Eins og svo oft áður velta margir fyrir sér hvort þjálfarinn Erik ten Hag eigi framtíð hjá félaginu, en eftir því sem fram kemur í umfjöllun Daily Mail, sem og annarra miðla, hafa forráðamenn félagsins nú þegar rætt við nokkra þjálfara um að taka við liðinu.
🔴 Utd hold talks with potential replacements behind Ten Hag's back
— Chris Wheeler (@ChrisWheelerDM) October 25, 2024
⚫️ Dutchman fighting for his job again
🔴 Discussions with Xavi in Barcelona
⚫️ Amorim, Frank & Terzic under consideration
🔴 Other names expected to be in the frame
https://t.co/K8o7gWfzwK via @MailSport #mufc
Eftir því sem fram kemur í breskum miðlum hefur félagið nú þegar rætt við Xavi Hernandez, fyrrum leikmann og þjálfara Barcelona, og Ruben Amorim, núverandi þjálfara portúgalska félagsins Sporting.
Þá kemur einnig fram að Thomas Frank, þjálfari Brentford, sé líklegur arftaki Ten Hag, en hann var sterklega orðaður við stöðuna í sumar.