Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Rakel Sveinsdóttir skrifar 10. október 2024 07:01 Sigrún Ósk Jakobsdóttir, mannauðsstjóri Advania, segist oft spurð að því hvers vegna vinnustaðir eigi að greiða fyrir til dæmis sálfræðiþjónustu fyrir starfsfólk vegna vanlíðunar sem tengjast hjónabandinu eða öðru. Staðreyndin sé samt sú að líðan starfsfólks sé á ábyrgð vinnustaða og allra hagur að starfsfólki líði sem best. Vísir/Vilhelm „Ég hef oft heyrt þessa spurningu: Hvers vegna er geðheilsa starfsfólks okkar vandamál? Hvers vegna eigum við að borga sálfræðiþjónustu fyrir starfsfólk sem er til dæmis í vanlíðan vegna erfiðleika í hjónabandinu,“ segir Sigrún Ósk Jakobsdóttir mannauðstjóri Advania. „En svarið er einfalt: Líðan starfsfólks er á okkar ábyrgð því það er margsannað að starfsfólki sem líður vel, er mun skilvirkara og árangursríkara í starfi. Það er því hagur vinnustaðarins að huga að geðheilsu starfsfólks.“ Til viðbótar nefnir Sigrún að vitað er að vinnustaðir hafa mikil mótandi áhrif á geðheilsu starfsfólks. Það er á ábyrgð vinnustaða að skila fólki að minnsta kosti jafn góðu út eftir daginn og þegar það mætti. Helst ætti vinnustaðurinn að skila þeim enn betri.“ Alþjóðlegi dagur geðheilbrigðis er í dag en að þessu sinni er dagurinn tileinkaður Geðheilbrigði á vinnustað. Í tilefni þess, fjallar Atvinnulífið um málefnið í gær og í dag. Fólk er ekki í mismunandi búningum Yfirskrift ráðstefnunnar, sem haldin er í húsakynnum Advania og hefst klukkan 9:00, er Geðheilbrigði á vinnustað og er Sigrún ein fyrirlesara. Fullt varð á viðburðinn sem sýnir hversu mikilvægt þetta málefni er. Fyrir tæpum tveimur og hálfu ári síðan, ræddi Atvinnulífið einmitt við Sigrúnu um geðheilsu starfsfólks, en þá var fyrirtækið að innleiða ýmsar nýjungar þessum málum tengdum. Svo sem sálfræðiþjónustu án biðlista fyrir starfsfólk, hugleiðslurými, sýndarveruleika og fleira. Það viðtal má sjá hér að neðan, en Sigrún segir að heilt yfir megi tala um verkefnið sem ákveðna vegferð. Þar sem geðheilbrigðismálin innviklast í menningu fyrirtækisins þannig að þau séu sjálfsagður hluti af henni. „Við erum ein og sama manneskjan. Hvort sem við erum heima eða í vinnunni. Við förum ekki úr einhverjum búning þegar við erum búin að vinna og líður illa þá eða öfugt,“ segir Sigrún. „Okkar vegferð hefur falist svolítið í því að ná utan um fólkið okkar. Með því hugarfari að vinnustaðurinn okkar þurfi að vera vinnustaður sem fólk sækist í að starfa hjá, vegna þess að hér líður því vel,“ segir Sigrún. Og að því er unnið markvisst. „Eftir Covid var ákveðin vitundavakning um andlega heilsu. Og nýjar þarfir komu fram. Til dæmis að hluti starfsfólks kýs að starfa áfram í fjarvinnu. Sem getur átt sér alls kyns skýringar,“ segir Sigrún. Sem dæmi nefnir hún félagsfælni, að vilja vera heima þegar krakkarnir koma heim úr skóla, að líða ekki nógu vel í opnum rýmum, eða að spara sér tíma vegna ferða til og frá vinnu. „Það sem þessi vegferð hefur kennt okkur er að við erum svo fjölbreytt og því eru þarfir fólks svo ólíkar. Það hvað hentar fólki, getur verið afar mismunandi. Fimm manneskjur geta náð frábærum árangri með fimm ólíkum leiðum,“ segir Sigrún og vísar þar til þess að fyrir alla vinnustaði snúist markmiðið um að hver og einn nái alltaf sem bestum árangri. Sem aftur þýðir að mæta þarf fólki miðað við mismunandi þarfir. „Við stóðum fyrir könnunum þar sem við spurðum fólkið okkar hvað þyrfti helst til. Margt kom í ljós. Atriði eins og sveigjanleiki í starfi og fleira.“ En kjarninn var alltaf nokkuð skýr: Vinnustaðurinn þyrfti sýnilega að vera vinnustaður sem vinnur að því að starfsfólkinu líði sem best. „Það síðan laðar til okkar gott fólk til starfa.“ Þótt erfitt sé að setja mælanlegan árangur á allt sem viðkemur geðheilbrigðismálin á vinnustað, segir Sigrún það einfaldlega hafa verið rannsakað í drasl að vellíðan starfsfólks er lykilatriði fyrir velgengni í rekstri. Hún sé því til í að taka umræðuna frá peningahliðinni við hvern sem er.Vísir/Vilhelm Snertifletirnir margir Sigrún segir snertifletina við geðheilbrigðismálin ansi marga. Hún nefnir jafnréttismálin sem dæmi. „Við erum svo oft að vinna að umbótum á einu og einu atriði. En síðan kemur í ljós að snertifletirnir við geðheilbrigðismálin eru svo mörg. Ég nefni sem dæmi jafnréttismálin. Við fórum í gegnum jafnlaunavottunina með glæsibrag á sínum tíma, en það var ekki nóg,“ segir Sigrún og bætir við: „Því það sem kom í ljós var að konunum var ekki að líða nógu vel. Ekki aðeins fyrir það að tæknigeirinn er karllægur geiri heldur þurftum við sem vinnustaður að skoða það til hlítar hvað við þyrftum að gera til þess að konum liði vel á okkar vinnustað. Því það er ekki nóg að laða til sín fleiri konur til starfa. Við þurfum líka að tryggja að þær hætti ekki.“ Þar spili geðheilsan inn í og öll vinna sem stuðlar að því að fólki líði vel í vinnunni. „Við náðum mjög góðum árangri í að fjölga konum og starfsmannavelta meðal þeirra minnkaði. En þá kom upp spurningin: En hvað svo? Eigum við að horfa á hinsegin fólk eða aðra hópa? Hvað er næst?“ Niðurstaðan var sú að horfa út frá fjölbreytileikanum og að öllu öll fólki líði sem best á vinnustaðnum. „Við mælum ánægju og líðan starfsfólks en sumt er auðvitað erfiðara að mæla. Til dæmis hver raunverulegur árangur er fyrir reksturinn sjálfan í tölum. Þar bendi ég þó á að það hefur einfaldlega verið rannsakað í drasl hversu miklu betri árangur næst í rekstri, þegar starfsfólkinu líður vel og hlúið er vel að mannauðnum.“ Þótt margt sé ekki mælanlegt, segir Sigrún mannauðsfólk eiga auðvelt með að sjá samhengi hlutanna. „Við erum að skoða alls konar upplýsingar og sjáum alveg trendin. Hvernig starfsmannavelta minnkar þegar hlúið er vel að fólki og þeirra mismunandi þörfum. Hvernig okkur tekst til við að fjölga í hópi kvenna, hvernig starfsánægja eykst hjá starfsfólki og hvernig viðskiptavinirnir verða ánægðari þegar fólkinu okkar líður vel og svo framvegis,“ segir Sigrún og bætir við: Þannig að ef einhverjir vilja taka þessa umræðu frá peningahliðinni þá er ég til. Því að það að starfsfólkinu líði sem best er kjarninn í þessu öllu. Að skapa inngildandi vinnustaðarmenningu þar sem fólki er mætt þar sem það er statt og það fær að blómstra byggt à eigin verðleikum ætti að vera stóra markmiðið.“ Sigrún segir mannauðsfólk geta troðfyllt verkfærakistuna með hágæða tækjum og tólum. Staðreyndin sé hins vegar sú að ef stjórnendur kunna ekki að halda á hamri, breytist ekkert. Sigrún er ein fyrirlesara á ráðstefnu um Geðheilbrigði á vinnustöðum sem haldin er í húsakynnum Advania í dag í tilefni Alþjóða geðheilbrigðisdagsins sem er í dag. Vísir/Vilhelm Góðu ráðin: Stjórnendur Sigrún segir mannauðsdeildir almennt vera að vinna í umbótaverkefnum af ýmsum toga alla daga ársins. Markmiðið sé alltaf að bæta úr líðan og sálrænu öryggi, efla menninguna, auka á helgun og allt þetta jákvæða sem telst til og vitað er að eykur á árangur reksturs. „Vinnustaðir gegna mikilvægu hlutverki í að grípa fólk þegar það er að kljást við erfiðleika og þá er mikilvægt að vera með tæki og tól sem hjálpa. Stuðning frá mannauðsdeildum, aðgengi að sálfræðingum eða fræðslu til dæmis.“ Til þess að vel takist til, skipta samskipti við stjórnendur hins vegar höfuðmáli. Við þurfum að normalisera það að tala um almenna líðan og geðheilsu. Og vinna markvisst að því að byggja upp traust og sálrænt öryggi á vinnustaðnum svo fólk þori að segja sína skoðun og þori að tala um það hvernig því líður.“ Til þess að þetta takist, þurfa geðheilbrigðismálin að vera í forgrunni menningarinnar sem verið er að efla og byggja upp. „Því að menningin er alstaðar. Hún felst í gildum, viðhorfum og venjum, í hegðun og hvernig við tölum saman. Hún er bæði í formlegu hlutunum og þeim óformlegu. Hún felst í því hvaða hegðun við hrósum fyrir. Hvaða upplýsingum við kjósum að miðla. Hvernig við tökum á litlum sem stórum málum.“ Í þessu sé ekkert upphaf, né endir. Vinnan sé oft óáþreifanleg og stundum sé erfitt að móta verkefnin. Það sem þó er hægt að festa reiður á og segja að þurfi að vera fast í hendi, er aðkoma stjórnenda að geðheilbrigðismálunum. Við getum troðfyllt verkfærakistuna af hágæða tækjum og tólum. En ef stjórnendur kunna ekki að halda á hamri þá breytist ekkert.“ Geðheilbrigði Mannauðsmál Stjórnun Vinnustaðamenning Vinnustaðurinn Tengdar fréttir Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ „Þetta hljómar kannski auðveldlega en er það ekki. Enda erfitt fyrir fólk í framlínustörfum að slökkva á asanum,” segir Magnús Olsen Guðmundsson mannauðsráðgjafi á skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar. 9. október 2024 07:02 Ekkert einkamál: Áhrif vinnustaða á geðheilsu jafn stór og makans „Það hefur mikil áhrif á frammistöðu okkar hvort við séum við góða geðheilsu eða ekki, hvort við séum orkumikil, að blómstra, félagslega virk og vel sofin í samanburði við það að vera ósofin, kvíðin eða streitan farin að bíta í,“ segir Hilja Guðmundsdóttir hjá Mental ráðgjöf. 5. júní 2024 07:00 Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna „Kulnun smitar út frá sér á vinnustað og samkvæmt rannsóknum er viðkomandi ekki fær um að veita viðskiptavinum jafn góða þjónustu og ella væri,“ segir Trausti Heiðar Haraldsson framkvæmdastjóri Prósents þegar niðurstöður nýrrar könnunar Prósents eru ræddar. 7. október 2024 07:02 „En það hefur líka margt fallegt komið út úr þessu“ „Það er allt upp á borðum. Við ræðum allt. Og auðvitað hafa þetta verið krefjandi tímar, ekki síst fyrir starfsfólkið ,“ segir Sigrún Halldórsdóttir framkvæmdastjóri mannauðs, menningar og öryggis hjá Bláa Lóninu um tímabilið síðan rýmingin var í Grindavík þann 10.nóvember árið 2023. 3. október 2024 07:00 „Breytingaskeið kvenna hefur líka áhrif á karlavinnustaði“ „Breytingaskeið kvenna hefur líka áhrif á karlavinnustaði. Því breytingaskeið kvenna hefur oft áhrif á makann,“ segir Halldóra Skúladóttir, breytingaskeiðsráðgjafi og sérfræðingur í fræðslustjórnun og þjálfun starfsfólks. 2. október 2024 07:00 Mest lesið Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent Fjögur skip hefja leit að loðnu Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
„En svarið er einfalt: Líðan starfsfólks er á okkar ábyrgð því það er margsannað að starfsfólki sem líður vel, er mun skilvirkara og árangursríkara í starfi. Það er því hagur vinnustaðarins að huga að geðheilsu starfsfólks.“ Til viðbótar nefnir Sigrún að vitað er að vinnustaðir hafa mikil mótandi áhrif á geðheilsu starfsfólks. Það er á ábyrgð vinnustaða að skila fólki að minnsta kosti jafn góðu út eftir daginn og þegar það mætti. Helst ætti vinnustaðurinn að skila þeim enn betri.“ Alþjóðlegi dagur geðheilbrigðis er í dag en að þessu sinni er dagurinn tileinkaður Geðheilbrigði á vinnustað. Í tilefni þess, fjallar Atvinnulífið um málefnið í gær og í dag. Fólk er ekki í mismunandi búningum Yfirskrift ráðstefnunnar, sem haldin er í húsakynnum Advania og hefst klukkan 9:00, er Geðheilbrigði á vinnustað og er Sigrún ein fyrirlesara. Fullt varð á viðburðinn sem sýnir hversu mikilvægt þetta málefni er. Fyrir tæpum tveimur og hálfu ári síðan, ræddi Atvinnulífið einmitt við Sigrúnu um geðheilsu starfsfólks, en þá var fyrirtækið að innleiða ýmsar nýjungar þessum málum tengdum. Svo sem sálfræðiþjónustu án biðlista fyrir starfsfólk, hugleiðslurými, sýndarveruleika og fleira. Það viðtal má sjá hér að neðan, en Sigrún segir að heilt yfir megi tala um verkefnið sem ákveðna vegferð. Þar sem geðheilbrigðismálin innviklast í menningu fyrirtækisins þannig að þau séu sjálfsagður hluti af henni. „Við erum ein og sama manneskjan. Hvort sem við erum heima eða í vinnunni. Við förum ekki úr einhverjum búning þegar við erum búin að vinna og líður illa þá eða öfugt,“ segir Sigrún. „Okkar vegferð hefur falist svolítið í því að ná utan um fólkið okkar. Með því hugarfari að vinnustaðurinn okkar þurfi að vera vinnustaður sem fólk sækist í að starfa hjá, vegna þess að hér líður því vel,“ segir Sigrún. Og að því er unnið markvisst. „Eftir Covid var ákveðin vitundavakning um andlega heilsu. Og nýjar þarfir komu fram. Til dæmis að hluti starfsfólks kýs að starfa áfram í fjarvinnu. Sem getur átt sér alls kyns skýringar,“ segir Sigrún. Sem dæmi nefnir hún félagsfælni, að vilja vera heima þegar krakkarnir koma heim úr skóla, að líða ekki nógu vel í opnum rýmum, eða að spara sér tíma vegna ferða til og frá vinnu. „Það sem þessi vegferð hefur kennt okkur er að við erum svo fjölbreytt og því eru þarfir fólks svo ólíkar. Það hvað hentar fólki, getur verið afar mismunandi. Fimm manneskjur geta náð frábærum árangri með fimm ólíkum leiðum,“ segir Sigrún og vísar þar til þess að fyrir alla vinnustaði snúist markmiðið um að hver og einn nái alltaf sem bestum árangri. Sem aftur þýðir að mæta þarf fólki miðað við mismunandi þarfir. „Við stóðum fyrir könnunum þar sem við spurðum fólkið okkar hvað þyrfti helst til. Margt kom í ljós. Atriði eins og sveigjanleiki í starfi og fleira.“ En kjarninn var alltaf nokkuð skýr: Vinnustaðurinn þyrfti sýnilega að vera vinnustaður sem vinnur að því að starfsfólkinu líði sem best. „Það síðan laðar til okkar gott fólk til starfa.“ Þótt erfitt sé að setja mælanlegan árangur á allt sem viðkemur geðheilbrigðismálin á vinnustað, segir Sigrún það einfaldlega hafa verið rannsakað í drasl að vellíðan starfsfólks er lykilatriði fyrir velgengni í rekstri. Hún sé því til í að taka umræðuna frá peningahliðinni við hvern sem er.Vísir/Vilhelm Snertifletirnir margir Sigrún segir snertifletina við geðheilbrigðismálin ansi marga. Hún nefnir jafnréttismálin sem dæmi. „Við erum svo oft að vinna að umbótum á einu og einu atriði. En síðan kemur í ljós að snertifletirnir við geðheilbrigðismálin eru svo mörg. Ég nefni sem dæmi jafnréttismálin. Við fórum í gegnum jafnlaunavottunina með glæsibrag á sínum tíma, en það var ekki nóg,“ segir Sigrún og bætir við: „Því það sem kom í ljós var að konunum var ekki að líða nógu vel. Ekki aðeins fyrir það að tæknigeirinn er karllægur geiri heldur þurftum við sem vinnustaður að skoða það til hlítar hvað við þyrftum að gera til þess að konum liði vel á okkar vinnustað. Því það er ekki nóg að laða til sín fleiri konur til starfa. Við þurfum líka að tryggja að þær hætti ekki.“ Þar spili geðheilsan inn í og öll vinna sem stuðlar að því að fólki líði vel í vinnunni. „Við náðum mjög góðum árangri í að fjölga konum og starfsmannavelta meðal þeirra minnkaði. En þá kom upp spurningin: En hvað svo? Eigum við að horfa á hinsegin fólk eða aðra hópa? Hvað er næst?“ Niðurstaðan var sú að horfa út frá fjölbreytileikanum og að öllu öll fólki líði sem best á vinnustaðnum. „Við mælum ánægju og líðan starfsfólks en sumt er auðvitað erfiðara að mæla. Til dæmis hver raunverulegur árangur er fyrir reksturinn sjálfan í tölum. Þar bendi ég þó á að það hefur einfaldlega verið rannsakað í drasl hversu miklu betri árangur næst í rekstri, þegar starfsfólkinu líður vel og hlúið er vel að mannauðnum.“ Þótt margt sé ekki mælanlegt, segir Sigrún mannauðsfólk eiga auðvelt með að sjá samhengi hlutanna. „Við erum að skoða alls konar upplýsingar og sjáum alveg trendin. Hvernig starfsmannavelta minnkar þegar hlúið er vel að fólki og þeirra mismunandi þörfum. Hvernig okkur tekst til við að fjölga í hópi kvenna, hvernig starfsánægja eykst hjá starfsfólki og hvernig viðskiptavinirnir verða ánægðari þegar fólkinu okkar líður vel og svo framvegis,“ segir Sigrún og bætir við: Þannig að ef einhverjir vilja taka þessa umræðu frá peningahliðinni þá er ég til. Því að það að starfsfólkinu líði sem best er kjarninn í þessu öllu. Að skapa inngildandi vinnustaðarmenningu þar sem fólki er mætt þar sem það er statt og það fær að blómstra byggt à eigin verðleikum ætti að vera stóra markmiðið.“ Sigrún segir mannauðsfólk geta troðfyllt verkfærakistuna með hágæða tækjum og tólum. Staðreyndin sé hins vegar sú að ef stjórnendur kunna ekki að halda á hamri, breytist ekkert. Sigrún er ein fyrirlesara á ráðstefnu um Geðheilbrigði á vinnustöðum sem haldin er í húsakynnum Advania í dag í tilefni Alþjóða geðheilbrigðisdagsins sem er í dag. Vísir/Vilhelm Góðu ráðin: Stjórnendur Sigrún segir mannauðsdeildir almennt vera að vinna í umbótaverkefnum af ýmsum toga alla daga ársins. Markmiðið sé alltaf að bæta úr líðan og sálrænu öryggi, efla menninguna, auka á helgun og allt þetta jákvæða sem telst til og vitað er að eykur á árangur reksturs. „Vinnustaðir gegna mikilvægu hlutverki í að grípa fólk þegar það er að kljást við erfiðleika og þá er mikilvægt að vera með tæki og tól sem hjálpa. Stuðning frá mannauðsdeildum, aðgengi að sálfræðingum eða fræðslu til dæmis.“ Til þess að vel takist til, skipta samskipti við stjórnendur hins vegar höfuðmáli. Við þurfum að normalisera það að tala um almenna líðan og geðheilsu. Og vinna markvisst að því að byggja upp traust og sálrænt öryggi á vinnustaðnum svo fólk þori að segja sína skoðun og þori að tala um það hvernig því líður.“ Til þess að þetta takist, þurfa geðheilbrigðismálin að vera í forgrunni menningarinnar sem verið er að efla og byggja upp. „Því að menningin er alstaðar. Hún felst í gildum, viðhorfum og venjum, í hegðun og hvernig við tölum saman. Hún er bæði í formlegu hlutunum og þeim óformlegu. Hún felst í því hvaða hegðun við hrósum fyrir. Hvaða upplýsingum við kjósum að miðla. Hvernig við tökum á litlum sem stórum málum.“ Í þessu sé ekkert upphaf, né endir. Vinnan sé oft óáþreifanleg og stundum sé erfitt að móta verkefnin. Það sem þó er hægt að festa reiður á og segja að þurfi að vera fast í hendi, er aðkoma stjórnenda að geðheilbrigðismálunum. Við getum troðfyllt verkfærakistuna af hágæða tækjum og tólum. En ef stjórnendur kunna ekki að halda á hamri þá breytist ekkert.“
Geðheilbrigði Mannauðsmál Stjórnun Vinnustaðamenning Vinnustaðurinn Tengdar fréttir Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ „Þetta hljómar kannski auðveldlega en er það ekki. Enda erfitt fyrir fólk í framlínustörfum að slökkva á asanum,” segir Magnús Olsen Guðmundsson mannauðsráðgjafi á skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar. 9. október 2024 07:02 Ekkert einkamál: Áhrif vinnustaða á geðheilsu jafn stór og makans „Það hefur mikil áhrif á frammistöðu okkar hvort við séum við góða geðheilsu eða ekki, hvort við séum orkumikil, að blómstra, félagslega virk og vel sofin í samanburði við það að vera ósofin, kvíðin eða streitan farin að bíta í,“ segir Hilja Guðmundsdóttir hjá Mental ráðgjöf. 5. júní 2024 07:00 Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna „Kulnun smitar út frá sér á vinnustað og samkvæmt rannsóknum er viðkomandi ekki fær um að veita viðskiptavinum jafn góða þjónustu og ella væri,“ segir Trausti Heiðar Haraldsson framkvæmdastjóri Prósents þegar niðurstöður nýrrar könnunar Prósents eru ræddar. 7. október 2024 07:02 „En það hefur líka margt fallegt komið út úr þessu“ „Það er allt upp á borðum. Við ræðum allt. Og auðvitað hafa þetta verið krefjandi tímar, ekki síst fyrir starfsfólkið ,“ segir Sigrún Halldórsdóttir framkvæmdastjóri mannauðs, menningar og öryggis hjá Bláa Lóninu um tímabilið síðan rýmingin var í Grindavík þann 10.nóvember árið 2023. 3. október 2024 07:00 „Breytingaskeið kvenna hefur líka áhrif á karlavinnustaði“ „Breytingaskeið kvenna hefur líka áhrif á karlavinnustaði. Því breytingaskeið kvenna hefur oft áhrif á makann,“ segir Halldóra Skúladóttir, breytingaskeiðsráðgjafi og sérfræðingur í fræðslustjórnun og þjálfun starfsfólks. 2. október 2024 07:00 Mest lesið Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent Fjögur skip hefja leit að loðnu Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ „Þetta hljómar kannski auðveldlega en er það ekki. Enda erfitt fyrir fólk í framlínustörfum að slökkva á asanum,” segir Magnús Olsen Guðmundsson mannauðsráðgjafi á skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar. 9. október 2024 07:02
Ekkert einkamál: Áhrif vinnustaða á geðheilsu jafn stór og makans „Það hefur mikil áhrif á frammistöðu okkar hvort við séum við góða geðheilsu eða ekki, hvort við séum orkumikil, að blómstra, félagslega virk og vel sofin í samanburði við það að vera ósofin, kvíðin eða streitan farin að bíta í,“ segir Hilja Guðmundsdóttir hjá Mental ráðgjöf. 5. júní 2024 07:00
Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna „Kulnun smitar út frá sér á vinnustað og samkvæmt rannsóknum er viðkomandi ekki fær um að veita viðskiptavinum jafn góða þjónustu og ella væri,“ segir Trausti Heiðar Haraldsson framkvæmdastjóri Prósents þegar niðurstöður nýrrar könnunar Prósents eru ræddar. 7. október 2024 07:02
„En það hefur líka margt fallegt komið út úr þessu“ „Það er allt upp á borðum. Við ræðum allt. Og auðvitað hafa þetta verið krefjandi tímar, ekki síst fyrir starfsfólkið ,“ segir Sigrún Halldórsdóttir framkvæmdastjóri mannauðs, menningar og öryggis hjá Bláa Lóninu um tímabilið síðan rýmingin var í Grindavík þann 10.nóvember árið 2023. 3. október 2024 07:00
„Breytingaskeið kvenna hefur líka áhrif á karlavinnustaði“ „Breytingaskeið kvenna hefur líka áhrif á karlavinnustaði. Því breytingaskeið kvenna hefur oft áhrif á makann,“ segir Halldóra Skúladóttir, breytingaskeiðsráðgjafi og sérfræðingur í fræðslustjórnun og þjálfun starfsfólks. 2. október 2024 07:00