Morata leið svo illa að hann gat varla reimað skóna sína Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. október 2024 15:45 Álvaro Morata gekk í gegnum erfiða tíma fyrir Evrópumótið í Þýskalandi þar sem Spánn stóð uppi sem sigurvegari. getty/Alex Pantling Álvaro Morata, fyrirliði spænsku Evrópumeistaranna og leikmaður AC Milan, hefur glímt við þunglyndi og kvíða undanfarin ár. Um tíma var hann svo illa haldinn að hann hélt að hann gæti ekki spilað fótbolta aftur. Morata og félagar hans í spænska landsliðinu urðu Evrópumeistarar í sumar. Honum leið hins vegar svo illa í aðdraganda EM að hann efaðist um að hann gæti spilað á mótinu. „Þegar þú gengur í gegnum erfiða tíma, glímir við kvíða og þunglyndi, skiptir engu máli hvað þú gerir eða í hvaða stöðu þú ert í lífinu, þú ert með aðra manneskju inni í þér sem þú þarft að berjast við alla daga og allar nætur. Það besta fyrir mig var að yfirgefa Spán,“ sagði Morata í viðtali við El Partidazo. Hann fékk nóg af Spáni, yfirgaf Atlético Madrid í sumar og gekk í raðir Milan. Kökkur í hálsi og sortnaði fyrir augum „Mér leið mjög illa. Ég hélt að ég gæti ekki reimað á mig skóna og spilað aftur. Það sem þú sérð í sjónvarpinu og á samfélagsmiðlum er oft ekki rétta myndin af raunveruleikanum. Þú þarft að vera með ákveðna ímynd því það er starf þitt. Ég var mjög slæmur, ég sprakk, um tíma gat ég ekki reimað skóna mína og þegar ég gerði það hljóp ég heim því ég fékk kökk í hálsinn og mér sortnaði fyrir augum,“ sagði Morata. „Þremur mánuðum fyrir EM velti ég því fyrir mér hvort ég gæti spilað annan leik. Ég vissi ekki hvað var að gerast fyrir mig en þetta er mjög flókið og viðkvæmt. Á þessu augnabliki áttar þú þig á því að það sem þér líkar mest við í lífinu er líka það sem þú hatar mest. Þetta er flókið.“ Hætti að vilja fara út í búð Morata segist hafa verið afar viðkvæmur fyrir gagnrýni og átt erfitt með að fara út meðal fólks með fjölskyldu sína. „Mér fannst erfitt að fara út með börnin mín. Í hvert einasta skipti sem það gerðist eitthvað, fólk spurði mig eitthvað um fótboltann og eitthvað sem gerðist í síðustu leikjum. Á endanum vildi ég ekki fara út í búð. Fólk sagði svo margt við mig að mér fannst erfitt að vera með börnunum mínum,“ sagði Morata. Hann stóð nýverið í stappi við bæjarstjórann í Corbetta eftir að hann greindi frá því að Morata væri að flytja í bæinn. Morata hætti í kjölfarið við að flytja til Corbetta. Morata, sem er 31 árs, hefur leikið sjö leiki fyrir Milan og skorað tvö mörk. Hann hefur spilað áttatíu landsleiki fyrir Spán og skorað 36 mörk. Geðheilbrigði Spænski boltinn Ítalski boltinn EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Fótbolti Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Fótbolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Íslenski boltinn Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Íslenski boltinn Hildur fékk svakalegt glóðarauga Fótbolti Fleiri fréttir Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Kroos segir að Pedri sé mikilvægari en Yamal, Raphinha og Lewandowski Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Hildur fékk svakalegt glóðarauga Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Kristófer: Þetta var alveg frábær tilfinning Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti Cecilía valin besti markvörðurinn í ítölsku deildinni Markvörðurinn mætti of seint í leikinn Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Glódis Perla spöruð á bekknum „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Sjá meira
Morata og félagar hans í spænska landsliðinu urðu Evrópumeistarar í sumar. Honum leið hins vegar svo illa í aðdraganda EM að hann efaðist um að hann gæti spilað á mótinu. „Þegar þú gengur í gegnum erfiða tíma, glímir við kvíða og þunglyndi, skiptir engu máli hvað þú gerir eða í hvaða stöðu þú ert í lífinu, þú ert með aðra manneskju inni í þér sem þú þarft að berjast við alla daga og allar nætur. Það besta fyrir mig var að yfirgefa Spán,“ sagði Morata í viðtali við El Partidazo. Hann fékk nóg af Spáni, yfirgaf Atlético Madrid í sumar og gekk í raðir Milan. Kökkur í hálsi og sortnaði fyrir augum „Mér leið mjög illa. Ég hélt að ég gæti ekki reimað á mig skóna og spilað aftur. Það sem þú sérð í sjónvarpinu og á samfélagsmiðlum er oft ekki rétta myndin af raunveruleikanum. Þú þarft að vera með ákveðna ímynd því það er starf þitt. Ég var mjög slæmur, ég sprakk, um tíma gat ég ekki reimað skóna mína og þegar ég gerði það hljóp ég heim því ég fékk kökk í hálsinn og mér sortnaði fyrir augum,“ sagði Morata. „Þremur mánuðum fyrir EM velti ég því fyrir mér hvort ég gæti spilað annan leik. Ég vissi ekki hvað var að gerast fyrir mig en þetta er mjög flókið og viðkvæmt. Á þessu augnabliki áttar þú þig á því að það sem þér líkar mest við í lífinu er líka það sem þú hatar mest. Þetta er flókið.“ Hætti að vilja fara út í búð Morata segist hafa verið afar viðkvæmur fyrir gagnrýni og átt erfitt með að fara út meðal fólks með fjölskyldu sína. „Mér fannst erfitt að fara út með börnin mín. Í hvert einasta skipti sem það gerðist eitthvað, fólk spurði mig eitthvað um fótboltann og eitthvað sem gerðist í síðustu leikjum. Á endanum vildi ég ekki fara út í búð. Fólk sagði svo margt við mig að mér fannst erfitt að vera með börnunum mínum,“ sagði Morata. Hann stóð nýverið í stappi við bæjarstjórann í Corbetta eftir að hann greindi frá því að Morata væri að flytja í bæinn. Morata hætti í kjölfarið við að flytja til Corbetta. Morata, sem er 31 árs, hefur leikið sjö leiki fyrir Milan og skorað tvö mörk. Hann hefur spilað áttatíu landsleiki fyrir Spán og skorað 36 mörk.
Geðheilbrigði Spænski boltinn Ítalski boltinn EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Fótbolti Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Fótbolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Íslenski boltinn Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Íslenski boltinn Hildur fékk svakalegt glóðarauga Fótbolti Fleiri fréttir Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Kroos segir að Pedri sé mikilvægari en Yamal, Raphinha og Lewandowski Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Hildur fékk svakalegt glóðarauga Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Kristófer: Þetta var alveg frábær tilfinning Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti Cecilía valin besti markvörðurinn í ítölsku deildinni Markvörðurinn mætti of seint í leikinn Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Glódis Perla spöruð á bekknum „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Sjá meira
Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn
Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn