„Við munum læra margt af þessu“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 11. október 2024 21:37 Craig Bellamy er fyrir miðju. Hann lítur frekar á leikinn sem lærdómsríka reynslu en svekkjandi niðurstöðu. „Þið pressuðuð bara hærra,“ sagði Craig Bellamy, þjálfari Wales, aðspurður hverju íslenska liðið hefði breytt í hálfleik til að snúa leiknum sér í vil. Wales var tveimur mörkum yfir og hafði verið mun hættulegri aðilinn þegar flautað var til hálfleiks, en Ísland jafnaði leikinn og komst grátlega nálægt því að setja sigurmarkið undir lokin. „Auðvitað [svekktur með niðurstöðuna]. Tveimur mörkum yfir og fengum færi til að skora þriðja markið, en við vissum alveg í hálfleik að þetta væri ekki búið. Við vitum hvernig lið Ísland er, með góðan þjálfara og leikmenn, því meira sem ég sá því hrifnari varð ég af þeim,“ sagði þjálfarinn eftir leik í viðtali við Val Pál Eiríksson á Stöð 2 Sport. „Ég vissi að þetta yrði erfiður seinni hálfleikur og að Ísland myndi elta okkur. Þeir hentu fleiri mönnum fram og pressuðu okkur. Við leituðum lausna en fundum ekki. Heilt yfir er ég ánægður með frammistöðuna en skil samt svekkelsið vel, þegar maður er tveimur mörkum yfir í hálfleik vill maður vinna leikinn, en þetta var fínasti leikur hjá okkur,“ hélt hann svo áfram. Mörk gestanna voru bæði skoruð í fyrri hálfleik og voru keimlík, há sending frá Neco Williams sem flaug yfir flata vörn Íslands og datt fyrir Harry Wilson í þverhlaupi. Greinilega eitthvað sem liðið hefur æft vel. „Við æfum marga hluti og þetta gekk upp í dag. Fengum annað frábært færi með sama hætti. Við vissum að þetta yrði erfiður leikur og að það yrði ekki auðvelt að brjóta Ísland niður, það er ástæða fyrir því að Ísland hefur komist tvisvar á stórmót og þið voruð mjög óheppnir að komast ekki inn síðast [á EM í Þýskalandi í sumar]. Þetta var góður leikur og tvö góð lið sem börðust.“ Bellamy á hliðarlínunni á Laugardalsvelli.vísir / anton brink Bellamy hélt auðmjúkur áfram, hrósaði íslenska liðinu mikið og virkaði ekki mjög svekktur með að fá aðeins eitt stig. Hann lítur frekar á leikinn sem lærdómsríka reynslu en svekkjandi niðurstöðu. „Heilmikið [sem við lærðum af þessum leik], sérstaklega hvað varðar uppspilið úr öftustu línu. Þetta var erfiður seinni hálfleikur og við sáum fullt sem leikmennirnir geta lagað fyrir næstu leiki. Vonandi til lengri tíma litið, mun þessi leikur hjálpa okkur. Og ég trúi því raunverulega, ég er ekki að bulla þegar ég segi að þessi leikur hafi hjálpað liðinu heilmikið, við munum læra margt af þessu,“ sagði Bellamy að lokum. Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Sonur Zidane skiptir um landslið Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Dregið í Meistaradeild: Glódís mætir Íslendingum, Arsenal og Barcelona Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Potter undir mikilli pressu Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Sjá meira
„Auðvitað [svekktur með niðurstöðuna]. Tveimur mörkum yfir og fengum færi til að skora þriðja markið, en við vissum alveg í hálfleik að þetta væri ekki búið. Við vitum hvernig lið Ísland er, með góðan þjálfara og leikmenn, því meira sem ég sá því hrifnari varð ég af þeim,“ sagði þjálfarinn eftir leik í viðtali við Val Pál Eiríksson á Stöð 2 Sport. „Ég vissi að þetta yrði erfiður seinni hálfleikur og að Ísland myndi elta okkur. Þeir hentu fleiri mönnum fram og pressuðu okkur. Við leituðum lausna en fundum ekki. Heilt yfir er ég ánægður með frammistöðuna en skil samt svekkelsið vel, þegar maður er tveimur mörkum yfir í hálfleik vill maður vinna leikinn, en þetta var fínasti leikur hjá okkur,“ hélt hann svo áfram. Mörk gestanna voru bæði skoruð í fyrri hálfleik og voru keimlík, há sending frá Neco Williams sem flaug yfir flata vörn Íslands og datt fyrir Harry Wilson í þverhlaupi. Greinilega eitthvað sem liðið hefur æft vel. „Við æfum marga hluti og þetta gekk upp í dag. Fengum annað frábært færi með sama hætti. Við vissum að þetta yrði erfiður leikur og að það yrði ekki auðvelt að brjóta Ísland niður, það er ástæða fyrir því að Ísland hefur komist tvisvar á stórmót og þið voruð mjög óheppnir að komast ekki inn síðast [á EM í Þýskalandi í sumar]. Þetta var góður leikur og tvö góð lið sem börðust.“ Bellamy á hliðarlínunni á Laugardalsvelli.vísir / anton brink Bellamy hélt auðmjúkur áfram, hrósaði íslenska liðinu mikið og virkaði ekki mjög svekktur með að fá aðeins eitt stig. Hann lítur frekar á leikinn sem lærdómsríka reynslu en svekkjandi niðurstöðu. „Heilmikið [sem við lærðum af þessum leik], sérstaklega hvað varðar uppspilið úr öftustu línu. Þetta var erfiður seinni hálfleikur og við sáum fullt sem leikmennirnir geta lagað fyrir næstu leiki. Vonandi til lengri tíma litið, mun þessi leikur hjálpa okkur. Og ég trúi því raunverulega, ég er ekki að bulla þegar ég segi að þessi leikur hafi hjálpað liðinu heilmikið, við munum læra margt af þessu,“ sagði Bellamy að lokum.
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Sonur Zidane skiptir um landslið Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Dregið í Meistaradeild: Glódís mætir Íslendingum, Arsenal og Barcelona Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Potter undir mikilli pressu Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Sjá meira