Uppgjörið: Grindavík - Höttur 113-84 | Grindavík enn með fullt hús stiga eftir stórsigur Ágúst Orri Arnarson skrifar 17. október 2024 19:31 Devon Thomas var átti stórleik og skoraði 38 stig. vísir / anton brink Grindavík vann stórsigur er liðið tók á móti Hetti í þriðju umferð Bónus deildar karla. Lokatölur 113-84 í Smáranum. Liðin höfðu bæði unnið fyrstu tvo leiki tímabilsins. Grindavíkurvörnin var gríðarlega aggressív og gjörsamlega kæfði gestina í upphafi leiks. Höttur átti í stökustu vandræðum og skoraði ekki úr opnum leik fyrr en í síðustu sókn fyrsta leikhluta, sem endaði 31-9. Jason Gigliotti spilaði grimman varnarleik og var snemma kominn í villuvandræði.vísir / anton brink Devon Thomas var óstöðvandi í kvöld.vísir / anton brink Annar leikhlutinn byrjaði engu betur en sá fyrsti endaði hjá Hetti. Grindavík greip þrjú sóknarfráköst í röð í fyrstu sókn og þjálfari Hattar var strax byrjaður að berja í stólinn, brjálaður yfir frammistöðu sinna manna. Grindavík hélt áfram að valsa í gegnum slaka vörn gestanna og fór inn í hálfleik 56-33 yfir. DeAndre Kane tókst ekki að troða boltanum ofaní. Kom ekki að sök.vísir / anton brink Hlutirnir héldu áfram að mjatla með sama hætti í þriðja leikhluta, sókn gestanna örlítið skárri en vörnin hélt engu vatni. Eitt af mörgum vörðum skotum Grindavíkur,vísir / anton brink Valur Orri Valsson setti þrjá þrista.vísir / anton brink Í fjórða leikhluta hitnuðu Hattar-menn skyndilega og skoruðu þrjú stig úr fyrstu fimm sóknum sínum, áhlaup sem hefði mátt koma mun fyrr í leiknum. Munurinn minnkaði niður í um tuttugu stig áður en Grindavík tók aftur völdin á vellinum. Adam var stigahæstur hjá Hetti með 21 stig.vísir / anton brink Undir lokin voru heimamenn farnir að leika sér að hlutunum, skemmtu sér við að snúa snöggt á varnarmenn og fagna fyrir framan varamannabekkinn þegar boltinn flaug ofan í körfuna. Algjört afhroð hjá Hetti, lokatölur 113-84. Daniel Mortensen blokkaði fimm bolta.vísir / anton brink Atvik leiksins Þegar fimm mínútur voru eftir af hálfleiknum fóru bæði lið út á völl að skjóta. DeAndre Kane var eitthvað að flækjast á vallarhelmingi Hattar og Courvoisier McCauley sagði honum að hypja sig yfir á sinn helming. Kane brást við með því að slá hann í andlitið og skrattinn slapp laus. Leikmenn beggja liða rifust harkalega, McCauley ætlaði að hjóla í Kane en það tókst að halda aftur af honum. Dómararnir drifu sig út úr klefanum og skildu ekkert hvað var í gangi, þjálfarar liðanna voru fengnir til að segja söguna en ekkert var dæmt. Kane gekk burt með sakleysissvip en fór afar ófögrum orðum um McCauley, kallaði hann meðal annars aumingja (e. pussy) og litla tík (e. little bitch). Stjörnur og skúrkar Devon Thomas með sannkallaðan stórleik á báðum endum vallarins. Langbestur í kvöld og ótrúlegur fengur sem hann hefur verið í upphafi tímabils. Stóru mennirnir, Mortensen og Gigliotti, sinntu sínum hlutverkum vel og höfðu hemil á Nemanja Knezevic í allt kvöld. Valur Orri Valsson með 14 stig og flotta nýtingu af bekknum. Stemning og umgjörð Frábær stemning í Smáranum, heimamenn höfðu hátt allan tímann og tókst að espa gestina upp. Mætingin ágæt en langt frá því að vera full stúka. Hrós á Hattar-stuðningsmenn, sem mættu fjölmargir og fóru ekki fyrr, þó þeirra lið steinlægi. Viðtöl og myndir Bónus-deild karla UMF Grindavík Höttur
Grindavík vann stórsigur er liðið tók á móti Hetti í þriðju umferð Bónus deildar karla. Lokatölur 113-84 í Smáranum. Liðin höfðu bæði unnið fyrstu tvo leiki tímabilsins. Grindavíkurvörnin var gríðarlega aggressív og gjörsamlega kæfði gestina í upphafi leiks. Höttur átti í stökustu vandræðum og skoraði ekki úr opnum leik fyrr en í síðustu sókn fyrsta leikhluta, sem endaði 31-9. Jason Gigliotti spilaði grimman varnarleik og var snemma kominn í villuvandræði.vísir / anton brink Devon Thomas var óstöðvandi í kvöld.vísir / anton brink Annar leikhlutinn byrjaði engu betur en sá fyrsti endaði hjá Hetti. Grindavík greip þrjú sóknarfráköst í röð í fyrstu sókn og þjálfari Hattar var strax byrjaður að berja í stólinn, brjálaður yfir frammistöðu sinna manna. Grindavík hélt áfram að valsa í gegnum slaka vörn gestanna og fór inn í hálfleik 56-33 yfir. DeAndre Kane tókst ekki að troða boltanum ofaní. Kom ekki að sök.vísir / anton brink Hlutirnir héldu áfram að mjatla með sama hætti í þriðja leikhluta, sókn gestanna örlítið skárri en vörnin hélt engu vatni. Eitt af mörgum vörðum skotum Grindavíkur,vísir / anton brink Valur Orri Valsson setti þrjá þrista.vísir / anton brink Í fjórða leikhluta hitnuðu Hattar-menn skyndilega og skoruðu þrjú stig úr fyrstu fimm sóknum sínum, áhlaup sem hefði mátt koma mun fyrr í leiknum. Munurinn minnkaði niður í um tuttugu stig áður en Grindavík tók aftur völdin á vellinum. Adam var stigahæstur hjá Hetti með 21 stig.vísir / anton brink Undir lokin voru heimamenn farnir að leika sér að hlutunum, skemmtu sér við að snúa snöggt á varnarmenn og fagna fyrir framan varamannabekkinn þegar boltinn flaug ofan í körfuna. Algjört afhroð hjá Hetti, lokatölur 113-84. Daniel Mortensen blokkaði fimm bolta.vísir / anton brink Atvik leiksins Þegar fimm mínútur voru eftir af hálfleiknum fóru bæði lið út á völl að skjóta. DeAndre Kane var eitthvað að flækjast á vallarhelmingi Hattar og Courvoisier McCauley sagði honum að hypja sig yfir á sinn helming. Kane brást við með því að slá hann í andlitið og skrattinn slapp laus. Leikmenn beggja liða rifust harkalega, McCauley ætlaði að hjóla í Kane en það tókst að halda aftur af honum. Dómararnir drifu sig út úr klefanum og skildu ekkert hvað var í gangi, þjálfarar liðanna voru fengnir til að segja söguna en ekkert var dæmt. Kane gekk burt með sakleysissvip en fór afar ófögrum orðum um McCauley, kallaði hann meðal annars aumingja (e. pussy) og litla tík (e. little bitch). Stjörnur og skúrkar Devon Thomas með sannkallaðan stórleik á báðum endum vallarins. Langbestur í kvöld og ótrúlegur fengur sem hann hefur verið í upphafi tímabils. Stóru mennirnir, Mortensen og Gigliotti, sinntu sínum hlutverkum vel og höfðu hemil á Nemanja Knezevic í allt kvöld. Valur Orri Valsson með 14 stig og flotta nýtingu af bekknum. Stemning og umgjörð Frábær stemning í Smáranum, heimamenn höfðu hátt allan tímann og tókst að espa gestina upp. Mætingin ágæt en langt frá því að vera full stúka. Hrós á Hattar-stuðningsmenn, sem mættu fjölmargir og fóru ekki fyrr, þó þeirra lið steinlægi. Viðtöl og myndir
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti