„Búseta-íbúðin okkar hefur því verið auglýst til sölu. Hjá Búseta er kerfið þannig að eftir því sem fólk hefur verið lengur félagar, þeim mun betri líkur á það á að hreppa hnossið. En svo er kerfið líka þannig, að hver sem er getur keypt þar íbúð, ef enginn félagsmaður hefur gefið sig fram innan ákveðins frests. Í okkar tilfelli rennur sá frestur út kl. 16 á miðvikudag. Það hefur verið afskaplega gott að búa þarna, þetta er auðvitað stórkostlega miðsvæðis og samt er alveg pollrólegt og hljótt,“ skrifar Ragnhildur í færslu á samfélagsmiðlum.
Um er að ræða sex herbergja íbúð með sérinngangi við Þverholt 17. Eignin er 182 fermetrar að stærð á tveimur hæðum.
Ragnhildur og Katrín hafa verið saman í um 30 ár og eiga saman tvær dætur.



