Langþráð og laglegt mark Höjlund tryggði Man. Utd sigurinn 19. október 2024 16:02 Rasmus Hojlund fagnar sigurmarki sínu en Manchester United vann endurkomusigur á Brentford. Getty/Gareth Copley Erik ten Hag náði greinilega að kveikja í sínum mönnum í hálfleik í 2-1 endurkomusigri liðsins á Brentford í ensku úrvalsdeildinni á Old Trafford í dag. Manchester United leit ekki vel út í fyrri hálfleikum og hlutirnir gengu svipað illa eins og í undanförnum leikjum. Leikmenn og stjórateymi United voru öskuillir með lok fyrri hálfleiks þegar þeir misstu einn sinn besta skallamann af velli fyrir hornspyrnu sem skilaði Brentford marki. Það var aftur á móti ljóst frá fyrstu mínútu í seinni hálfleik að leikmenn United voru staðráðnir að breyta hlutunum og það sem fyrst. United liðið lék einn sinn besta hálfleik í langan tíma og tryggði sér sigurinn. Alejandro Garnacho jafnaði metin og Rasmus Højlund skoraði sigurmarkið. Bentford komst yfir í uppbótartíma fyrri hálfleiks þegar Ethan Pinnock skallaði boltann í markið eftir hornspyrnu frá Dananum Mikkel Damsgaard. United menn voru þá einum manni færri vegna þess að blóðugur Matthijs de Ligt var sendur af velli af dómara leiksins. De Ligt hafði meiðst fyrr í leiknum en sjúkrateymi United liðsins gerði að sárum hans. Á þessum tímapunkti var farið að blæða aftur úr haus Hollendingsins og því varð hann að fara af velli. Erik ten Hag, knattspyrnustjóri United, var alveg brjálaður yfir þessu og fékk gult spjald fyrir mótmæli. Það breytti ekki því að United fór marki undir inn í hálfleikinn. Hlutirnir breyttust fljótt í þeim seinni því Argentínumaðurinn Alejandro Garnacho var búinn að jafna eftir rúma mínútu eftir sendingu frá Marcus Rashford. Rasmus Höjlund skoraði síðan lanþráð mark eftir að hafa fengið frábæra sendingu frá Bruno Fernandes. Höjlund tók boltann með sér og lyfti honum skemmtilega yfir markvörð Brentford. Enski boltinn
Erik ten Hag náði greinilega að kveikja í sínum mönnum í hálfleik í 2-1 endurkomusigri liðsins á Brentford í ensku úrvalsdeildinni á Old Trafford í dag. Manchester United leit ekki vel út í fyrri hálfleikum og hlutirnir gengu svipað illa eins og í undanförnum leikjum. Leikmenn og stjórateymi United voru öskuillir með lok fyrri hálfleiks þegar þeir misstu einn sinn besta skallamann af velli fyrir hornspyrnu sem skilaði Brentford marki. Það var aftur á móti ljóst frá fyrstu mínútu í seinni hálfleik að leikmenn United voru staðráðnir að breyta hlutunum og það sem fyrst. United liðið lék einn sinn besta hálfleik í langan tíma og tryggði sér sigurinn. Alejandro Garnacho jafnaði metin og Rasmus Højlund skoraði sigurmarkið. Bentford komst yfir í uppbótartíma fyrri hálfleiks þegar Ethan Pinnock skallaði boltann í markið eftir hornspyrnu frá Dananum Mikkel Damsgaard. United menn voru þá einum manni færri vegna þess að blóðugur Matthijs de Ligt var sendur af velli af dómara leiksins. De Ligt hafði meiðst fyrr í leiknum en sjúkrateymi United liðsins gerði að sárum hans. Á þessum tímapunkti var farið að blæða aftur úr haus Hollendingsins og því varð hann að fara af velli. Erik ten Hag, knattspyrnustjóri United, var alveg brjálaður yfir þessu og fékk gult spjald fyrir mótmæli. Það breytti ekki því að United fór marki undir inn í hálfleikinn. Hlutirnir breyttust fljótt í þeim seinni því Argentínumaðurinn Alejandro Garnacho var búinn að jafna eftir rúma mínútu eftir sendingu frá Marcus Rashford. Rasmus Höjlund skoraði síðan lanþráð mark eftir að hafa fengið frábæra sendingu frá Bruno Fernandes. Höjlund tók boltann með sér og lyfti honum skemmtilega yfir markvörð Brentford.
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti