„Það er löngu kominn tími á að það sé tekið á þessum gæja“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 17. október 2024 22:52 Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, lét gamminn geysa. vísir / anton brink Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, hafði helling að segja um DeAndre Kane, leikmann Grindavíkur, eftir 113-84 tap í Smáranum í kvöld. „Við vorum bara flatir og ósamstilltir. Náðum aldrei að kveikja neinn neista. Ég hafði engin svör og við sem heild vorum bara ekki með þetta í dag,“ sagði hann snöggt um leikinn áður en talið færðist að atvikum kvöldsins utan vallar. Kominn tími á að taka á Kane DeAndre Kane og Courvoisier McCauley lentu í áflogum í hálfleik, sem áttu sér aðdraganda í fyrri hálfleik og drógu dilk á eftir sér allan seinni hálfleikinn. „Ég sé þetta ekki, talað um að Kane komi labbandi yfir, þið skoðið þetta bara á myndbandi. En ég ætla að biðja sambandið og aganefnd að taka á þessu, það er mjög óeðlilegt þegar annað liðið er bara að hita upp að einhver leikmaður fari að búa til læti. Það er löngu kominn tími á að það sé tekið á þessum gæja, maðurinn er búinn að vera í eitt og hálft í ár í einhverju djöfulsins bulli sem tengist ekkert körfubolta,“ sagði Viðar um Kane. „Það þarf bara að taka á þessu. Þetta er ekki eini leikurinn og þetta er ekki eina atvikið. Sumir segja að þetta sé gaman en þetta er bara asnalegt að kóa með þessu, taka á þessu og spila körfubolta.“ Devon Thomas óviðráðanlegur Viðar færði talið þá að leiknum sjálfum og sagði Grindavík hafa átt sigurinn skilið. „Við vorum slakir í dag, þeir voru góðir. Devon Thomas var geggjaður, stjórnaði öllu og var frábær. Við réðum ekkert við hann, ég hafði engin svör og ekki neitt. Þess vegna dóminera þeir þennan leik, við áttum ekki séns.“ Tókust ekki í hendur Eftir leik tóku leikmenn Hattar ekki í hendur leikmanna Grindavíkur. „Nei, nei, nei,“ greip Viðar fram í þegar undirritaður sagði að þeir hafi neitað því að takast í hendur. „Ég segi við mína menn, af því ég nenni ekki kjaftæði og rugli, að labba inn í klefa. Þeir neita því ekki, þeir voru hikandi yfir þessu en ég tók þessa ákvörðun. Þetta var ekki vanvirðing við Grindavík, við viljum bara ekki að menn fari í bann útaf einhverju bulli, mönnum var heitt í hamsi og mínir menn svekktir. Hinir, eða ekki hinir það er bara einn, sem er eins og trúður hérna. Ég vildi bara losna við það. Ég var búinn að tilkynna dómurum það og þeir töldu það skynsamlegt, þannig ekki ásaka mína menn um að ætla að neita að taka í höndina, það er lélegt hjá þér.“ Dauðvorkennir formanni Grindavíkur Að lokum var Viðar spurður út í atvik sem átti sér stað rétt áður en viðtalið hófst. Hann stóð þá í miklu rifrildi við Ingiberg Þ. Jónasson, formann körfuknattleiksdeildar Grindavíkur. Ekki heyrðist greinilega hvað fór þeirra á milli en Viðar þurfti á endanum að rífa sig lausan frá Ingibergi og segja honum að fara svo viðtalið gæti hafist. „Ég vorkenni honum bara. Að þurfa að vera með þetta í höndunum, erfitt fyrir þá að vera ekki að taka á þessu, það er bara kóað með þessu sem Kane er með í gangi. Ég tjáði mig um það og hann [Ingibergur] er kannski ekki sammála en það eru bara mín augu. Ingibergur er ágætis kunningi minn og ég var ekkert að rífast við hann, við erum bara ekki sammála og ég var að segja honum að ég dauðvorkenni honum að vera í þessari stöðu.“ Ekki heitt í hamsi, bara svekktur með frammistöðuna „Mér er ekkert heitt í hamsi, þú hefur greinilega ekki tekið viðtal við mig þegar ég er reiður. Ég er bara svekktur með frammistöðuna, hún var ekki nógu góð. Við ætlum bara að hlaða batteríin og vera klárir í Njarðvík á fimmtudaginn,“ sagði Viðar að lokum. Bónus-deild karla Höttur UMF Grindavík Mest lesið Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fótbolti Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Íslenski boltinn „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Handbolti „Mjög stoltur af liðinu“ Körfubolti Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Handbolti „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ Körfubolti Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Körfubolti Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM Fótbolti Fleiri fréttir „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Sjá meira
„Við vorum bara flatir og ósamstilltir. Náðum aldrei að kveikja neinn neista. Ég hafði engin svör og við sem heild vorum bara ekki með þetta í dag,“ sagði hann snöggt um leikinn áður en talið færðist að atvikum kvöldsins utan vallar. Kominn tími á að taka á Kane DeAndre Kane og Courvoisier McCauley lentu í áflogum í hálfleik, sem áttu sér aðdraganda í fyrri hálfleik og drógu dilk á eftir sér allan seinni hálfleikinn. „Ég sé þetta ekki, talað um að Kane komi labbandi yfir, þið skoðið þetta bara á myndbandi. En ég ætla að biðja sambandið og aganefnd að taka á þessu, það er mjög óeðlilegt þegar annað liðið er bara að hita upp að einhver leikmaður fari að búa til læti. Það er löngu kominn tími á að það sé tekið á þessum gæja, maðurinn er búinn að vera í eitt og hálft í ár í einhverju djöfulsins bulli sem tengist ekkert körfubolta,“ sagði Viðar um Kane. „Það þarf bara að taka á þessu. Þetta er ekki eini leikurinn og þetta er ekki eina atvikið. Sumir segja að þetta sé gaman en þetta er bara asnalegt að kóa með þessu, taka á þessu og spila körfubolta.“ Devon Thomas óviðráðanlegur Viðar færði talið þá að leiknum sjálfum og sagði Grindavík hafa átt sigurinn skilið. „Við vorum slakir í dag, þeir voru góðir. Devon Thomas var geggjaður, stjórnaði öllu og var frábær. Við réðum ekkert við hann, ég hafði engin svör og ekki neitt. Þess vegna dóminera þeir þennan leik, við áttum ekki séns.“ Tókust ekki í hendur Eftir leik tóku leikmenn Hattar ekki í hendur leikmanna Grindavíkur. „Nei, nei, nei,“ greip Viðar fram í þegar undirritaður sagði að þeir hafi neitað því að takast í hendur. „Ég segi við mína menn, af því ég nenni ekki kjaftæði og rugli, að labba inn í klefa. Þeir neita því ekki, þeir voru hikandi yfir þessu en ég tók þessa ákvörðun. Þetta var ekki vanvirðing við Grindavík, við viljum bara ekki að menn fari í bann útaf einhverju bulli, mönnum var heitt í hamsi og mínir menn svekktir. Hinir, eða ekki hinir það er bara einn, sem er eins og trúður hérna. Ég vildi bara losna við það. Ég var búinn að tilkynna dómurum það og þeir töldu það skynsamlegt, þannig ekki ásaka mína menn um að ætla að neita að taka í höndina, það er lélegt hjá þér.“ Dauðvorkennir formanni Grindavíkur Að lokum var Viðar spurður út í atvik sem átti sér stað rétt áður en viðtalið hófst. Hann stóð þá í miklu rifrildi við Ingiberg Þ. Jónasson, formann körfuknattleiksdeildar Grindavíkur. Ekki heyrðist greinilega hvað fór þeirra á milli en Viðar þurfti á endanum að rífa sig lausan frá Ingibergi og segja honum að fara svo viðtalið gæti hafist. „Ég vorkenni honum bara. Að þurfa að vera með þetta í höndunum, erfitt fyrir þá að vera ekki að taka á þessu, það er bara kóað með þessu sem Kane er með í gangi. Ég tjáði mig um það og hann [Ingibergur] er kannski ekki sammála en það eru bara mín augu. Ingibergur er ágætis kunningi minn og ég var ekkert að rífast við hann, við erum bara ekki sammála og ég var að segja honum að ég dauðvorkenni honum að vera í þessari stöðu.“ Ekki heitt í hamsi, bara svekktur með frammistöðuna „Mér er ekkert heitt í hamsi, þú hefur greinilega ekki tekið viðtal við mig þegar ég er reiður. Ég er bara svekktur með frammistöðuna, hún var ekki nógu góð. Við ætlum bara að hlaða batteríin og vera klárir í Njarðvík á fimmtudaginn,“ sagði Viðar að lokum.
Bónus-deild karla Höttur UMF Grindavík Mest lesið Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fótbolti Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Íslenski boltinn „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Handbolti „Mjög stoltur af liðinu“ Körfubolti Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Handbolti „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ Körfubolti Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Körfubolti Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM Fótbolti Fleiri fréttir „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Körfubolti
Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Körfubolti