Logi í vímu eftir leik: Ég er vanur að skora góð mörk Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. október 2024 20:57 Logi Tómasson átti frábæra innkomu af bekknum og breytti leiknum. Stöð 2 Sport Logi Tómasson var hetja íslenska fótboltalandsliðsins í kvöld þegar liðið gerði 2-2 jafntefli á móti Wales í Þjóðadeildinni á Laugardalsvellinum. Logi kom inn á sem varamaður í hálfleik í stöðunni 0-2 fyrir Wales og jafnaði metin með tveimur mörkum á þriggja mínútna kafla í seinni hálfleiknum. Íslenska liðið náði ekki inn sigurmarkinu en þökk sé Loga þó fór liðið ekki tómhent heim. „Mér líður bara mjög vel. Þetta var rosalegur leikur fyrir mig. Ég ætlaði bara að koma inn og breyta leiknum en ég ætlaði kannski ekki að setja tvö mörk. Það var ekki endilega markmiðið. Þetta var mjög gott,“ sagði Logi Tómasson í viðtali við Val Pál Eiríksson eftir leikinn. Valur Páll spurði Loga hvort að hann væri viss um að hann sé bakvörður en ekki framherji. „Ég er búinn að gera þetta tvisvar út í Noregi þar sem ég spila og er vanur að gera þetta á æfingum. Þetta er bara venjulegt skot fyrir mig,“ sagði Logi en hvernig er tilfinningin að skora fyrsta landsliðsmarkið sitt? „Hún er bara sturluð. Ég get eiginlega ekki lýst þessu. Þetta er bara víma,“ sagði Logi. „Ég er vanur að skora góð mörk en þetta mun lifa mest í hausnum á mér,“ sagði Logi. Íslenska liðið sýndi karakter með því að vinna sér aftur inn í leikinn. „Við eigum samt að vinna þennan leik því við fengum endalaust af færum. Eftir á er þetta gott stig en samt lélegt að vinna ekki þennan leik. Við fáum endalaust af færum og við verðum að nýta þessi færi betur,“ sagði Logi. „Við þurfum að vinna næsta leik,“ sagði Logi en hann er á móti Tyrklandi á mánudaginn. Þjóðadeild karla í fótbolta Landslið karla í fótbolta Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Fleiri fréttir „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Sjá meira
Logi kom inn á sem varamaður í hálfleik í stöðunni 0-2 fyrir Wales og jafnaði metin með tveimur mörkum á þriggja mínútna kafla í seinni hálfleiknum. Íslenska liðið náði ekki inn sigurmarkinu en þökk sé Loga þó fór liðið ekki tómhent heim. „Mér líður bara mjög vel. Þetta var rosalegur leikur fyrir mig. Ég ætlaði bara að koma inn og breyta leiknum en ég ætlaði kannski ekki að setja tvö mörk. Það var ekki endilega markmiðið. Þetta var mjög gott,“ sagði Logi Tómasson í viðtali við Val Pál Eiríksson eftir leikinn. Valur Páll spurði Loga hvort að hann væri viss um að hann sé bakvörður en ekki framherji. „Ég er búinn að gera þetta tvisvar út í Noregi þar sem ég spila og er vanur að gera þetta á æfingum. Þetta er bara venjulegt skot fyrir mig,“ sagði Logi en hvernig er tilfinningin að skora fyrsta landsliðsmarkið sitt? „Hún er bara sturluð. Ég get eiginlega ekki lýst þessu. Þetta er bara víma,“ sagði Logi. „Ég er vanur að skora góð mörk en þetta mun lifa mest í hausnum á mér,“ sagði Logi. Íslenska liðið sýndi karakter með því að vinna sér aftur inn í leikinn. „Við eigum samt að vinna þennan leik því við fengum endalaust af færum. Eftir á er þetta gott stig en samt lélegt að vinna ekki þennan leik. Við fáum endalaust af færum og við verðum að nýta þessi færi betur,“ sagði Logi. „Við þurfum að vinna næsta leik,“ sagði Logi en hann er á móti Tyrklandi á mánudaginn.
Þjóðadeild karla í fótbolta Landslið karla í fótbolta Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Fleiri fréttir „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Sjá meira