Gagnrýnd fyrir að heiðra minningu fallinna fasista Kjartan Kjartansson skrifar 25. október 2024 11:11 Giorgia Meloni, forsætisráðherra Ítalíu, hefur ítrekað þurft að svara fyrir fortíðarþrá sem margir samflokksmenn hennar virðast haldnir eftir tíma fasismans. Hún segist sjálf hafna alræðishyggju þótt hún vilji ekki lýsa sér sem „andfasista“. Vísir/EPA Ríkisstjórn Giorgiu Meloni, forsætisráðherra Ítalíu, liggur undir ámæli fyrir að fagna afmæli stórrar orrustu úr síðari heimsstyrjöldinni þar sem ítalskir fasistar börðust við hlið þýskra nasista gegn bandamönnum í Egyptalandi. Varnarmálaráðuneyti Ítalíu lýsti seinni orrustunni við El Alamein í Egytapalandi árið 1942 sem „hetjulegri og sorglegri“ í færslum á samfélagsmiðlum þegar það minntist þess að 82 ár væru liðin frá henni á miðvikudag. Ítalskir hermenn sem féllu þar hefði fórnað lífi sínu „fyrir frelsi okkar“. „Hjarta þjóðarinnar er í El Alamein í dag,“ sagði Paolo Chiesa, oddviti flokks Meloni í varnarmálanefnd ítalska þingsins. Flokkurinn, Bræðralag Ítalíu, á uppruna sinn að rekja til fasistaflokks Benito Mussolini, einræðisherra Ítalíu í síðari heimsstyrjöldinni. Stjórnarandstöðuþingmenn og fræðimenn voru á meðal þeirra sem deildu hart á stjórnarliða vegna færslnanna, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Það er ofar mínum skilningi hvernig er hægt að tengja El Alamein við að „berjast fyrir frelsi okkar“,“ sagði Mattia Guidi, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann í Síena í Toscana-héraði. Þingmenn vinstriflokksins Fimm stjörnu hreyfingarinnar sögðu að ítölsku hermennirnir hefðu verið fórnarlömb nýlendustefnu fasistastjórnarinnar. Þótt þeir hefðu barist hetjulega væri óheppilegt að minnast þeirra sem frelsishetja. Ástralskir hermenn sækja fram gegn þýskum nasistum í orrustunni í El Alamein í Egyptalandi árið 1942.Vísir/Getty Upphafið að endi heimsstyrjaldarinnar Við El Alamein börðust herir Ítalíu og Þýskalands gegn sameinuðu herliði Bretlands og bandamanna þess. Fyrrnefndi herinn laut forystu Erwins Rommel, þýska hershöfðingjans og nasistans sem gekk undir viðurnefninu „eyðimerkurrefurinn“, en einn helsti herforingi Bretlands, Bernard Montgomery, stýrði her bandamanna. Bandamenn höfðu sigur í orrustunni og lýsti Winston Churchill, þáverandi forsætisráðherra Bretlands, henni sem mögulegu upphafi að endalokum heimsstyrjaldarinnar. „Það mætti næstum segja: „Fyrir Alamein unnum við aldrei sigur. Eftir Alamein biðum við aldrei ósigur,“ skrifaði hann síðar í endurminningum sínum. Áætlað er að um níu þúsund hermenn öxulveldanna tveggja hafi fallið og fimmtán þúsund særst í seinni orrustunni við El Alamein en um 4.800 hermenn bandamanna fallið og níu þúsund særst. Með Bretum börðust indverskir, ástralskir, nýsjálenskir, suðurafrískir, líbískir, franskir og grískir hermenn en Bandaríkjaher studdi þá úr lofti. Ítalía Seinni heimsstyrjöldin Hernaður Egyptaland Mest lesið Halldór Blöndal er látinn Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Innlent Fleiri fréttir Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Sjá meira
Varnarmálaráðuneyti Ítalíu lýsti seinni orrustunni við El Alamein í Egytapalandi árið 1942 sem „hetjulegri og sorglegri“ í færslum á samfélagsmiðlum þegar það minntist þess að 82 ár væru liðin frá henni á miðvikudag. Ítalskir hermenn sem féllu þar hefði fórnað lífi sínu „fyrir frelsi okkar“. „Hjarta þjóðarinnar er í El Alamein í dag,“ sagði Paolo Chiesa, oddviti flokks Meloni í varnarmálanefnd ítalska þingsins. Flokkurinn, Bræðralag Ítalíu, á uppruna sinn að rekja til fasistaflokks Benito Mussolini, einræðisherra Ítalíu í síðari heimsstyrjöldinni. Stjórnarandstöðuþingmenn og fræðimenn voru á meðal þeirra sem deildu hart á stjórnarliða vegna færslnanna, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Það er ofar mínum skilningi hvernig er hægt að tengja El Alamein við að „berjast fyrir frelsi okkar“,“ sagði Mattia Guidi, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann í Síena í Toscana-héraði. Þingmenn vinstriflokksins Fimm stjörnu hreyfingarinnar sögðu að ítölsku hermennirnir hefðu verið fórnarlömb nýlendustefnu fasistastjórnarinnar. Þótt þeir hefðu barist hetjulega væri óheppilegt að minnast þeirra sem frelsishetja. Ástralskir hermenn sækja fram gegn þýskum nasistum í orrustunni í El Alamein í Egyptalandi árið 1942.Vísir/Getty Upphafið að endi heimsstyrjaldarinnar Við El Alamein börðust herir Ítalíu og Þýskalands gegn sameinuðu herliði Bretlands og bandamanna þess. Fyrrnefndi herinn laut forystu Erwins Rommel, þýska hershöfðingjans og nasistans sem gekk undir viðurnefninu „eyðimerkurrefurinn“, en einn helsti herforingi Bretlands, Bernard Montgomery, stýrði her bandamanna. Bandamenn höfðu sigur í orrustunni og lýsti Winston Churchill, þáverandi forsætisráðherra Bretlands, henni sem mögulegu upphafi að endalokum heimsstyrjaldarinnar. „Það mætti næstum segja: „Fyrir Alamein unnum við aldrei sigur. Eftir Alamein biðum við aldrei ósigur,“ skrifaði hann síðar í endurminningum sínum. Áætlað er að um níu þúsund hermenn öxulveldanna tveggja hafi fallið og fimmtán þúsund særst í seinni orrustunni við El Alamein en um 4.800 hermenn bandamanna fallið og níu þúsund særst. Með Bretum börðust indverskir, ástralskir, nýsjálenskir, suðurafrískir, líbískir, franskir og grískir hermenn en Bandaríkjaher studdi þá úr lofti.
Ítalía Seinni heimsstyrjöldin Hernaður Egyptaland Mest lesið Halldór Blöndal er látinn Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Innlent Fleiri fréttir Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Sjá meira