Það eru enn þrjár umferðir eftir en Vålerenga er með ellefu stiga forskot á Brann eftir leiki helgarinnar.
Sædís Rún var í byrjunarliði Vålerenga eins og oftast í sumar en þetta er hennar fyrsta tímabil í atvinnumennsku eftir að hafa yfirgefið Stjörnuna í fyrrahaust.
Karina Sævik (15. mínúta) og Olaug Tvedten (31. mínúta) skoruðu báðar snemma í leiknum en þær komu Vålerenga þar með í 2-0 og í mjög góð mál.
Tvedten bætti við sínu öðru marki á 63. mínútu en hún er i baráttunni við markakóngstitilinn við liðsfélaga sinn Sævik. Sævik er með tólf mörk eins og Tvedten.
Sædís var tekin af velli á 69. mínútu en hún er með tvö mörk og fimm stoðsendingar á leiktíðinni.
Vålerenga liðið hefur unnið 22 af 24 leikjum sínum á tímabilinu og hefur skorað 68 mörk gegn aðeins 14.