Gripinn þegar hann hljóp að hundfúlum Ronaldo Sindri Sverrisson skrifar 16. október 2024 07:02 Cristiano Ronaldo leyndi ekki tilfinningum sínum frekar en fyrri daginn. Getty/Robbie Jay Barratt Cristiano Ronaldo var afar sár og svekktur þegar flautað var til leiksloka í 200. landsleik hans fyrir Portúgal í gærkvöld. Honum mistókst eins og öðrum að skora, í markalausu jafntefli við Skota á Hampden Park í Glasgow. Koma Ronaldos til Skotlands vakti mikla athygli og ljósmyndarar og æstir aðdáendur fylgdu honum nánast hvert fótmál. Enginn gekk þó lengra en maðurinn sem hljóp inn á völlinn í gærkvöld, nokkrum mínútum fyrir leikslok, með síma í hendinni í von um að ná mynd af sér með portúgölsku goðsögninni. Sjónvarpsmyndavélar sýndu ekki atvikið en hér að neðan má sjá ljósmyndir af því þegar maðurinn var tæklaður niður í grasið og stöðvaður, áður en honum var komið í burtu af vellinum. Maðurinn hljóp inn á völlinn með síma í von um að ná mynd af sér með Cristiano Ronaldo.Getty/Ross MacDonald Öryggisvörður sá til þess að maðurinn næði ekki til Ronaldos.Getty/Alex Livesey Maðurinn var strax leiddur í burtu af vellinum, eftir að hann var tæklaður niður.Getty/Jacques Feeney Ronaldo ætti að vera orðinn vanur svona tilraunum og hið sama gerðist raunar í heimaleik Portúgals við Skotland fyrr í haust, sem Portúgalar unnu. Ronaldo, sem skorað hefur 133 mörk fyrir portúgalska landsliðið, gekk hins vegar afar pirraður og fúll af velli eftir leik. Hann virtist sérstaklega óánægður með að dómari leiksins skyldi ekki leyfa Portúgal að taka hornspyrnu, eftir að uppbótartíma var lokið, hló í fyrstu en sýndi svo miklar handahreyfingar og lét nokkur orð falla í garð dómarans. Hann strunsaði svo fyrstur manna af velli og inn til búningsklefa, við mikla kátínu skoskra stuðningsmanna sem skemmtu sér í stúkunni. Ungur stuðningsmaður Skota biður Ronaldo um treyjuna frá 200. landsleiknum.Getty/Andrew Milligan Portúgal hafði unnið fyrstu þrjá leiki sína og er því með tíu stig á toppnum í sínum riðli í A-deild Þjóðadeildarinnar, þremur stigum á undan Króatíu. Liðin eiga eftir að mætast á heimavelli Króata í lokaumferð riðlakeppninnar. Þjálfarinn Roberto Martinez og leikmenn Portúgals voru sannfærðir um að þeir hefðu verðskuldað sigur í Glasgow í kvöld: „Markvörðurinn þeirra var ótrúlegur. Við náðum ekki að skora en frammistaðan var jákvæð. Það eru ekki mörg lið ósigruð. Úrslit velta á frammistöðu og í kvöld þá verðskulduðum við að vinna,“ sagði Martínez. Bernardo Silva sagði portúgalska liðið ekki hafa sýnt nógu mikla ákefð í sóknarleiknum: „En við vissum að með jafntefli þá yrðum við enn á toppi riðilsins og við erum enn í forréttindastöðu varðandi það að enda í efsta sætinu. En auðvitað förum við héðan svekktir.“ Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA Fótbolti Fleiri fréttir Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Sjá meira
Koma Ronaldos til Skotlands vakti mikla athygli og ljósmyndarar og æstir aðdáendur fylgdu honum nánast hvert fótmál. Enginn gekk þó lengra en maðurinn sem hljóp inn á völlinn í gærkvöld, nokkrum mínútum fyrir leikslok, með síma í hendinni í von um að ná mynd af sér með portúgölsku goðsögninni. Sjónvarpsmyndavélar sýndu ekki atvikið en hér að neðan má sjá ljósmyndir af því þegar maðurinn var tæklaður niður í grasið og stöðvaður, áður en honum var komið í burtu af vellinum. Maðurinn hljóp inn á völlinn með síma í von um að ná mynd af sér með Cristiano Ronaldo.Getty/Ross MacDonald Öryggisvörður sá til þess að maðurinn næði ekki til Ronaldos.Getty/Alex Livesey Maðurinn var strax leiddur í burtu af vellinum, eftir að hann var tæklaður niður.Getty/Jacques Feeney Ronaldo ætti að vera orðinn vanur svona tilraunum og hið sama gerðist raunar í heimaleik Portúgals við Skotland fyrr í haust, sem Portúgalar unnu. Ronaldo, sem skorað hefur 133 mörk fyrir portúgalska landsliðið, gekk hins vegar afar pirraður og fúll af velli eftir leik. Hann virtist sérstaklega óánægður með að dómari leiksins skyldi ekki leyfa Portúgal að taka hornspyrnu, eftir að uppbótartíma var lokið, hló í fyrstu en sýndi svo miklar handahreyfingar og lét nokkur orð falla í garð dómarans. Hann strunsaði svo fyrstur manna af velli og inn til búningsklefa, við mikla kátínu skoskra stuðningsmanna sem skemmtu sér í stúkunni. Ungur stuðningsmaður Skota biður Ronaldo um treyjuna frá 200. landsleiknum.Getty/Andrew Milligan Portúgal hafði unnið fyrstu þrjá leiki sína og er því með tíu stig á toppnum í sínum riðli í A-deild Þjóðadeildarinnar, þremur stigum á undan Króatíu. Liðin eiga eftir að mætast á heimavelli Króata í lokaumferð riðlakeppninnar. Þjálfarinn Roberto Martinez og leikmenn Portúgals voru sannfærðir um að þeir hefðu verðskuldað sigur í Glasgow í kvöld: „Markvörðurinn þeirra var ótrúlegur. Við náðum ekki að skora en frammistaðan var jákvæð. Það eru ekki mörg lið ósigruð. Úrslit velta á frammistöðu og í kvöld þá verðskulduðum við að vinna,“ sagði Martínez. Bernardo Silva sagði portúgalska liðið ekki hafa sýnt nógu mikla ákefð í sóknarleiknum: „En við vissum að með jafntefli þá yrðum við enn á toppi riðilsins og við erum enn í forréttindastöðu varðandi það að enda í efsta sætinu. En auðvitað förum við héðan svekktir.“
Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA Fótbolti Fleiri fréttir Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Sjá meira