Ísrael gerir loftárás á Íran Tómas Arnar Þorláksson skrifar 26. október 2024 00:01 Mynd úr safni. AP/Hassan Ammar Ísraelski herinn hefur hafið loftárásir á Íran. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Ísraelsher en þeir segjast nú framkvæma hnitmiðaðar árásir á hernaðarleg skotmörk í Íran. Fréttastofa BBC greinir frá. Daniel Hagari, talsmaður Ísraelsher segir árásina vera svar við „mörgum mánuðum af árásum frá Íran gegn Ísrael“. Hagari bætir við að ríki Ísraels eigi fullan rétt á því að verja sig gegn linnulausum árásum Íran. „Við munum gera allt sem við þurfum til að verja Ísrael og fólkið í ríkinu.“ In response to months of continuous attacks from the regime in Iran against the State of Israel—right now the Israel Defense Forces is conducting precise strikes on military targets in Iran. The regime in Iran and its proxies in the region have been relentlessly attacking… pic.twitter.com/OcHUy7nQvN— Israel Defense Forces (@IDF) October 25, 2024 Umfang árásar Ísraels er óljóst að svo stöddu en samkvæmt írönskum miðlum er enn eðlileg starfsemi á báðum flugvöllum við höfuðborg landsins. Íranska fréttastofan Fars greinir frá því að herstöðvar sunnan og vestan við höfuðborgina hafi orðið fyrir skotflaugum. Sýrlenskir miðlar herma að loftvarnir Sýrlands hafi skotið niður nokkrar skotflaugar frá Ísrael. Jafnframt kemur fram að þó nokkrar skotflaugar Ísrael hafi lent í suðurhluta Sýrlands. Í írönskum miðlum er tekið fram að sprengingar hafi heyrst fyrir utan Teheran, höfuðborg Íran. Leyniþjónusta Íran sagði í samtali við ríkissjónvarpið þar í landi að sprengingarnar gæti verið hávaði frá loftvörnum Íran. Í tilkynningu frá stjórnvöldum í Bandaríkjunum kemur fram að árásin sé svar Ísraels við loftárás Íran sem var þann fyrsta október þegar Íran skaut tvö hundruð skotflaugum að Ísrael. Ísrael hefur að svo stöddu ekki gefið neinar leiðbeiningar til íbúa þess efnis að leita sér skjóls en Ísraelsher segist vera öllu viðbúinn. Herinn fylgist grannt með öllum hreyfingum Íran. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Íran Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Fleiri fréttir Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Sjá meira
Fréttastofa BBC greinir frá. Daniel Hagari, talsmaður Ísraelsher segir árásina vera svar við „mörgum mánuðum af árásum frá Íran gegn Ísrael“. Hagari bætir við að ríki Ísraels eigi fullan rétt á því að verja sig gegn linnulausum árásum Íran. „Við munum gera allt sem við þurfum til að verja Ísrael og fólkið í ríkinu.“ In response to months of continuous attacks from the regime in Iran against the State of Israel—right now the Israel Defense Forces is conducting precise strikes on military targets in Iran. The regime in Iran and its proxies in the region have been relentlessly attacking… pic.twitter.com/OcHUy7nQvN— Israel Defense Forces (@IDF) October 25, 2024 Umfang árásar Ísraels er óljóst að svo stöddu en samkvæmt írönskum miðlum er enn eðlileg starfsemi á báðum flugvöllum við höfuðborg landsins. Íranska fréttastofan Fars greinir frá því að herstöðvar sunnan og vestan við höfuðborgina hafi orðið fyrir skotflaugum. Sýrlenskir miðlar herma að loftvarnir Sýrlands hafi skotið niður nokkrar skotflaugar frá Ísrael. Jafnframt kemur fram að þó nokkrar skotflaugar Ísrael hafi lent í suðurhluta Sýrlands. Í írönskum miðlum er tekið fram að sprengingar hafi heyrst fyrir utan Teheran, höfuðborg Íran. Leyniþjónusta Íran sagði í samtali við ríkissjónvarpið þar í landi að sprengingarnar gæti verið hávaði frá loftvörnum Íran. Í tilkynningu frá stjórnvöldum í Bandaríkjunum kemur fram að árásin sé svar Ísraels við loftárás Íran sem var þann fyrsta október þegar Íran skaut tvö hundruð skotflaugum að Ísrael. Ísrael hefur að svo stöddu ekki gefið neinar leiðbeiningar til íbúa þess efnis að leita sér skjóls en Ísraelsher segist vera öllu viðbúinn. Herinn fylgist grannt með öllum hreyfingum Íran.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Íran Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Fleiri fréttir Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Sjá meira