Þakklátur Grindvíkingum fyrir traustið Oddur Ævar Gunnarsson og Tómas Arnar Þorláksson skrifa 26. október 2024 20:02 Sigurður Ólafur Sigurðsson hjá sýningunni sinni í Grindavíkurbæ. Vísir/Vilhelm Sigurður Sigurðsson ljósmyndari og björgunarsveitarmaður, betur þekktur sem Siggi Sig, segist gríðarlega þakklátur íbúum Grindavíkur fyrir traustið í hans garð en hann gaf á dögunum út ljósmyndabókina Reykjanes vaknar. Um er að ræða bók með ljósmyndum og stuttum frásögnum af atburðum á Reykjanesi frá janúar 2020 til haustsins 2024. „Ég held það sé hluti af því að lækna sárin hérna, ég er ótrúlega sáttur með það að sýningin sé loksins komin hingað,“ segir Sigurður í samtali við fréttastofu. Ljósmyndasýning hans upp úr bókinni er nú til sýnis í Grindavík eftir að bærinn opnaði að nýju en fyrstu dagana var hún til sýnis í miðborg Reykjavíkur. Í bókinni og á sýningunni er að finna ljósmyndir Sigga af þeim ótrúlegu atburðum sem átt hafa sér stað á Reykjanesi allt frá því í janúar 2020 þegar hann fór á íbúafund Grindvíkinga í íþróttahúsinu í bænum. Þá skalf jörðin linnulaust í Grindavík og rýmingaráætlun var kynnt í fyrsta sinn. Guðni Th. Jóhannesson fyrrverandi forseti Íslands skrifar formála bókarinnar. Sigurður fer yfir söguna með frásögnum og ljósmyndum í 416 blaðsíðna langri bók.Sigurður Ekki búið að slökkva ljósin í Grindavík „Síðan þá hef ég komið hingað í einhverjum áttatíu ferðum og tekið yfir níutíu þúsund myndir,“ segir Sigurður. Hann segir þakklæti vera sér efst í huga. „Ég fengið að hengja mig hérna á viðbragsaðilana, verktakana og svo auðvitað stinga myndavél framan í íbúana á þeirra viðkvæmustu stundum og ég er bara ofboðslega þakklátur fyrir það hvað því hefur verið vel tekið, bæði á meðan því stóð og eftir á.“ Sigurður segir suma íbúa hafa lýst því fyrir sér að það hafi komið þeim á óvart að það hafi haft meiri áhrif á þau að sjá myndirnar en þau hafi búist við. „Hingað til hef ég hugsað fyrst og fremst um það sem ég er að gera, að skrásetja söguna en núna er maður farinn að átta sig á því að þetta skiptir fólk máli.“ Grindavík var opnuð fyrir almenningi aftur í vikunni án takmarkana. Sigurður segir það skipta gríðarlegu máli. „Ég held það sé ofsalega gott fyrir fólk að geta komið og séð að þetta er ekki allt eintómur voði. Hérna er uppbygging í gang og langflest hús í lagi, búið að girða af helstu hættusvæði. Það er verið að takast á við þetta og ég held það sé ofsalega jákvætt að fólk fái tækifæri til þess að sjá að það er ekkert búið að slökkva ljósin í Grindavík.“ Siggi er ánægður með að sýning á myndum úr bókinni sé komin til Grindavíkur.Vísir/Vilhelm Grindavík Ljósmyndun Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Lífið Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Bíó og sjónvarp Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Lífið Heitir Vilhjálmur eins og pabbi Lífið Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Lífið Það heitasta fyrir jólin: Heimagerður andlitsmaski og klútar Lífið Hittust bara einu sinni eftir Friends Lífið Höll sumarlandsins komin á sölu Lífið Fleiri fréttir Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Hittust bara einu sinni eftir Friends Heitir Vilhjálmur eins og pabbi Það heitasta fyrir jólin: Heimagerður andlitsmaski og klútar Safna upplýsingum um jólahefðir Íslendinga Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Allen White verður Rotta, sonur Jabba jöfurs Hvernig á að finna tíma til að elskast um jólin? Heillandi hæð kvikmyndagerðakonu við Ægisíðu Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Höll sumarlandsins komin á sölu Mætti á dregilinn þrátt fyrir ásakanirnar Yrsa reykspólar fram úr Geir Villi Vill og Halla Vilhjálms á Nínu Umræða um kólesteról á villigötum Vala Eiríks og Óskar orðin foreldrar Einu sinni á ári eiga rithöfundar að umturnast í skemmtikrafta Keypti fyrstu íbúðina 21 árs og reif allt út Tileinkaði sér hæglæti og býr nú skuldlaust í sveitinni Friður og fegurð með silfurrefunum í Sigur Rós „Ég hrundi“ Mari sló met í eggheimtu Halla Vilhjálms á lausu Kittý og Egill byrjuð saman Stjörnulífið: Brúðkaup í Rússlandi og hiti í desember Var Kurt Cobain myrtur? Enginn ætti að lesa skilaboðin sem honum hafi borist Krakkatían: Póstnúmer, prumpulagið og pólitík Bein útsending: Sterkustu skákmenn landsins mætast Sjá meira
„Ég held það sé hluti af því að lækna sárin hérna, ég er ótrúlega sáttur með það að sýningin sé loksins komin hingað,“ segir Sigurður í samtali við fréttastofu. Ljósmyndasýning hans upp úr bókinni er nú til sýnis í Grindavík eftir að bærinn opnaði að nýju en fyrstu dagana var hún til sýnis í miðborg Reykjavíkur. Í bókinni og á sýningunni er að finna ljósmyndir Sigga af þeim ótrúlegu atburðum sem átt hafa sér stað á Reykjanesi allt frá því í janúar 2020 þegar hann fór á íbúafund Grindvíkinga í íþróttahúsinu í bænum. Þá skalf jörðin linnulaust í Grindavík og rýmingaráætlun var kynnt í fyrsta sinn. Guðni Th. Jóhannesson fyrrverandi forseti Íslands skrifar formála bókarinnar. Sigurður fer yfir söguna með frásögnum og ljósmyndum í 416 blaðsíðna langri bók.Sigurður Ekki búið að slökkva ljósin í Grindavík „Síðan þá hef ég komið hingað í einhverjum áttatíu ferðum og tekið yfir níutíu þúsund myndir,“ segir Sigurður. Hann segir þakklæti vera sér efst í huga. „Ég fengið að hengja mig hérna á viðbragsaðilana, verktakana og svo auðvitað stinga myndavél framan í íbúana á þeirra viðkvæmustu stundum og ég er bara ofboðslega þakklátur fyrir það hvað því hefur verið vel tekið, bæði á meðan því stóð og eftir á.“ Sigurður segir suma íbúa hafa lýst því fyrir sér að það hafi komið þeim á óvart að það hafi haft meiri áhrif á þau að sjá myndirnar en þau hafi búist við. „Hingað til hef ég hugsað fyrst og fremst um það sem ég er að gera, að skrásetja söguna en núna er maður farinn að átta sig á því að þetta skiptir fólk máli.“ Grindavík var opnuð fyrir almenningi aftur í vikunni án takmarkana. Sigurður segir það skipta gríðarlegu máli. „Ég held það sé ofsalega gott fyrir fólk að geta komið og séð að þetta er ekki allt eintómur voði. Hérna er uppbygging í gang og langflest hús í lagi, búið að girða af helstu hættusvæði. Það er verið að takast á við þetta og ég held það sé ofsalega jákvætt að fólk fái tækifæri til þess að sjá að það er ekkert búið að slökkva ljósin í Grindavík.“ Siggi er ánægður með að sýning á myndum úr bókinni sé komin til Grindavíkur.Vísir/Vilhelm
Grindavík Ljósmyndun Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Lífið Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Bíó og sjónvarp Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Lífið Heitir Vilhjálmur eins og pabbi Lífið Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Lífið Það heitasta fyrir jólin: Heimagerður andlitsmaski og klútar Lífið Hittust bara einu sinni eftir Friends Lífið Höll sumarlandsins komin á sölu Lífið Fleiri fréttir Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Hittust bara einu sinni eftir Friends Heitir Vilhjálmur eins og pabbi Það heitasta fyrir jólin: Heimagerður andlitsmaski og klútar Safna upplýsingum um jólahefðir Íslendinga Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Allen White verður Rotta, sonur Jabba jöfurs Hvernig á að finna tíma til að elskast um jólin? Heillandi hæð kvikmyndagerðakonu við Ægisíðu Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Höll sumarlandsins komin á sölu Mætti á dregilinn þrátt fyrir ásakanirnar Yrsa reykspólar fram úr Geir Villi Vill og Halla Vilhjálms á Nínu Umræða um kólesteról á villigötum Vala Eiríks og Óskar orðin foreldrar Einu sinni á ári eiga rithöfundar að umturnast í skemmtikrafta Keypti fyrstu íbúðina 21 árs og reif allt út Tileinkaði sér hæglæti og býr nú skuldlaust í sveitinni Friður og fegurð með silfurrefunum í Sigur Rós „Ég hrundi“ Mari sló met í eggheimtu Halla Vilhjálms á lausu Kittý og Egill byrjuð saman Stjörnulífið: Brúðkaup í Rússlandi og hiti í desember Var Kurt Cobain myrtur? Enginn ætti að lesa skilaboðin sem honum hafi borist Krakkatían: Póstnúmer, prumpulagið og pólitík Bein útsending: Sterkustu skákmenn landsins mætast Sjá meira