Viggo Mortensen hraunar yfir Vinicius Valur Páll Eiríksson skrifar 31. október 2024 13:01 Mortensen er ekki parsáttur við hegðun Vinicius og félaga hans hjá Real Madrid. Samsett/Getty Danski leikarinn Viggo Mortensen, sem er hvað þekktastur fyrir að leika Aragorn í Lord of the Rings þríleiknum, skammast sín herfilega fyrir framkomu Real Madrid í kringum afhendingu Gullknattarins í vikunni. Mortensen öðlaðist heimsfrægð þegar hann lék í Lord of the Rings og hefur síðan hlotið tvær Óskarstilnefningar, fyrir Captain Fantastic og Green Book. Hann er mikill fótboltaunnandi og alla tíð verið stuðningsmaður Real Madrid. Félagið hundsaði verðlaunaafhendingu Balon d'Or, Gullknattarins, í vikunni eftir að í ljós kom að Vinicius Junior, leikmaður liðsins, myndi ekki hljóta nafnbótina, sem veitt er besta leikmanni heims á ári hverju. Rodri, leikmaður Manchester City, var valinn besti leikmaður heims og Vinicius varð í öðru sæti. Þeir sem valdið hafa hjá Madrídingum hafa sætt gagnrýni vegna þessa og nú hefur Mortensen bæst í hóp gagnrýnenda. Hann segir félagið sýna af sér mikla vanvirðingu og segir það gefa eftir barnalegu frekjukasti brasilíska kantmannsins. „Eftir að Real Madríd komst að því að dekraða barnið þeirra myndi ekki vinna Ballon d‘Or, og barnið var brjálað og sorgmætt, sagðist félagið ekki ætla að fara þangað sem það er vanvirt. Og ákvörðunin var tekin að styðja við Vinicius Jr og hans reiðikast, og fara ekki til Parísar á verðlaunaafhendinguna,“ segir Mortensen í aðsendu bréfi til spænska miðilsins El País. „Þetta heitir að kunna ekki að tapa, punktur. Ég er stuðningsmaður Real Madrid, en mér finnst að ef félagið fer ekki þangað sem það er vanvirt, þá er það félaginu sjálfu að kenna fyrir svona heimsku, þessa óíþróttamannslegu og hrokafullu framkomu. Áfram Madríd, alltaf, en ég skammast mín afskaplega mikið fyrir þetta,“ segir Mortensen enn fremur. Spænski boltinn Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Sjá meira
Mortensen öðlaðist heimsfrægð þegar hann lék í Lord of the Rings og hefur síðan hlotið tvær Óskarstilnefningar, fyrir Captain Fantastic og Green Book. Hann er mikill fótboltaunnandi og alla tíð verið stuðningsmaður Real Madrid. Félagið hundsaði verðlaunaafhendingu Balon d'Or, Gullknattarins, í vikunni eftir að í ljós kom að Vinicius Junior, leikmaður liðsins, myndi ekki hljóta nafnbótina, sem veitt er besta leikmanni heims á ári hverju. Rodri, leikmaður Manchester City, var valinn besti leikmaður heims og Vinicius varð í öðru sæti. Þeir sem valdið hafa hjá Madrídingum hafa sætt gagnrýni vegna þessa og nú hefur Mortensen bæst í hóp gagnrýnenda. Hann segir félagið sýna af sér mikla vanvirðingu og segir það gefa eftir barnalegu frekjukasti brasilíska kantmannsins. „Eftir að Real Madríd komst að því að dekraða barnið þeirra myndi ekki vinna Ballon d‘Or, og barnið var brjálað og sorgmætt, sagðist félagið ekki ætla að fara þangað sem það er vanvirt. Og ákvörðunin var tekin að styðja við Vinicius Jr og hans reiðikast, og fara ekki til Parísar á verðlaunaafhendinguna,“ segir Mortensen í aðsendu bréfi til spænska miðilsins El País. „Þetta heitir að kunna ekki að tapa, punktur. Ég er stuðningsmaður Real Madrid, en mér finnst að ef félagið fer ekki þangað sem það er vanvirt, þá er það félaginu sjálfu að kenna fyrir svona heimsku, þessa óíþróttamannslegu og hrokafullu framkomu. Áfram Madríd, alltaf, en ég skammast mín afskaplega mikið fyrir þetta,“ segir Mortensen enn fremur.
Spænski boltinn Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Sjá meira