst. Ég er úr nágrenninu og reyndi að hjálpa og bjarga fólki. Fólk var grátandi út um allt. Það komst hvergi,“ segir Luis Sanchez, íbúi í Valencia. „Já, ég sá lík fljóta fram hjá. Ég kallaði en fékk ekki svar.“ Harmi slegnir lögreglumenn í Valencia.AP Photo/Alberto Saiz Forsætisráðherrann hefur biðlað til fólks að halda sig heima - hættan sé ekki yfirstaðin. Spænsk yfirvöld muni aðstoða héraðið, auk þess sem Evrópusambandið muni leggja fram hjálparhönd. Þriggja daga þjóðarsorg var lýst yfir í gær. Filippus sjöundi konungur leiddi mínútu þögn í dag og flaggað var í hálfa stöng í Strassborg og Brussel við alþjóðastofnanir. Flóðin hafa skilið eftir sig slóð eyðileggingar og götur eru eitt drullusvað. Meirihluti heimila er rafmagns-, net- og vatnslaus og verið er að dreifa nausynjavörum til íbúa, þó þær nái ekki til allra. „Við erum að safna mat, vatni öllu sem við getum fundið því maturinn verður hvort sem er ónýtur. Aldraðir komast ekki hingað og fólk er svangt,“ segir Alejandra Mina í samtali við fréttamann AP. Nieves Vargas Cortes, íbúi í borginni, segist hafa þurft að bregða á það örþrifaráð að stela mat, þó það sé henni þvert um geð. „Við erum ekki þjófar, ég vinn fyrir bæinn við þrif í skólanum. En við þurfum að borða. Ég tók barnamat fyrir barnið. Þetta er blautt, svo ég veit ekki hvort það er nothæft. Hvað get ég gefið barninu ef við erum ekki með rafmagn?“
Spánn Náttúruhamfarir Flóð í Valencia 2024 Tengdar fréttir Tala látinna á Spáni hækkar Hundrað og fjörutíu hið minnsta eru látnir vegna hamfaraflóðanna í austurhluta Spánar. Spænska dagblaðið El País hefur eftir yfirvöldum að flestir hinna látnu hafi fundist í Valencia, eða fleiri en hundrað, en dauðsföll hafa líka orðið í Kastilíu La mancha og Andalúsíu. Óttast er að tala látinna haldi áfram að hækka en fjölmargra er enn saknað. 31. október 2024 15:55 Halda áfram leit eftir eyðileggingu flóðanna Halda á leit áfram í Valencia á Spáni þar sem hamfaraflóð hófust í fyrradag. Alls eru 95 látin en líklegt er að sú tala eigi eftir að hækka þegar líður á daginn. Mikill fjöldi viðbragðsaðila frá lögreglu, her og björgunarsveitum mun í dag leita að fólki. Tugir eru enn týnd. 31. október 2024 06:31 Fresta leikjum vegna hamfaraflóða á Spáni Þremur leikjum hefur verið frestað í spænsku bikarkeppninni í fótbolta vegna óveðurs og hamfaraflóða sem gengið hafa yfir austurhluta Spánar. 30. október 2024 14:17 Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Innlent Fleiri fréttir Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Sjá meira
Tala látinna á Spáni hækkar Hundrað og fjörutíu hið minnsta eru látnir vegna hamfaraflóðanna í austurhluta Spánar. Spænska dagblaðið El País hefur eftir yfirvöldum að flestir hinna látnu hafi fundist í Valencia, eða fleiri en hundrað, en dauðsföll hafa líka orðið í Kastilíu La mancha og Andalúsíu. Óttast er að tala látinna haldi áfram að hækka en fjölmargra er enn saknað. 31. október 2024 15:55
Halda áfram leit eftir eyðileggingu flóðanna Halda á leit áfram í Valencia á Spáni þar sem hamfaraflóð hófust í fyrradag. Alls eru 95 látin en líklegt er að sú tala eigi eftir að hækka þegar líður á daginn. Mikill fjöldi viðbragðsaðila frá lögreglu, her og björgunarsveitum mun í dag leita að fólki. Tugir eru enn týnd. 31. október 2024 06:31
Fresta leikjum vegna hamfaraflóða á Spáni Þremur leikjum hefur verið frestað í spænsku bikarkeppninni í fótbolta vegna óveðurs og hamfaraflóða sem gengið hafa yfir austurhluta Spánar. 30. október 2024 14:17