Býður upp á ítalska Haggis-pítsu til heiðurs McTominay og Gilmour Smári Jökull Jónsson skrifar 13. október 2024 07:03 Billy Gilmour og Scott McTominay leika báðir með Napoli á Ítalíu. Vísir/Getty Flestum þykja ítalskar pítsur mikið lostgæti. Mikilvægt þykir að fylgja ýmsum reglum sem tilheyra því að gera ekta ítalska pítsu en eigandi veitingastaðar eins í Glasgow lætur slíkt ekki stoppa sig í pítsugerðinni. Löndin Skotland og Ítalía eiga ekkert sérstaklega mikið sameiginlegt og allra síst hvað varðar matreiðslu. Ítalska veitingastaði er þó að finna í Skotlandi líkt og flestum öðrum löndum og eigandi staðarins Vita Bella í Glasgow hefur fundið frumlega leið til að tengja matarmenningu landanna saman. Mimmo Rossi er eigandi Vita Bella og sömuleiðis mikill aðdáandi skosku knattspyrnumannanna Scott McTominay og Billy Gilmour en báðir leika þeir með uppáhaldsliði hans Napoli í Serie A deildinni á Ítalíu. Hann ákvað því að hanna pítsu á matseðil Vita Bella til heiðurs þeim McTominay og Gilmour og óhætt er að segja að hún sé engri lík. „Spenningurinn er álíka mikill og þegar Maradona skrifaði undir“ Á pítsuna setur hann nefnilega haggis, skoska þjóðarréttinn sem ekki er ólíkt íslenska slátrinu. Pítsan er kölluð GilMctominay og á henni er einnig mozzarella ostur, ítalskar kjötbollur, viskísósa og mascarponesósa. Hugmyndin með pítsunni er að sameina ást Rossi á Skotlandi og nýju leikmönnum Napoli en hann er mikill stuðningsmaður liðsins. „Ég hef séð hvað hann hefur gert fyrir landsliðið og fyrir Manchester United, ég hugsaði með mér af hverju þeir hafi selt hann Þegar þeir gerðu það og við fengum hann var spenningurinn álíka mikill og þegar Maradona skrifaði undir samning við Napoli,“ sagði Rossi en hann er líklegast einn af fáum sem borið hefur saman Scott McTominay við goðsögnina Diego Maradona. Maradona lék með Napoli árin 1984-1991. How Scott McTominay and Billy Gilmour have inspired a new pizza! 🍕 pic.twitter.com/ZevahQweEq— Sky Sports Football (@SkyFootball) October 11, 2024 „Ég var fjórtán ára strákur og þetta var það besta sem hafði gerst í lífi mínu. Maður vissi að eitthvað sérstakt myndi gerast og ég held að að þessir tveir leikmenn geti gert frábæra hluti saman fyrir Napoli.“ Napoli varð ítalskur meistari árið 2023 og Rossi var mættur til að fagna sigrinum og að sjálfsögðu í skotapilsi. „Ég fór þangað með syni mínum og var í skotapilsinu mínu. Ég var í pilsinu í þrjá daga í Napolí þegar við unnum deildina og ég held ég geri það aftur þegar við vinnum næst.“ Ítalía Skotland Ítalski boltinn Mest lesið Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Handbolti Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Handbolti Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Modric lagði upp í fyrsta sigri AC Milan Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Brynjólfur með tvö í kvöld og er orðinn markahæstur í hollensku deildinni Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Sjá meira
Löndin Skotland og Ítalía eiga ekkert sérstaklega mikið sameiginlegt og allra síst hvað varðar matreiðslu. Ítalska veitingastaði er þó að finna í Skotlandi líkt og flestum öðrum löndum og eigandi staðarins Vita Bella í Glasgow hefur fundið frumlega leið til að tengja matarmenningu landanna saman. Mimmo Rossi er eigandi Vita Bella og sömuleiðis mikill aðdáandi skosku knattspyrnumannanna Scott McTominay og Billy Gilmour en báðir leika þeir með uppáhaldsliði hans Napoli í Serie A deildinni á Ítalíu. Hann ákvað því að hanna pítsu á matseðil Vita Bella til heiðurs þeim McTominay og Gilmour og óhætt er að segja að hún sé engri lík. „Spenningurinn er álíka mikill og þegar Maradona skrifaði undir“ Á pítsuna setur hann nefnilega haggis, skoska þjóðarréttinn sem ekki er ólíkt íslenska slátrinu. Pítsan er kölluð GilMctominay og á henni er einnig mozzarella ostur, ítalskar kjötbollur, viskísósa og mascarponesósa. Hugmyndin með pítsunni er að sameina ást Rossi á Skotlandi og nýju leikmönnum Napoli en hann er mikill stuðningsmaður liðsins. „Ég hef séð hvað hann hefur gert fyrir landsliðið og fyrir Manchester United, ég hugsaði með mér af hverju þeir hafi selt hann Þegar þeir gerðu það og við fengum hann var spenningurinn álíka mikill og þegar Maradona skrifaði undir samning við Napoli,“ sagði Rossi en hann er líklegast einn af fáum sem borið hefur saman Scott McTominay við goðsögnina Diego Maradona. Maradona lék með Napoli árin 1984-1991. How Scott McTominay and Billy Gilmour have inspired a new pizza! 🍕 pic.twitter.com/ZevahQweEq— Sky Sports Football (@SkyFootball) October 11, 2024 „Ég var fjórtán ára strákur og þetta var það besta sem hafði gerst í lífi mínu. Maður vissi að eitthvað sérstakt myndi gerast og ég held að að þessir tveir leikmenn geti gert frábæra hluti saman fyrir Napoli.“ Napoli varð ítalskur meistari árið 2023 og Rossi var mættur til að fagna sigrinum og að sjálfsögðu í skotapilsi. „Ég fór þangað með syni mínum og var í skotapilsinu mínu. Ég var í pilsinu í þrjá daga í Napolí þegar við unnum deildina og ég held ég geri það aftur þegar við vinnum næst.“
Ítalía Skotland Ítalski boltinn Mest lesið Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Handbolti Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Handbolti Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Modric lagði upp í fyrsta sigri AC Milan Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Brynjólfur með tvö í kvöld og er orðinn markahæstur í hollensku deildinni Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Sjá meira