Gagnrýnd fyrir að heiðra minningu fallinna fasista Kjartan Kjartansson skrifar 25. október 2024 11:11 Giorgia Meloni, forsætisráðherra Ítalíu, hefur ítrekað þurft að svara fyrir fortíðarþrá sem margir samflokksmenn hennar virðast haldnir eftir tíma fasismans. Hún segist sjálf hafna alræðishyggju þótt hún vilji ekki lýsa sér sem „andfasista“. Vísir/EPA Ríkisstjórn Giorgiu Meloni, forsætisráðherra Ítalíu, liggur undir ámæli fyrir að fagna afmæli stórrar orrustu úr síðari heimsstyrjöldinni þar sem ítalskir fasistar börðust við hlið þýskra nasista gegn bandamönnum í Egyptalandi. Varnarmálaráðuneyti Ítalíu lýsti seinni orrustunni við El Alamein í Egytapalandi árið 1942 sem „hetjulegri og sorglegri“ í færslum á samfélagsmiðlum þegar það minntist þess að 82 ár væru liðin frá henni á miðvikudag. Ítalskir hermenn sem féllu þar hefði fórnað lífi sínu „fyrir frelsi okkar“. „Hjarta þjóðarinnar er í El Alamein í dag,“ sagði Paolo Chiesa, oddviti flokks Meloni í varnarmálanefnd ítalska þingsins. Flokkurinn, Bræðralag Ítalíu, á uppruna sinn að rekja til fasistaflokks Benito Mussolini, einræðisherra Ítalíu í síðari heimsstyrjöldinni. Stjórnarandstöðuþingmenn og fræðimenn voru á meðal þeirra sem deildu hart á stjórnarliða vegna færslnanna, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Það er ofar mínum skilningi hvernig er hægt að tengja El Alamein við að „berjast fyrir frelsi okkar“,“ sagði Mattia Guidi, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann í Síena í Toscana-héraði. Þingmenn vinstriflokksins Fimm stjörnu hreyfingarinnar sögðu að ítölsku hermennirnir hefðu verið fórnarlömb nýlendustefnu fasistastjórnarinnar. Þótt þeir hefðu barist hetjulega væri óheppilegt að minnast þeirra sem frelsishetja. Ástralskir hermenn sækja fram gegn þýskum nasistum í orrustunni í El Alamein í Egyptalandi árið 1942.Vísir/Getty Upphafið að endi heimsstyrjaldarinnar Við El Alamein börðust herir Ítalíu og Þýskalands gegn sameinuðu herliði Bretlands og bandamanna þess. Fyrrnefndi herinn laut forystu Erwins Rommel, þýska hershöfðingjans og nasistans sem gekk undir viðurnefninu „eyðimerkurrefurinn“, en einn helsti herforingi Bretlands, Bernard Montgomery, stýrði her bandamanna. Bandamenn höfðu sigur í orrustunni og lýsti Winston Churchill, þáverandi forsætisráðherra Bretlands, henni sem mögulegu upphafi að endalokum heimsstyrjaldarinnar. „Það mætti næstum segja: „Fyrir Alamein unnum við aldrei sigur. Eftir Alamein biðum við aldrei ósigur,“ skrifaði hann síðar í endurminningum sínum. Áætlað er að um níu þúsund hermenn öxulveldanna tveggja hafi fallið og fimmtán þúsund særst í seinni orrustunni við El Alamein en um 4.800 hermenn bandamanna fallið og níu þúsund særst. Með Bretum börðust indverskir, ástralskir, nýsjálenskir, suðurafrískir, líbískir, franskir og grískir hermenn en Bandaríkjaher studdi þá úr lofti. Ítalía Seinni heimsstyrjöldin Hernaður Egyptaland Mest lesið Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Innlent Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Erlent Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Erlent Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Erlent „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Innlent Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Innlent Vilja rektor sem afþakkar „illa fengið fé“ Innlent Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Erlent Tilkynningum um barnaníð fjölgaði verulega Innlent Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Innlent Fleiri fréttir Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Tvö geimför á leið til tunglsins Reyna að banna Bandidos-mótorhjólagengið í Danmörku 97 árásir á „örugga svæðið“ á Gasa Forseti Suður-Kóreu handtekinn í mikilli aðgerð Minni vindur í LA en óttast hafði verið Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Greiddi aðila sem þóttist vera Brad Pitt tugi milljóna Bræðurnir Tate lausir úr stofufangelsi, aftur Hamas-liðar samþykktu drög að friðarsamkomulagi Að minnsta kosti hundrað hafa dáið ofan í lokaðri námu Lögðu kapp á að senda Pútín viðvörun vegna eldsprengja Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Flokkur Farage fast á hæla Verkamannaflokksins Segist ítrekað hafa komið í veg fyrir frið á Gasa Sjá meira
Varnarmálaráðuneyti Ítalíu lýsti seinni orrustunni við El Alamein í Egytapalandi árið 1942 sem „hetjulegri og sorglegri“ í færslum á samfélagsmiðlum þegar það minntist þess að 82 ár væru liðin frá henni á miðvikudag. Ítalskir hermenn sem féllu þar hefði fórnað lífi sínu „fyrir frelsi okkar“. „Hjarta þjóðarinnar er í El Alamein í dag,“ sagði Paolo Chiesa, oddviti flokks Meloni í varnarmálanefnd ítalska þingsins. Flokkurinn, Bræðralag Ítalíu, á uppruna sinn að rekja til fasistaflokks Benito Mussolini, einræðisherra Ítalíu í síðari heimsstyrjöldinni. Stjórnarandstöðuþingmenn og fræðimenn voru á meðal þeirra sem deildu hart á stjórnarliða vegna færslnanna, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Það er ofar mínum skilningi hvernig er hægt að tengja El Alamein við að „berjast fyrir frelsi okkar“,“ sagði Mattia Guidi, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann í Síena í Toscana-héraði. Þingmenn vinstriflokksins Fimm stjörnu hreyfingarinnar sögðu að ítölsku hermennirnir hefðu verið fórnarlömb nýlendustefnu fasistastjórnarinnar. Þótt þeir hefðu barist hetjulega væri óheppilegt að minnast þeirra sem frelsishetja. Ástralskir hermenn sækja fram gegn þýskum nasistum í orrustunni í El Alamein í Egyptalandi árið 1942.Vísir/Getty Upphafið að endi heimsstyrjaldarinnar Við El Alamein börðust herir Ítalíu og Þýskalands gegn sameinuðu herliði Bretlands og bandamanna þess. Fyrrnefndi herinn laut forystu Erwins Rommel, þýska hershöfðingjans og nasistans sem gekk undir viðurnefninu „eyðimerkurrefurinn“, en einn helsti herforingi Bretlands, Bernard Montgomery, stýrði her bandamanna. Bandamenn höfðu sigur í orrustunni og lýsti Winston Churchill, þáverandi forsætisráðherra Bretlands, henni sem mögulegu upphafi að endalokum heimsstyrjaldarinnar. „Það mætti næstum segja: „Fyrir Alamein unnum við aldrei sigur. Eftir Alamein biðum við aldrei ósigur,“ skrifaði hann síðar í endurminningum sínum. Áætlað er að um níu þúsund hermenn öxulveldanna tveggja hafi fallið og fimmtán þúsund særst í seinni orrustunni við El Alamein en um 4.800 hermenn bandamanna fallið og níu þúsund særst. Með Bretum börðust indverskir, ástralskir, nýsjálenskir, suðurafrískir, líbískir, franskir og grískir hermenn en Bandaríkjaher studdi þá úr lofti.
Ítalía Seinni heimsstyrjöldin Hernaður Egyptaland Mest lesið Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Innlent Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Erlent Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Erlent Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Erlent „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Innlent Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Innlent Vilja rektor sem afþakkar „illa fengið fé“ Innlent Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Erlent Tilkynningum um barnaníð fjölgaði verulega Innlent Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Innlent Fleiri fréttir Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Tvö geimför á leið til tunglsins Reyna að banna Bandidos-mótorhjólagengið í Danmörku 97 árásir á „örugga svæðið“ á Gasa Forseti Suður-Kóreu handtekinn í mikilli aðgerð Minni vindur í LA en óttast hafði verið Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Greiddi aðila sem þóttist vera Brad Pitt tugi milljóna Bræðurnir Tate lausir úr stofufangelsi, aftur Hamas-liðar samþykktu drög að friðarsamkomulagi Að minnsta kosti hundrað hafa dáið ofan í lokaðri námu Lögðu kapp á að senda Pútín viðvörun vegna eldsprengja Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Flokkur Farage fast á hæla Verkamannaflokksins Segist ítrekað hafa komið í veg fyrir frið á Gasa Sjá meira