Valdi ekki bestu fótboltakonu heims í landsliðið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. október 2024 10:31 Aitana Bonmati hefur spilað frábærlega með frábæru liði Barcelona en álagið á henni hefur verið mikið. Nú fær hún hvíld frá næsta verkefni landsliðsins. Getty/Florencia Tan Jun Aitana Bonmatí, sem er að flestum talin vera besta knattspyrnukona heims, var ekki valin í nýjasta landsliðshóp heimsmeistara Spánverja. Bonmatí var valin knattspyrnukona ársins 2023 hjá FIFA og fékk einnig Gullhnöttinn í fyrra. Hún kemur einnig til greina í ár og þykir sigurstrangleg. Það urðu því margir hissa þegar þessi frábæri leikmaður var ekki valin í spænska landsliðið í gær. Landsliðsþjálfarinn Montse Tomé útskýrði ákvörðun sína á blaðamannafundi en þar kom fram að þjálfarinn er með þessu fyrst og fremst að hugsa um andlega og líkamlega heilsu leikmannsins. ESPN segir frá. Mikið álag er á bestu knattspyrnukonunum og mikið hefur verið um alvarleg meiðsli hjá stjörnum kvennaboltans. Bonmatí var með spænska landsliðinu á Ólympíuleikunum í sumar og hefur spilað sjö af átta leikjum Barcelona til þessa á tímabilinu. Hún er í lykilhlutverki á báðum stöðum og álagið er mikið. Leikmaðurinn missti af leik á móti Madrid CFF 5. október síðastliðinn vegna smávægilegra meiðsla. „Við höfum farið yfir þetta með Barcelona og með Aitanu sjálfri. Það er okkar mat að hún þurfi á hvíld að halda,“ sagði Tomé á blaðamannafundi. „Landsliðið hefur alltaf passað upp á heilbrigði leikmanna og ávallt sett heilsu þeirra í fyrsta sæti. Okkar þjálfarateymi fylgist vel með öllum okkar leikmönnum og við reynum að velja þá leikmenn sem geta skilað okkur sínu besta hverju sinni,“ sagði Tomé. Bonmatí fær því í frí í næsta landsleikjaglugga og hún fær um leið tækifæti til að mæta á hátíðina þar sem Gullhnötturinn er veittur. Margar landsliðskonur komast ekki á hátíðina því hún er haldin á sama tíma og landsliðsverkefni eru í gangi. Spænski boltinn Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Í beinni: Ítalía - Ísland | Strákarnir leita hefnda Körfubolti Tímabært að breyta til Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Newcastle - West Ham | Skjórarnir geta flogið upp um þrjú sæti Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Sjá meira
Bonmatí var valin knattspyrnukona ársins 2023 hjá FIFA og fékk einnig Gullhnöttinn í fyrra. Hún kemur einnig til greina í ár og þykir sigurstrangleg. Það urðu því margir hissa þegar þessi frábæri leikmaður var ekki valin í spænska landsliðið í gær. Landsliðsþjálfarinn Montse Tomé útskýrði ákvörðun sína á blaðamannafundi en þar kom fram að þjálfarinn er með þessu fyrst og fremst að hugsa um andlega og líkamlega heilsu leikmannsins. ESPN segir frá. Mikið álag er á bestu knattspyrnukonunum og mikið hefur verið um alvarleg meiðsli hjá stjörnum kvennaboltans. Bonmatí var með spænska landsliðinu á Ólympíuleikunum í sumar og hefur spilað sjö af átta leikjum Barcelona til þessa á tímabilinu. Hún er í lykilhlutverki á báðum stöðum og álagið er mikið. Leikmaðurinn missti af leik á móti Madrid CFF 5. október síðastliðinn vegna smávægilegra meiðsla. „Við höfum farið yfir þetta með Barcelona og með Aitanu sjálfri. Það er okkar mat að hún þurfi á hvíld að halda,“ sagði Tomé á blaðamannafundi. „Landsliðið hefur alltaf passað upp á heilbrigði leikmanna og ávallt sett heilsu þeirra í fyrsta sæti. Okkar þjálfarateymi fylgist vel með öllum okkar leikmönnum og við reynum að velja þá leikmenn sem geta skilað okkur sínu besta hverju sinni,“ sagði Tomé. Bonmatí fær því í frí í næsta landsleikjaglugga og hún fær um leið tækifæti til að mæta á hátíðina þar sem Gullhnötturinn er veittur. Margar landsliðskonur komast ekki á hátíðina því hún er haldin á sama tíma og landsliðsverkefni eru í gangi.
Spænski boltinn Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Í beinni: Ítalía - Ísland | Strákarnir leita hefnda Körfubolti Tímabært að breyta til Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Newcastle - West Ham | Skjórarnir geta flogið upp um þrjú sæti Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Sjá meira