Kynferðisofbeldið sýnt í dómsal Hólmfríður Gísladóttir skrifar 11. október 2024 11:25 Gisele hefur barist hart fyrir því að allar staðreyndir málsins verði dregnar upp á yfirborðið og ekkert dregið undan. Getty/Arnold Jerocki Lágvaxinn, fölur maður á bláum nærbuxum og í svörtum sokkum gengur að rúmi, þar sem kona liggur, næstum nakin, á hliðinni. Án fyrirvara byrjar maðurinn að nauðga konunni. Þetta er meðal þess sem sýnt var í dómsal í Avignon í Frakklandi í gær, þegar réttarhöld yfir Dominique Pelicot og um fimmtíu öðrum karlmönnum héldu áfram. Allir eru þeir sakaðir um að hafa nauðgað eða brotið gegn Gisele Pelicot, eiginkonu Dominique á meðan hún var meðvitundarlaus. Brotin stóðu yfir í um áratug, þar sem Dominique nauðgaði eiginkonu sinni sjálfur og bauð öðrum að gera slíkt hið sama í spjalli á netinu. Ofbeldið tók hann upp, klippti saman og safnaði. Gisele Pelicot barðist fyrir því að brot af myndskeiðunum yrðu sýnd í dómsal og dómarinn féllst á það en varaði viðstadda við myndefninu og bauð þeim sem treystu sér ekki til að víkja úr sal. Maðurinn í bláu nærbuxunum, 43 ára smiður nefndur Vincent C, er meðal þeirra sem segist saklaus. Að svo miklu leyti að hann segist ekki hafa vitað að Gisele hafi verið meðvitundarlaus og óviljugur þátttakandi. Þessu heldur hann fram jafnvel þótt heyra megi Gisele hrjóta á myndskeiðinu. Sumir mannanna hafa haldið því fram að Pelicot hafi tjáð þeim að eiginkonan væri að þykjast sofa og þetta væri allt partur af kynlífsleik. Hann hefur hins vegar sjálfur sagt að mönnunum hafi öllum verið ljóst hvernig var í pottinn búið. Gisele yfirgaf dómsalinn um tíma þegar Vincent C bar vitni en hann sagði reynsluna af „kynlífinu“ hafa verið „skrýtna“ og ólíka öðru sem hann hefði upplifað. Hann sagðist skilja, eftir að lögin voru útskýrð fyrir honum, að hann hefði tæknilega séð nauðgað Gisele en eins og margir aðrir ákærðu er það engu að síður afstaða hans að það eigi ekki að refsa honum fyrir þar sem hann hafi ekki vitað hvað hann var að gera. Sumir mannanna hafa borið því við að hafa verið undir stjórn Dominique og ekki þorað öðru en að hlýða og beita eiginkonu hans kynferðisofbeldi. Paul-Roger Gontard, verjandi eins mannanna, segir „grá svæði“ í málinu. Það sé misjafnt á hvaða tímapunkti mennirnir hafi gert sér grein fyrir hvað var raunverulega að eiga sér stað og þá hafi Dominique klippt myndskeiðin til og ómögulegt að segja til um hvort það sem fór í ruslið hefði sýnt fram á „sakleysi“ annarra ákærðu. Annar maður sem braut gegn Gisele sagði hana hafa brugðist við snertingu og því hefði hann haldið að hún væri bara að þykjast sofa. Þá fór hann mikinn gegn „gervi-femínistum“ og múgsefjun sem hann sagði fjölmiðla hafa valdið. Aðeins um helmingur ákærðu hefur borið vitni fyrir dómi og ætlað er að réttarhöldin muni halda áfram fram að jólum. Frakkland Erlend sakamál Mál Dominique Pélicot Kynferðisofbeldi Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Fleiri fréttir Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Sjá meira
Þetta er meðal þess sem sýnt var í dómsal í Avignon í Frakklandi í gær, þegar réttarhöld yfir Dominique Pelicot og um fimmtíu öðrum karlmönnum héldu áfram. Allir eru þeir sakaðir um að hafa nauðgað eða brotið gegn Gisele Pelicot, eiginkonu Dominique á meðan hún var meðvitundarlaus. Brotin stóðu yfir í um áratug, þar sem Dominique nauðgaði eiginkonu sinni sjálfur og bauð öðrum að gera slíkt hið sama í spjalli á netinu. Ofbeldið tók hann upp, klippti saman og safnaði. Gisele Pelicot barðist fyrir því að brot af myndskeiðunum yrðu sýnd í dómsal og dómarinn féllst á það en varaði viðstadda við myndefninu og bauð þeim sem treystu sér ekki til að víkja úr sal. Maðurinn í bláu nærbuxunum, 43 ára smiður nefndur Vincent C, er meðal þeirra sem segist saklaus. Að svo miklu leyti að hann segist ekki hafa vitað að Gisele hafi verið meðvitundarlaus og óviljugur þátttakandi. Þessu heldur hann fram jafnvel þótt heyra megi Gisele hrjóta á myndskeiðinu. Sumir mannanna hafa haldið því fram að Pelicot hafi tjáð þeim að eiginkonan væri að þykjast sofa og þetta væri allt partur af kynlífsleik. Hann hefur hins vegar sjálfur sagt að mönnunum hafi öllum verið ljóst hvernig var í pottinn búið. Gisele yfirgaf dómsalinn um tíma þegar Vincent C bar vitni en hann sagði reynsluna af „kynlífinu“ hafa verið „skrýtna“ og ólíka öðru sem hann hefði upplifað. Hann sagðist skilja, eftir að lögin voru útskýrð fyrir honum, að hann hefði tæknilega séð nauðgað Gisele en eins og margir aðrir ákærðu er það engu að síður afstaða hans að það eigi ekki að refsa honum fyrir þar sem hann hafi ekki vitað hvað hann var að gera. Sumir mannanna hafa borið því við að hafa verið undir stjórn Dominique og ekki þorað öðru en að hlýða og beita eiginkonu hans kynferðisofbeldi. Paul-Roger Gontard, verjandi eins mannanna, segir „grá svæði“ í málinu. Það sé misjafnt á hvaða tímapunkti mennirnir hafi gert sér grein fyrir hvað var raunverulega að eiga sér stað og þá hafi Dominique klippt myndskeiðin til og ómögulegt að segja til um hvort það sem fór í ruslið hefði sýnt fram á „sakleysi“ annarra ákærðu. Annar maður sem braut gegn Gisele sagði hana hafa brugðist við snertingu og því hefði hann haldið að hún væri bara að þykjast sofa. Þá fór hann mikinn gegn „gervi-femínistum“ og múgsefjun sem hann sagði fjölmiðla hafa valdið. Aðeins um helmingur ákærðu hefur borið vitni fyrir dómi og ætlað er að réttarhöldin muni halda áfram fram að jólum.
Frakkland Erlend sakamál Mál Dominique Pélicot Kynferðisofbeldi Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Fleiri fréttir Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Sjá meira