Snoop Dogg vill eignast hlut í Celtic Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. október 2024 12:32 Snoop Dogg er mikill áhugamaður um íþróttir og sló meðal annars í gegn á Ólympíuleikunum í París þar sem hann lýsti hinum ýmsu viðburðum fyrir NBC. getty/Joe Sargent Bandaríski rapparinn Snoop Dogg hefur mikinn áhuga á að eignast hlut í skoska fótboltaliðinu Celtic. Hann hefur hrifist af því að sem Hollywood-stjörnurnar Ryan Reynolds og Rob McElhenney hafa gert hjá Wrexham. Reynolds og McElhenney keyptu Wrexham fyrir tæplega tvær milljónir punda fyrir fjórum árum. Þá var liðið í utandeildinni. Nú er það í C-deildinni og stefnir á að komast upp í B-deildina. Jón Daði Böðvarsson samdi við liðið á dögunum. Fleiri bandarískar stórstjörnur hafa fetað svipaða leið. Tom Brady á til að mynda hlut í Birmingham City og Snoop Dogg gæti orðið næstur. Og hann er búinn að finna draumaliðið sitt. „Ég dýrka það sem Ryan hefur gert með Wrexham. Þetta er frábær saga. Að fjárfesta í íþróttaliði er eitthvað sem ég hef lengi horft til,“ sagði Snopp Dogg. „Ég væri brjálaður að íhuga ekki að fjárfesta í Celtic ef tækifærið gæfist. Ég hef horft á svo mikinn fótbolta í Evrópu en hef aldrei séð stuðningsmenn eins og hjá Celtic. Það er eitthvað einstakt við þá. Það er ástæða fyrir því að stuðningsmenn þeirra eru rómaðir. Bestu leikmennirnir og þjálfararnir í heiminum segja að ekkert jafnist á við Celtic Park og ég vil vera hluti af því.“ Snoop Dogg sagði að til að toppa allt væri lukkudýr Celtic svo hundur. „Þú gætir ekki skáldað það. Snoop Dogg verður hundurinn Hoopy. Það er fullkomin blanda. Fyrirsagnirnar skrifa sig sjálfar,“ sagði Snoop Dogg. Skoski boltinn Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn „Ég elska peninga“ Sport Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Sjá meira
Reynolds og McElhenney keyptu Wrexham fyrir tæplega tvær milljónir punda fyrir fjórum árum. Þá var liðið í utandeildinni. Nú er það í C-deildinni og stefnir á að komast upp í B-deildina. Jón Daði Böðvarsson samdi við liðið á dögunum. Fleiri bandarískar stórstjörnur hafa fetað svipaða leið. Tom Brady á til að mynda hlut í Birmingham City og Snoop Dogg gæti orðið næstur. Og hann er búinn að finna draumaliðið sitt. „Ég dýrka það sem Ryan hefur gert með Wrexham. Þetta er frábær saga. Að fjárfesta í íþróttaliði er eitthvað sem ég hef lengi horft til,“ sagði Snopp Dogg. „Ég væri brjálaður að íhuga ekki að fjárfesta í Celtic ef tækifærið gæfist. Ég hef horft á svo mikinn fótbolta í Evrópu en hef aldrei séð stuðningsmenn eins og hjá Celtic. Það er eitthvað einstakt við þá. Það er ástæða fyrir því að stuðningsmenn þeirra eru rómaðir. Bestu leikmennirnir og þjálfararnir í heiminum segja að ekkert jafnist á við Celtic Park og ég vil vera hluti af því.“ Snoop Dogg sagði að til að toppa allt væri lukkudýr Celtic svo hundur. „Þú gætir ekki skáldað það. Snoop Dogg verður hundurinn Hoopy. Það er fullkomin blanda. Fyrirsagnirnar skrifa sig sjálfar,“ sagði Snoop Dogg.
Skoski boltinn Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn „Ég elska peninga“ Sport Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Sjá meira