Ákvörðun Ísrael að banna UNRWA vekur reiði og ótta Hólmfríður Gísladóttir skrifar 29. október 2024 06:58 Ákvörðunin þýðir að UNRWA mun ekki geta starfað í Ísrael, né á Vesturbakkanum og Gasa. AP/Hassan Eslaiah Ísraelska þingið samþykkti í gær að banna Palestínuflóttamannaaðstoð Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) í Ísrael og að skilgreina stofnunina sem hryðjuverkasamtök. Stofnunin verður nú að hætta starfsemi í landinu innan 90 daga en ákvörðunin um að skilgreina hana sem hryðjuverkasamtök hefur það í för með sér að ísraelsk yfirvöld munu ekki eiga í neinu samstarfi við hana. Þetta þýðir að til viðbótar við að höfuðstöðvum UNRWA í Jerúsalem verður lokað þá verður líklega ekkert af frekari neyðaraðstoð stofnunarinnar á Gasa, þar sem forsvarsmenn hennar og yfirvöld sem fara með umferð í gegnum Rafah mega ekki lengur eiga samstarf. Þannig verða til að mynda ekki gefin út fleiri starfsleyfi til starfsmanna UNRWA né hægt að skipuleggja flutning og dreifingu neyðargagna á svæðinu. Ákvörðunin hefur vakið hörð viðbrögð og menn meðal annars varað við því að annarri neyðaraðstoð sé ekki til að dreifa á Gasa, þar sem fjöldi fólks býr við afar bágar aðstæður og fæðuskort. Philippe Lazzarini, framkvæmdastjóri UNRWA, segir ákvörðunina fordæmalaus og hættulegt fordæmi. „Þessi frumvörp munu aðeins ýta undir neyð Palestínumanna, sérstaklega í Gasa þar sem fólk hefur búið við helvíti í meira en ár,“ sagði hann. Stjórnvöld í Bandaríkjunum og Bretlandi hafa lýst yfir þungum áhyggjum af þeirri stöðu sem upp er komin. Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hefur hvatt Ísraela til að standa við skuldbindingar sínar sem aðildarríki Sameinuðu þjóðanna og sagt að ekki sé hægt að fara á svig við þær með því að breyta innlendum lögum. Sameinuðu þjóðirnar Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Mest lesið „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Innlent Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Innlent Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Innlent Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni Innlent Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Innlent Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Innlent Ákærður fyrir að drepa móður sína Innlent Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Erlent Stjórnsýslan í kringum sjókvíaeldi sé gölluð Innlent Fleiri fréttir Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Tvö geimför á leið til tunglsins Reyna að banna Bandidos-mótorhjólagengið í Danmörku 97 árásir á „örugga svæðið“ á Gasa Forseti Suður-Kóreu handtekinn í mikilli aðgerð Minni vindur í LA en óttast hafði verið Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Greiddi aðila sem þóttist vera Brad Pitt tugi milljóna Bræðurnir Tate lausir úr stofufangelsi, aftur Hamas-liðar samþykktu drög að friðarsamkomulagi Að minnsta kosti hundrað hafa dáið ofan í lokaðri námu Lögðu kapp á að senda Pútín viðvörun vegna eldsprengja Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Flokkur Farage fast á hæla Verkamannaflokksins Segist ítrekað hafa komið í veg fyrir frið á Gasa Segir að Trump hefði verið sakfelldur Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Búa sig undir það versta Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Að minnsta kosti 24 látnir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Sjá meira
Stofnunin verður nú að hætta starfsemi í landinu innan 90 daga en ákvörðunin um að skilgreina hana sem hryðjuverkasamtök hefur það í för með sér að ísraelsk yfirvöld munu ekki eiga í neinu samstarfi við hana. Þetta þýðir að til viðbótar við að höfuðstöðvum UNRWA í Jerúsalem verður lokað þá verður líklega ekkert af frekari neyðaraðstoð stofnunarinnar á Gasa, þar sem forsvarsmenn hennar og yfirvöld sem fara með umferð í gegnum Rafah mega ekki lengur eiga samstarf. Þannig verða til að mynda ekki gefin út fleiri starfsleyfi til starfsmanna UNRWA né hægt að skipuleggja flutning og dreifingu neyðargagna á svæðinu. Ákvörðunin hefur vakið hörð viðbrögð og menn meðal annars varað við því að annarri neyðaraðstoð sé ekki til að dreifa á Gasa, þar sem fjöldi fólks býr við afar bágar aðstæður og fæðuskort. Philippe Lazzarini, framkvæmdastjóri UNRWA, segir ákvörðunina fordæmalaus og hættulegt fordæmi. „Þessi frumvörp munu aðeins ýta undir neyð Palestínumanna, sérstaklega í Gasa þar sem fólk hefur búið við helvíti í meira en ár,“ sagði hann. Stjórnvöld í Bandaríkjunum og Bretlandi hafa lýst yfir þungum áhyggjum af þeirri stöðu sem upp er komin. Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hefur hvatt Ísraela til að standa við skuldbindingar sínar sem aðildarríki Sameinuðu þjóðanna og sagt að ekki sé hægt að fara á svig við þær með því að breyta innlendum lögum.
Sameinuðu þjóðirnar Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Mest lesið „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Innlent Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Innlent Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Innlent Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni Innlent Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Innlent Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Innlent Ákærður fyrir að drepa móður sína Innlent Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Erlent Stjórnsýslan í kringum sjókvíaeldi sé gölluð Innlent Fleiri fréttir Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Tvö geimför á leið til tunglsins Reyna að banna Bandidos-mótorhjólagengið í Danmörku 97 árásir á „örugga svæðið“ á Gasa Forseti Suður-Kóreu handtekinn í mikilli aðgerð Minni vindur í LA en óttast hafði verið Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Greiddi aðila sem þóttist vera Brad Pitt tugi milljóna Bræðurnir Tate lausir úr stofufangelsi, aftur Hamas-liðar samþykktu drög að friðarsamkomulagi Að minnsta kosti hundrað hafa dáið ofan í lokaðri námu Lögðu kapp á að senda Pútín viðvörun vegna eldsprengja Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Flokkur Farage fast á hæla Verkamannaflokksins Segist ítrekað hafa komið í veg fyrir frið á Gasa Segir að Trump hefði verið sakfelldur Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Búa sig undir það versta Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Að minnsta kosti 24 látnir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Sjá meira