Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 27. október 2024 22:33 Carlos Sainz fagnaði sigri í mexíkóska kappakstrinum í Formúlu 1 í kvöld. Mark Thompson/Getty Images Carlos Sainz, ökumaður Ferrari, fagnaði sigri í mexíkóska kappakstrinum sem fram fór í Formúlu 1 í kvöld. Sainz hóf keppnina á ráspól og eftir að hafa misst fremsta sætið um stundarsakir snemma í keppninni kom hann sér aftur á toppinn og leiddi til loka. Liðsfélagi hans hjá Ferrari, Charles Leclerc, var annar stærstan hluta keppninnar, en gerði mistök undir lokin og missti Lando Norris á McLaren fram úr sér. Norris kom því annar í mark og Leclerc þriðji. Mercedes-mennirnir Lewis Hamilton og George Russell höfnuðu í fjórða og fimmta sæti, en heimsmeistarinn Max Verstappen þurfti að gera sér sjötta sætið að góðu eftir að hafa þurft að taka út tvær refsingar í keppninni. CARLOS SAINZ WINS THE MEXICO CITY GRAND PRIX!!! 🏆🇲🇽FERRARI MAKE IT BACK-TO-BACK WINS!! #F1 #MexicoGP pic.twitter.com/YsZkarpYNe— Formula 1 (@F1) October 27, 2024 Þrátt fyrir að hafa hafnað í sjötta sæti hefur Max Verstappen en nokkuð öruggt forskot á toppi heimsmeistarakeppni ökuþóra. Hann er með 362 stig þegar fjórar keppnir eru eftir, en er nú aðeins 47 stigum á undan Lando Norris sem hefur jafnt og þétt verið að saxa á hollenska meistarann. Akstursíþróttir Mest lesið Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Sainz hóf keppnina á ráspól og eftir að hafa misst fremsta sætið um stundarsakir snemma í keppninni kom hann sér aftur á toppinn og leiddi til loka. Liðsfélagi hans hjá Ferrari, Charles Leclerc, var annar stærstan hluta keppninnar, en gerði mistök undir lokin og missti Lando Norris á McLaren fram úr sér. Norris kom því annar í mark og Leclerc þriðji. Mercedes-mennirnir Lewis Hamilton og George Russell höfnuðu í fjórða og fimmta sæti, en heimsmeistarinn Max Verstappen þurfti að gera sér sjötta sætið að góðu eftir að hafa þurft að taka út tvær refsingar í keppninni. CARLOS SAINZ WINS THE MEXICO CITY GRAND PRIX!!! 🏆🇲🇽FERRARI MAKE IT BACK-TO-BACK WINS!! #F1 #MexicoGP pic.twitter.com/YsZkarpYNe— Formula 1 (@F1) October 27, 2024 Þrátt fyrir að hafa hafnað í sjötta sæti hefur Max Verstappen en nokkuð öruggt forskot á toppi heimsmeistarakeppni ökuþóra. Hann er með 362 stig þegar fjórar keppnir eru eftir, en er nú aðeins 47 stigum á undan Lando Norris sem hefur jafnt og þétt verið að saxa á hollenska meistarann.
Akstursíþróttir Mest lesið Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira