Miklar líkur á vandræðalegri stöðu fyrir Ísland Sindri Sverrisson skrifar 10. október 2024 08:33 Það er enn hægt að spila á Laugardalsvelli, þar sem Ísland hefur oft náð frábærum úrslitum, en KSÍ segir útilokað að þar verði spilað í mars. vísir/Hulda Margrét Tölfræðiveita telur áttatíu prósent líkur á því að íslenska karlalandsliðið í fótbolta spili umspilsleiki í Þjóðadeild UEFA í mars á næsta ári. Ekki yrði hægt að spila á Laugardalsvelli og því góð ráð dýr. Strákarnir okkar í íslenska landsliðinu eru í harðri baráttu í sínum fjögurra liða riðli, í B-deild Þjóðadeildarinnar, eftir sigur gegn Svartfjallalandi en tap gegn Tyrklandi ytra í september. Nú mæta þeir Wales á morgun og Tyrklandi á mánudag, og eru báðir leikirnir á Laugardalsvelli. Með því að taka 4-6 stig úr þessum leikjum ætti Ísland fína möguleika á að vinna sinn riðil, en riðlakeppninni lýkur með útileikjum við Svartfjallalandi og Wales í nóvember. Hvað gerist ef Ísland endar í: 1. sæti: Ísland upp í A-deild Þjóðadeildar, og spilar í undankeppni HM í mars 2025. Miði inn í HM-umspilið í mars 2026 nánast tryggður, gerist þess þörf. 2. sæti: Ísland í umspil í mars 2025 við lið úr 3. sæti riðils í A-deild, um sæti í A-deild. 3. sæti: Ísland í umspil í mars 2025 við lið úr 2. sæti riðils í C-deild, um sæti í B-deild. 4. sæti: Ísland fellur í C-deild Þjóðadeildar, og spilar í undankeppni HM í mars 2025. Aðeins ef Ísland vinnur sinn riðil eða endar neðst í honum, spilar liðið ekki í tveggja leikja umspili í mars á næsta ári. Síðan We Global Football, sem sérhæfir sig í fótboltatölfræði, metur líkurnar 80% á því að Ísland endi í 2. eða 3. sæti síns riðils og fari því í umspilsleiki. Teams in the Nations League quarters or pro/rel playoffs will play Nations League matches in March, meaning no World Cup qualifiers until June. 8 League A teams have a 99%+ chance:🇵🇹 🇮🇹 🇫🇷 🇧🇪 🇩🇪 🇳🇱 🇪🇸 🇩🇰 League B/C/D most likely🇬🇷 Greece - 82.8%🇮🇸 Iceland - 80.4%🏴 Wales…— We Global Football (@We_Global) October 8, 2024 HM-umspil með sigri í riðlinum Sigur í riðlinum myndi koma Íslandi hjá því að spila umspilsleiki í mars, og jafnframt nær örugglega tryggja liðinu afar spennandi tækifæri sem felst í öðru umspili (í mars 2026), um sæti á HM 2026 í Norður-Ameríku. Liðið myndi reyndar ekki þurfa að nýta sér þetta tækifæri ef það kæmist svo beint á HM í gegnum undankeppnina á næsta ári, en það gæti reynst dýrmætt að hafa þessa varaleið. KSÍ meðvitað um stöðuna en engin ákvörðun tekin En ef að Ísland endar í 2. eða 3. sæti síns riðils þá þarf liðið að fara í umspilsleiki 20. og 25. mars, þar sem leikið yrði heima og að heiman. Liðið í 2. sæti fer í umspil við lið úr 3. sæti í A-deild, og því mögulega eitthvað stórlið, en liðið í 3. sæti í riðli Íslands gæti fallið því það fer í umspil við lið úr 2. sæti í C-deild. Liðið í 4. sæti fellur beint niður í C-deild og í því tilviki þyrfti ekki að spila heimaleik á Íslandi í mars. Eysteinn Pétur Lárusson, framkvæmdastjóri KSÍ, segir að sambandið sé meðvitað um stöðuna. Fari svo að Ísland spili í umspili í mars verði ekki hægt að spila á Laugardalsvelli enda sé stefnt á að hefja brátt framkvæmdir þar, til að leggja blandað gras. Aðspurður hvort einhver möguleiki sé þá á að spilað yrði í umspili á Íslandi í mars, til að mynda á Kópavogsvelli líkt og Víkingur fékk leyfi til að gera í Sambandsdeild Evrópu í vetur, svarar Eysteinn: „Það er bara verið að vinna í því að skoða stöðuna og alla möguleika. Ekkert verið ákveðið ennþá.“ Þjóðadeild karla í fótbolta Landslið karla í fótbolta Laugardalsvöllur Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Skúbbaði í miðju kynlífi Sport Fleiri fréttir Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Katrín áfram í Kópavogi Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Þjálfari Messi hættir Tók fram úr Haaland og varð markahæstur Bjarni áfram hjá KA Genoa ljáð Vieira Gekk út eftir afar vandræðalegan tuttugu sekúndna blaðamannafund Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Messi jafnaði heimsmet með frábærum hætti „Mikilvægt að sýna fólki að ég er ekki brjálæðingur“ Eldræða Lárusar Orra: Þurfum ferskan þjálfara inn með ástríðu Líbönsk landsliðskona lífshættulega slösuð eftir árás Ísraelsmanna Lélegasta landslið heims fékk flestar heimsóknir eftir sögulegan sigur Neymar getur tekið bílinn með sér upp í nýju þakíbúðina „Leikplan sem við vorum ekki alveg tilbúnir í“ Sjá meira
Strákarnir okkar í íslenska landsliðinu eru í harðri baráttu í sínum fjögurra liða riðli, í B-deild Þjóðadeildarinnar, eftir sigur gegn Svartfjallalandi en tap gegn Tyrklandi ytra í september. Nú mæta þeir Wales á morgun og Tyrklandi á mánudag, og eru báðir leikirnir á Laugardalsvelli. Með því að taka 4-6 stig úr þessum leikjum ætti Ísland fína möguleika á að vinna sinn riðil, en riðlakeppninni lýkur með útileikjum við Svartfjallalandi og Wales í nóvember. Hvað gerist ef Ísland endar í: 1. sæti: Ísland upp í A-deild Þjóðadeildar, og spilar í undankeppni HM í mars 2025. Miði inn í HM-umspilið í mars 2026 nánast tryggður, gerist þess þörf. 2. sæti: Ísland í umspil í mars 2025 við lið úr 3. sæti riðils í A-deild, um sæti í A-deild. 3. sæti: Ísland í umspil í mars 2025 við lið úr 2. sæti riðils í C-deild, um sæti í B-deild. 4. sæti: Ísland fellur í C-deild Þjóðadeildar, og spilar í undankeppni HM í mars 2025. Aðeins ef Ísland vinnur sinn riðil eða endar neðst í honum, spilar liðið ekki í tveggja leikja umspili í mars á næsta ári. Síðan We Global Football, sem sérhæfir sig í fótboltatölfræði, metur líkurnar 80% á því að Ísland endi í 2. eða 3. sæti síns riðils og fari því í umspilsleiki. Teams in the Nations League quarters or pro/rel playoffs will play Nations League matches in March, meaning no World Cup qualifiers until June. 8 League A teams have a 99%+ chance:🇵🇹 🇮🇹 🇫🇷 🇧🇪 🇩🇪 🇳🇱 🇪🇸 🇩🇰 League B/C/D most likely🇬🇷 Greece - 82.8%🇮🇸 Iceland - 80.4%🏴 Wales…— We Global Football (@We_Global) October 8, 2024 HM-umspil með sigri í riðlinum Sigur í riðlinum myndi koma Íslandi hjá því að spila umspilsleiki í mars, og jafnframt nær örugglega tryggja liðinu afar spennandi tækifæri sem felst í öðru umspili (í mars 2026), um sæti á HM 2026 í Norður-Ameríku. Liðið myndi reyndar ekki þurfa að nýta sér þetta tækifæri ef það kæmist svo beint á HM í gegnum undankeppnina á næsta ári, en það gæti reynst dýrmætt að hafa þessa varaleið. KSÍ meðvitað um stöðuna en engin ákvörðun tekin En ef að Ísland endar í 2. eða 3. sæti síns riðils þá þarf liðið að fara í umspilsleiki 20. og 25. mars, þar sem leikið yrði heima og að heiman. Liðið í 2. sæti fer í umspil við lið úr 3. sæti í A-deild, og því mögulega eitthvað stórlið, en liðið í 3. sæti í riðli Íslands gæti fallið því það fer í umspil við lið úr 2. sæti í C-deild. Liðið í 4. sæti fellur beint niður í C-deild og í því tilviki þyrfti ekki að spila heimaleik á Íslandi í mars. Eysteinn Pétur Lárusson, framkvæmdastjóri KSÍ, segir að sambandið sé meðvitað um stöðuna. Fari svo að Ísland spili í umspili í mars verði ekki hægt að spila á Laugardalsvelli enda sé stefnt á að hefja brátt framkvæmdir þar, til að leggja blandað gras. Aðspurður hvort einhver möguleiki sé þá á að spilað yrði í umspili á Íslandi í mars, til að mynda á Kópavogsvelli líkt og Víkingur fékk leyfi til að gera í Sambandsdeild Evrópu í vetur, svarar Eysteinn: „Það er bara verið að vinna í því að skoða stöðuna og alla möguleika. Ekkert verið ákveðið ennþá.“
Hvað gerist ef Ísland endar í: 1. sæti: Ísland upp í A-deild Þjóðadeildar, og spilar í undankeppni HM í mars 2025. Miði inn í HM-umspilið í mars 2026 nánast tryggður, gerist þess þörf. 2. sæti: Ísland í umspil í mars 2025 við lið úr 3. sæti riðils í A-deild, um sæti í A-deild. 3. sæti: Ísland í umspil í mars 2025 við lið úr 2. sæti riðils í C-deild, um sæti í B-deild. 4. sæti: Ísland fellur í C-deild Þjóðadeildar, og spilar í undankeppni HM í mars 2025.
Þjóðadeild karla í fótbolta Landslið karla í fótbolta Laugardalsvöllur Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Skúbbaði í miðju kynlífi Sport Fleiri fréttir Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Katrín áfram í Kópavogi Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Þjálfari Messi hættir Tók fram úr Haaland og varð markahæstur Bjarni áfram hjá KA Genoa ljáð Vieira Gekk út eftir afar vandræðalegan tuttugu sekúndna blaðamannafund Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Messi jafnaði heimsmet með frábærum hætti „Mikilvægt að sýna fólki að ég er ekki brjálæðingur“ Eldræða Lárusar Orra: Þurfum ferskan þjálfara inn með ástríðu Líbönsk landsliðskona lífshættulega slösuð eftir árás Ísraelsmanna Lélegasta landslið heims fékk flestar heimsóknir eftir sögulegan sigur Neymar getur tekið bílinn með sér upp í nýju þakíbúðina „Leikplan sem við vorum ekki alveg tilbúnir í“ Sjá meira