Nær dauða en lífi eftir svæsna matareitrun á Michelin stað Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 29. október 2024 09:01 Sigríður Höskuldsdóttir ræddi við blaðamann um líf sitt í Hollandi þar sem hún leggur stund á meistaranám við lífeindafræði. Aðsend Sigríður Höskuldsdóttir er búsett í Maastricht í Hollandi þar sem hún leggur stund á meistaranám í lífeindafræði og nýtur þess til hins ítrasta. Blaðamaður ræddi við hana um lífið og ævintýrin úti. Hvað varð til þess að þú ákvaðst að flytja til Hollands? Ég fæddist í Rotterdam í Hollandi og fjölskyldan mín bjó þar í nokkur ár. Ég var aðeins eins árs þegar við fluttum aftur til Íslands og hef alltaf fundið fyrir smá FOMO þegar þau tala um tímana í Hollandi. Einnig býr besta vinkona mín í Amsterdam og eftir hverja heimsókn til hennar heillaðist ég meira og meira af landinu. Því hefur það verið ákveðinn draumur hjá mér að prófa að búa hérna. Þegar kom að því að velja meistaranám þá rakst ég á nám hérna í Maastricht sem samræmdist mínu áhugasviði og framtíðarmarkmiðum. Ég ákvað að sækja um og komst inn. Sigríður fæddist í Hollandi, hefur búið í Kanada og hefur gaman að því að heimsækja nýja staði.Aðsend Hvað sérðu fram á að búa lengi úti? Námið er tvö ár, þar sem fyrsta árið fer fram í skólanum í Maastricht og annað árið er starfsnám sem meistaraverkefnið byggist á. Starfsnámið má vera hvar sem er í heiminum og því er alveg óljóst hvar ég mun búa eftir ár. Ég er að vinna í því núna að skoða möguleikana og mun sennilega sækja um í nokkrum háskólum eða fyrirtækjum. Þetta námsfyrirkomulag heillaði mig mjög mikið og það verður spennandi að sjá hvar ég verð stödd eftir ár. Sigríður er dugleg að flakka og ferðast og getur valið um starfsnám hvar sem er í heiminum á næsta ári.Aðsend Hafði það verið draumur hjá þér lengi að flytja erlendis? Ég fór í skiptinám til Vancouver í grunnnáminu mínu í næringarfræði í Háskóla Íslands. Sú reynsla var svo ótrúlega skemmtileg og lærdómsrík og fékk mig til að vilja gera þetta aftur. Að mínu mati er fátt jafn þroskandi og að prófa að búa í nýju landi, maður kynnist ólíkum menningarheimum, fjölbreytilegu mannlífi og fólki með. Því var stór draumur hjá mér að flytja aftur út og upplifa að búa á fleiri stöðum. View this post on Instagram A post shared by Sirrý (@sigridurhoskulds) Hvernig er daglegt líf úti? Mitt daglega líf hérna í Maastricht einkennist fyrst og fremst af mér að læra. Námið er mjög krefjandi og það hefur tekið sinn tíma að aðlagast námsfyrirkomulaginu hérna, sem er gjörólíkt því sem ég er vön í HÍ. Fyrstu mánuðirnir í nýjum skóla eru erfiðastir en ég finn að ég á auðveldara með þetta með hverri viku sem líður. Ég er síðan mjög heppin að hafa eignast marga vini í náminu og því er alltaf gaman að mæta upp í skóla og læra með þeim. Um helgar og í frítíma mínum nýt ég þess að skoða borgina, fara á markaði í miðbænum og hitta vini mína í mat og drykk. Það vill svo skemmtilega til að tvær af mínum bestu vinkonum búa líka í Hollandi, önnur í Wageningen og hin í Amsterdam, og eru því margar helgarferðir til þeirra á döfinni. Meiri hluti tímans hjá Sigríði fer í námið.Aðsend Hvað ertu að læra og hvað varð til þess að þú valdir það? Ég er í meistaranámi í Biomedical Sciences í Maastricht University, með sérhæfingu í næringarfræði. Ég var í grunnnámi í næringarfræði í HÍ og þróaði mikinn áhuga á því hvernig næring spilar inn í þróun sjúkdóma, getur fyrirbyggt þá og verið partur af sjúkdómsmeðferðum. Sigríður kláraði Bs í næringarfræði við Háskóla Íslands og leitaði út í meistaranám.Aðsend Hvað finnst þér skemmtilegast við að búa úti? Ég elska Holland og heillast mjög af umhverfinu og menningunni hérna. Til dæmis er mikil stemning fyrir því að sitja úti og fá sér drykk með vinum eða labba um og skoða ýmsa markaði. Það er líka mikil tilbreyting að búa ekki á eyju og geta í raun hoppað upp í næstu lest og farið til einhverrar framandi borgar. Ég hef síðan kynnst yndislegu fólki hérna, sem gerir þessa upplifun enn skemmtilegri. Sigríður hefur eignast mikið af vinum úti og tvær bestu vinkonur hennar frá Íslandi eru sömuleiðis búsettar í Hollandi.Aðsend Hvað er mest krefjandi? Námið er eflaust mest krefjandi, þar sem námsfyrirkomulagið er gjörólíkt öllu sem ég hef upplifað áður. Það tók mig því langan tíma að aðlagast og skilja hvernig er best að nálgast námið. Til dæmis er mikið lagt upp úr því að tjá sig í kennslustundum, geta svarað hinum ýmsu spurningum um námsefnið og tengt það við ákveðin sjúkdómstilfelli. Því fer mikill tími í að undirbúa hverja kennslustund. Einnig eru kröfur um að við höldum áhrifaríka fyrirlestra með góðri enskunotkun og framburði. Því fáum við þjálfun í því og mjög nákvæma gagnrýni. Ég var líka með mjög mikinn loddaralíðan (e. imposter syndrome) til að byrja með þar sem mér fannst allir samnemendur mínir svo klárir. Ástæðan fyrir því er aðallega að margir voru í grunnnáminu í þessum háskóla og þekkja því kennsluhættina vel. Þar af leiðandi átti ég erfitt með að láta vita ef ég skildi ekki eitthvað eða vildi koma skoðunum mínum á framfæri. Það spilar eflaust líka inn í hversu „brutaly honest“ eða hrikalega hreinskilnir kennararnir mínir eru en ég er byrjuð að hafa húmor fyrir því núna. Sigríður segir námsfyrirkomulagið úti allt annað en það sem hún var vön heima á Íslandi. Hún hefur lært heilmikið á síðustu mánuðum og þarf að geta tekið hreinskilinni gagnrýni frá kennurum sínum.Aðsend Finnurðu fyrir heimþrá einhvern tíma? Það kemur fyrir að ég fái heimþrá en þá sakna ég þess aðallega að búa í sama landi og allt fólkið mitt. Ég er þó mjög ánægð hérna og heppin að fá að deila þessari reynslu með tveimur íslenskum vinkonum mínum úr náminu í næringarfræði. Einnig er mjög auðvelt að kynnast fólki hérna og ég var strax komin með vinahóp fyrsta mánuðinn. Sigríður er í sambandi með Birni Vali og er hann duglegur að heimsækja hana. Aðsend Hefurðu lent í einhverju steiktu atviki úti? Kærasti minn kom í heimsókn til mín yfir afmælið mitt og við vorum búin að plana helgarferð til Amsterdam. Síðan bókaði hann borð á eina Michelin veitingastaðnum í Maastricht á afmælisdeginum mínum. Veitingastaðurinn var frábær og mikil upplifun, ostrur og læti. Ég vaknaði síðan um nóttina með svæsna matareitrun og var bókstaflega nær dauða en lífi í viku. Einhvern veginn tókst okkur samt að fara til Amsterdam og njóta. Þrátt fyrir svæsna matareitrun náði hjúin að njóta helgar í Amsterdam.Aðsend Hvað hefur komið þér mest á óvart við lífið úti? Það kom mér mest á óvart hvað margir reykja hérna og hvað það er mikið norm að fara út í sígópásu í skólanum. Einnig er einstaklega erfitt að nálgast góða orkudrykki hérna, sem er mjög krefjandi fyrir íslenskan námsmann eins og mig. Íslendingar erlendis Mest lesið Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum Lífið Diane Keaton er látin Lífið „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Lífið Hristir hausinn yfir fyrra líferni Lífið Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Lífið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Fleiri fréttir Diane Keaton er látin Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Sjá meira
Hvað varð til þess að þú ákvaðst að flytja til Hollands? Ég fæddist í Rotterdam í Hollandi og fjölskyldan mín bjó þar í nokkur ár. Ég var aðeins eins árs þegar við fluttum aftur til Íslands og hef alltaf fundið fyrir smá FOMO þegar þau tala um tímana í Hollandi. Einnig býr besta vinkona mín í Amsterdam og eftir hverja heimsókn til hennar heillaðist ég meira og meira af landinu. Því hefur það verið ákveðinn draumur hjá mér að prófa að búa hérna. Þegar kom að því að velja meistaranám þá rakst ég á nám hérna í Maastricht sem samræmdist mínu áhugasviði og framtíðarmarkmiðum. Ég ákvað að sækja um og komst inn. Sigríður fæddist í Hollandi, hefur búið í Kanada og hefur gaman að því að heimsækja nýja staði.Aðsend Hvað sérðu fram á að búa lengi úti? Námið er tvö ár, þar sem fyrsta árið fer fram í skólanum í Maastricht og annað árið er starfsnám sem meistaraverkefnið byggist á. Starfsnámið má vera hvar sem er í heiminum og því er alveg óljóst hvar ég mun búa eftir ár. Ég er að vinna í því núna að skoða möguleikana og mun sennilega sækja um í nokkrum háskólum eða fyrirtækjum. Þetta námsfyrirkomulag heillaði mig mjög mikið og það verður spennandi að sjá hvar ég verð stödd eftir ár. Sigríður er dugleg að flakka og ferðast og getur valið um starfsnám hvar sem er í heiminum á næsta ári.Aðsend Hafði það verið draumur hjá þér lengi að flytja erlendis? Ég fór í skiptinám til Vancouver í grunnnáminu mínu í næringarfræði í Háskóla Íslands. Sú reynsla var svo ótrúlega skemmtileg og lærdómsrík og fékk mig til að vilja gera þetta aftur. Að mínu mati er fátt jafn þroskandi og að prófa að búa í nýju landi, maður kynnist ólíkum menningarheimum, fjölbreytilegu mannlífi og fólki með. Því var stór draumur hjá mér að flytja aftur út og upplifa að búa á fleiri stöðum. View this post on Instagram A post shared by Sirrý (@sigridurhoskulds) Hvernig er daglegt líf úti? Mitt daglega líf hérna í Maastricht einkennist fyrst og fremst af mér að læra. Námið er mjög krefjandi og það hefur tekið sinn tíma að aðlagast námsfyrirkomulaginu hérna, sem er gjörólíkt því sem ég er vön í HÍ. Fyrstu mánuðirnir í nýjum skóla eru erfiðastir en ég finn að ég á auðveldara með þetta með hverri viku sem líður. Ég er síðan mjög heppin að hafa eignast marga vini í náminu og því er alltaf gaman að mæta upp í skóla og læra með þeim. Um helgar og í frítíma mínum nýt ég þess að skoða borgina, fara á markaði í miðbænum og hitta vini mína í mat og drykk. Það vill svo skemmtilega til að tvær af mínum bestu vinkonum búa líka í Hollandi, önnur í Wageningen og hin í Amsterdam, og eru því margar helgarferðir til þeirra á döfinni. Meiri hluti tímans hjá Sigríði fer í námið.Aðsend Hvað ertu að læra og hvað varð til þess að þú valdir það? Ég er í meistaranámi í Biomedical Sciences í Maastricht University, með sérhæfingu í næringarfræði. Ég var í grunnnámi í næringarfræði í HÍ og þróaði mikinn áhuga á því hvernig næring spilar inn í þróun sjúkdóma, getur fyrirbyggt þá og verið partur af sjúkdómsmeðferðum. Sigríður kláraði Bs í næringarfræði við Háskóla Íslands og leitaði út í meistaranám.Aðsend Hvað finnst þér skemmtilegast við að búa úti? Ég elska Holland og heillast mjög af umhverfinu og menningunni hérna. Til dæmis er mikil stemning fyrir því að sitja úti og fá sér drykk með vinum eða labba um og skoða ýmsa markaði. Það er líka mikil tilbreyting að búa ekki á eyju og geta í raun hoppað upp í næstu lest og farið til einhverrar framandi borgar. Ég hef síðan kynnst yndislegu fólki hérna, sem gerir þessa upplifun enn skemmtilegri. Sigríður hefur eignast mikið af vinum úti og tvær bestu vinkonur hennar frá Íslandi eru sömuleiðis búsettar í Hollandi.Aðsend Hvað er mest krefjandi? Námið er eflaust mest krefjandi, þar sem námsfyrirkomulagið er gjörólíkt öllu sem ég hef upplifað áður. Það tók mig því langan tíma að aðlagast og skilja hvernig er best að nálgast námið. Til dæmis er mikið lagt upp úr því að tjá sig í kennslustundum, geta svarað hinum ýmsu spurningum um námsefnið og tengt það við ákveðin sjúkdómstilfelli. Því fer mikill tími í að undirbúa hverja kennslustund. Einnig eru kröfur um að við höldum áhrifaríka fyrirlestra með góðri enskunotkun og framburði. Því fáum við þjálfun í því og mjög nákvæma gagnrýni. Ég var líka með mjög mikinn loddaralíðan (e. imposter syndrome) til að byrja með þar sem mér fannst allir samnemendur mínir svo klárir. Ástæðan fyrir því er aðallega að margir voru í grunnnáminu í þessum háskóla og þekkja því kennsluhættina vel. Þar af leiðandi átti ég erfitt með að láta vita ef ég skildi ekki eitthvað eða vildi koma skoðunum mínum á framfæri. Það spilar eflaust líka inn í hversu „brutaly honest“ eða hrikalega hreinskilnir kennararnir mínir eru en ég er byrjuð að hafa húmor fyrir því núna. Sigríður segir námsfyrirkomulagið úti allt annað en það sem hún var vön heima á Íslandi. Hún hefur lært heilmikið á síðustu mánuðum og þarf að geta tekið hreinskilinni gagnrýni frá kennurum sínum.Aðsend Finnurðu fyrir heimþrá einhvern tíma? Það kemur fyrir að ég fái heimþrá en þá sakna ég þess aðallega að búa í sama landi og allt fólkið mitt. Ég er þó mjög ánægð hérna og heppin að fá að deila þessari reynslu með tveimur íslenskum vinkonum mínum úr náminu í næringarfræði. Einnig er mjög auðvelt að kynnast fólki hérna og ég var strax komin með vinahóp fyrsta mánuðinn. Sigríður er í sambandi með Birni Vali og er hann duglegur að heimsækja hana. Aðsend Hefurðu lent í einhverju steiktu atviki úti? Kærasti minn kom í heimsókn til mín yfir afmælið mitt og við vorum búin að plana helgarferð til Amsterdam. Síðan bókaði hann borð á eina Michelin veitingastaðnum í Maastricht á afmælisdeginum mínum. Veitingastaðurinn var frábær og mikil upplifun, ostrur og læti. Ég vaknaði síðan um nóttina með svæsna matareitrun og var bókstaflega nær dauða en lífi í viku. Einhvern veginn tókst okkur samt að fara til Amsterdam og njóta. Þrátt fyrir svæsna matareitrun náði hjúin að njóta helgar í Amsterdam.Aðsend Hvað hefur komið þér mest á óvart við lífið úti? Það kom mér mest á óvart hvað margir reykja hérna og hvað það er mikið norm að fara út í sígópásu í skólanum. Einnig er einstaklega erfitt að nálgast góða orkudrykki hérna, sem er mjög krefjandi fyrir íslenskan námsmann eins og mig.
Íslendingar erlendis Mest lesið Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum Lífið Diane Keaton er látin Lífið „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Lífið Hristir hausinn yfir fyrra líferni Lífið Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Lífið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Fleiri fréttir Diane Keaton er látin Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Sjá meira